Fíkniefni á hundruð milljóna Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 10. september 2015 07:00 Mynd þessi er tekin á þriðjudagsmorgni þegar tollgæsla stöðvaði par í húsbíl og fann við leit í bílnum hátt í níutíu kíló af fíkniefnum. mynd/stöð2 Hollenskt par er í haldi lögreglu eftir að hátt í 90 kíló af fíkniefnum fundust í húsbíl sem þau tóku á leigu og fluttu til landsins með Norrænu. Ferjan kom frá Danmörku með viðkomu í Færeyjum og þaðan til Íslands á þriðjudagsmorgun. Fíkniefnin voru í mörgum litlum pokum í húsbílnum. Tæknideild lögreglunnar vinnur enn að greiningu efnanna. Því er ekki enn vitað hvaða fíkniefni er um að ræða en komið hefur fram að um hvít, hörð efni sé að ræða. Götuverð á amfetamíni samkvæmt heimildarmanni Fréttablaðsins innan lögreglunnar er um 3.500 krónur grammið. Götuverð á kókaíni er samkvæmt sömu heimildum 18.000 krónur grammið. Eftir að aðgerðum tollvarða og lögreglu lauk við höfnina var parið sem er á fertugsaldri flutt með flugi frá Egilsstöðum til Reykjavíkur, þar er það í haldi lögreglu og hefur verið úrskurðað í tveggja vikna gæsluvarðhald. Fíkniefnafundurinn er afrakstur samstarfs lögreglustjórans á Austurlandi, embættis tollstjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og færeyskra tollayfirvalda. Lögreglurannsókn er í höndum lögreglunnar á Austurlandi.Vill fleiri tollverði Árangurinn telst lofsverður í ljósi þess að aðeins fjórir tollverðir starfa á Austurlandi við tollgæslu. Heimildarmenn Fréttablaðsins í lögreglunni segja að á meðan svo er, séu smyglleiðir inn og út úr landinu opnar. Engin leið sé að anna eftirliti með svo fámennri tollgæslu. Umdæmið spannar allar hafnir frá Vopnafirði og suður í Höfn í Hornafirði. Stefán Bjargmundsson aðstoðaryfirtollvörður segist myndu vilja hafa fleiri tollverði við eftirlit. Sér í lagi í ljósi aukins ferðamannafjölda. Í sumar voru fleiri tollverðir að störfum fyrir austan. „Lögregla og tollgæsla glíma við fjölgun ferðamanna um allt land, við reynum sem við best getum að nýta þann mannafla og tækjakost sem við höfum.“ Hann segir aldrei hægt að koma í veg fyrir allan fíkniefnainnflutning. Haldlagt magn sé afar misjafnt á milli ára. Spurður hvort talið sé að fíkniefnasmyglarar nýti sér veikar varnir á Austurlandi segir hann það ekki vitað. „Við vitum það hreinlega ekki, en þetta kemur í bylgjum. Stundum er lagt hald á meira, stundum minna.“Stór mál fyrir austan Málið telst eitt stærsta fíkniefnamál Íslands. Síðustu stóru fíkniefnamál sem komu upp fyrir austan áttu það sammerkt að smyglarar reyndu að koma fíkniefnum inn í landið um hafnir fyrir austan. Tvær þýskar konur á fimmtugsaldri voru handteknar við komuna til landsins með Norrænu 17. júní 2010 og fundust í bifreið þeirra um 20 lítrar af amfetamínbasa. Samkvæmt útreikningum lyfja- og eiturefnafræðinga í því máli var fundið út að framleiða mætti 264 kíló af amfetamíni. Í apríl árið 2009 smygluðu Rúnar Þór Róbertsson, Árni Hrafn Ásbjörnsson og Peter Rabe 109 kílóum af fíkniefnum með skútunni Sirtaki sem kom að landi á Djúpavogi. Árið 2008 fundust 190 kíló af hassi falin í húsbíl í Norrænu. Í september 2007 smygluðu þeir Einar Jökull Einarsson, Alvar Óskarsson, Guðbjarni Traustason og Bjarni Hrafnkelsson 23,5 kílóum af amfetamíni, 14 kílóum af ecstasy-dufti og 1.746 e-töflum á skútu frá Danmörku til Fáskrúðsfjarðar.Í upptökum fyrir Stöð 2 Tilviljun réð því að á sama tíma og parið var tekið með fíkniefni í húsbíl sínum fóru fram tökur á þætti í nýrri þáttaröð Stöðvar 2, um störf lögreglunnar og íslensk sakamál. Elvar Snær Kristjánsson íbúi á Seyðisfirði, féllst á að leika tollvörð í þáttunum. Hann var því á vettvangi þegar aðgerðir við höfnina hófust. „Ég var staddur á svæðinu, við vorum að taka upp efni í þáttinn sem fjallar um fíkniefnamál frá árinu 2008, þar sem reyndar var líka gerð tilraun til þess að flytja inn efni í húsbíl. Ég sá strax að þarna var umfangsmikið mál á ferðinni, væntanlega efni í annan þátt.“ Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Hollenskt par er í haldi lögreglu eftir að hátt í 90 kíló af fíkniefnum fundust í húsbíl sem þau tóku á leigu og fluttu til landsins með Norrænu. Ferjan kom frá Danmörku með viðkomu í Færeyjum og þaðan til Íslands á þriðjudagsmorgun. Fíkniefnin voru í mörgum litlum pokum í húsbílnum. Tæknideild lögreglunnar vinnur enn að greiningu efnanna. Því er ekki enn vitað hvaða fíkniefni er um að ræða en komið hefur fram að um hvít, hörð efni sé að ræða. Götuverð á amfetamíni samkvæmt heimildarmanni Fréttablaðsins innan lögreglunnar er um 3.500 krónur grammið. Götuverð á kókaíni er samkvæmt sömu heimildum 18.000 krónur grammið. Eftir að aðgerðum tollvarða og lögreglu lauk við höfnina var parið sem er á fertugsaldri flutt með flugi frá Egilsstöðum til Reykjavíkur, þar er það í haldi lögreglu og hefur verið úrskurðað í tveggja vikna gæsluvarðhald. Fíkniefnafundurinn er afrakstur samstarfs lögreglustjórans á Austurlandi, embættis tollstjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og færeyskra tollayfirvalda. Lögreglurannsókn er í höndum lögreglunnar á Austurlandi.Vill fleiri tollverði Árangurinn telst lofsverður í ljósi þess að aðeins fjórir tollverðir starfa á Austurlandi við tollgæslu. Heimildarmenn Fréttablaðsins í lögreglunni segja að á meðan svo er, séu smyglleiðir inn og út úr landinu opnar. Engin leið sé að anna eftirliti með svo fámennri tollgæslu. Umdæmið spannar allar hafnir frá Vopnafirði og suður í Höfn í Hornafirði. Stefán Bjargmundsson aðstoðaryfirtollvörður segist myndu vilja hafa fleiri tollverði við eftirlit. Sér í lagi í ljósi aukins ferðamannafjölda. Í sumar voru fleiri tollverðir að störfum fyrir austan. „Lögregla og tollgæsla glíma við fjölgun ferðamanna um allt land, við reynum sem við best getum að nýta þann mannafla og tækjakost sem við höfum.“ Hann segir aldrei hægt að koma í veg fyrir allan fíkniefnainnflutning. Haldlagt magn sé afar misjafnt á milli ára. Spurður hvort talið sé að fíkniefnasmyglarar nýti sér veikar varnir á Austurlandi segir hann það ekki vitað. „Við vitum það hreinlega ekki, en þetta kemur í bylgjum. Stundum er lagt hald á meira, stundum minna.“Stór mál fyrir austan Málið telst eitt stærsta fíkniefnamál Íslands. Síðustu stóru fíkniefnamál sem komu upp fyrir austan áttu það sammerkt að smyglarar reyndu að koma fíkniefnum inn í landið um hafnir fyrir austan. Tvær þýskar konur á fimmtugsaldri voru handteknar við komuna til landsins með Norrænu 17. júní 2010 og fundust í bifreið þeirra um 20 lítrar af amfetamínbasa. Samkvæmt útreikningum lyfja- og eiturefnafræðinga í því máli var fundið út að framleiða mætti 264 kíló af amfetamíni. Í apríl árið 2009 smygluðu Rúnar Þór Róbertsson, Árni Hrafn Ásbjörnsson og Peter Rabe 109 kílóum af fíkniefnum með skútunni Sirtaki sem kom að landi á Djúpavogi. Árið 2008 fundust 190 kíló af hassi falin í húsbíl í Norrænu. Í september 2007 smygluðu þeir Einar Jökull Einarsson, Alvar Óskarsson, Guðbjarni Traustason og Bjarni Hrafnkelsson 23,5 kílóum af amfetamíni, 14 kílóum af ecstasy-dufti og 1.746 e-töflum á skútu frá Danmörku til Fáskrúðsfjarðar.Í upptökum fyrir Stöð 2 Tilviljun réð því að á sama tíma og parið var tekið með fíkniefni í húsbíl sínum fóru fram tökur á þætti í nýrri þáttaröð Stöðvar 2, um störf lögreglunnar og íslensk sakamál. Elvar Snær Kristjánsson íbúi á Seyðisfirði, féllst á að leika tollvörð í þáttunum. Hann var því á vettvangi þegar aðgerðir við höfnina hófust. „Ég var staddur á svæðinu, við vorum að taka upp efni í þáttinn sem fjallar um fíkniefnamál frá árinu 2008, þar sem reyndar var líka gerð tilraun til þess að flytja inn efni í húsbíl. Ég sá strax að þarna var umfangsmikið mál á ferðinni, væntanlega efni í annan þátt.“
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira