Blikkið strákar, blikkið Ellert B. Schram skrifar 10. september 2015 09:30 Það var stór stund á sunnudaginn, þegar íslenska knattspyrnulandsliðið tryggði okkur þátttöku í úrslitakeppni Evrópu, sem fram fer á næsta ári. En þetta hefur verið löng þrautarganga, löng saga, á bak við þennan árangur. Ég er nógu gamall til að muna eftir fyrstu landsleikjunum. Á Melavellinum fyrir rúmum sextíu árum, kannske tveir landsleikir á ári, með Albert og Ríkharð í fararbroddi. Og þúsundir manna á áhorfendapöllunum, standandi, því stúkan tók ekki nema hundrað manns í sæti. Og sjálfur var ég liðsmaður og seinna formaður og kynntist tugum manna, sem lögðu sig fram í þágu þessarar íþróttar. Ég man eldmóðinn og áhugann og kappleiki sem allir voru háðir á möl og ég man lika eftir því þegar fyrstu grasvellirnir komu til sögunnar og stundum komu líka dömur að horfa á leikina, því kvennaknattspyrna þekktist ekki og þá var bara einn bolti til hjá vallarverði og þegar öðru liðinu tókst að skora mark, kölluðu menn „blikkið, strákar, blikkið“ sem þýddi að sparka átti boltanum yfir blikk og bárujárnsgirðingarnar í kringum völlinn, til að tefja leik. Það tíðkaðist ekki að bæta við leiktímann, enda þótt boltinn væri kominn úr augsýn. Á mínum sokkabandsárum voru kannske spilaðir tveir, þrír landsleikir á ári og það var stór stund þegar Laugardalsvöllurinn var vígður 1957 og áhorfendur skiptu þúsundum, þegar landslið frá Bermuda og Færeyjum komu og léku og þótti stórir atburðir. Flestir, ef ekki allir sem lögðu stund á knattspyrnu gerðu það í hjáverkum og æfðu þegar þeir nenntu. Svo komu Akurnesingarnir og unnu allt. En það er önnur saga. Það voru engir peningar með í spilinu, hvað þá atvinnumennska eða sjónvarp en stundum beinar útsendingar í útvarpi þegar mikið lá við. Við vorum amatörar eins og þeir gerast bestir. Fótboltaskórnir voru með harða tá og skrúfaða takka. Það var bylting, þegar adidas skórnir komu á markaðinn. Keppniskyrturnar þurfti maður sjálfur að þvo (þeas mamma).Landsliðið fagnar miðanum á EM í leikslok á sunnudag.vísir/vilhelmEn þetta var heimur sem var skemmtilegur og lifandi og við hlustuðum stundum á laugardögum á BBC og veðjuðum á úrslit í Englandi. Þar skapaðist jarðvegurinn fyrir getraunum. Og auðvitað fjarlæga aðdáun á knattspyrnumönnum, sem maður hafði aldrei séð. Og svo hefur þetta allt þróast hægt og sígandi og við höfum eignast framúrskarandi leikmenn og maður hefur fylgst með því á undanförnum árum, hvernig þessi íþrótt hefur vaxið og í landsliðinu okkar eru flestir leikmannanna (ef ekki allir) spilandi fótbolta í útlöndum og hafa það að atvinnu. Þeir hafa verið aldir upp undir leiðsögn og forystu þúsunda manna og kvenna sem af áhuga og þrautseigju og metnaði, hafa lagt grunninn að útbreiddri þátttöku æskufólks í íþróttum. Og búið til þá sem hafa skarað fram úr. Þetta allt er löng saga og skemmtileg og þess vegna á hún rætur og samkennd og þjóðin sameinast um að gleðjast yfir þeim tímamótum, þegar íslenska landsliðið nær þeim áfanga að taka þátt í úrslitakeppni Evrópu. Raunar urðu stúlkurnar á undan okkur körlunum, sem enn og aftur segir okkur, að knattspyrna og sigrar á þeim vettvangi, er afrek hjá fámennri þjóð. En árangurinn á sunnudaginn er punkturinn yfir iið. Ávöxtur áratugauppbyggingu, eldmóðs, áhuga, sleitulausu starfi í marga áratugi. Við eigum glæsilega landsliðsmenn og fögnum þessum áfanga. En ekki gleyma að þetta hefur tekið svita og tár um langa hríð. Það er ekki tilviljun né heldur heppni, sem veldur þessum áfanga, heldur linnulaust framlag margra kynslóða, sem hafa lagt grundvöllinn að sögulegum sigri og ótrúlegum árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Það var stór stund á sunnudaginn, þegar íslenska knattspyrnulandsliðið tryggði okkur þátttöku í úrslitakeppni Evrópu, sem fram fer á næsta ári. En þetta hefur verið löng þrautarganga, löng saga, á bak við þennan árangur. Ég er nógu gamall til að muna eftir fyrstu landsleikjunum. Á Melavellinum fyrir rúmum sextíu árum, kannske tveir landsleikir á ári, með Albert og Ríkharð í fararbroddi. Og þúsundir manna á áhorfendapöllunum, standandi, því stúkan tók ekki nema hundrað manns í sæti. Og sjálfur var ég liðsmaður og seinna formaður og kynntist tugum manna, sem lögðu sig fram í þágu þessarar íþróttar. Ég man eldmóðinn og áhugann og kappleiki sem allir voru háðir á möl og ég man lika eftir því þegar fyrstu grasvellirnir komu til sögunnar og stundum komu líka dömur að horfa á leikina, því kvennaknattspyrna þekktist ekki og þá var bara einn bolti til hjá vallarverði og þegar öðru liðinu tókst að skora mark, kölluðu menn „blikkið, strákar, blikkið“ sem þýddi að sparka átti boltanum yfir blikk og bárujárnsgirðingarnar í kringum völlinn, til að tefja leik. Það tíðkaðist ekki að bæta við leiktímann, enda þótt boltinn væri kominn úr augsýn. Á mínum sokkabandsárum voru kannske spilaðir tveir, þrír landsleikir á ári og það var stór stund þegar Laugardalsvöllurinn var vígður 1957 og áhorfendur skiptu þúsundum, þegar landslið frá Bermuda og Færeyjum komu og léku og þótti stórir atburðir. Flestir, ef ekki allir sem lögðu stund á knattspyrnu gerðu það í hjáverkum og æfðu þegar þeir nenntu. Svo komu Akurnesingarnir og unnu allt. En það er önnur saga. Það voru engir peningar með í spilinu, hvað þá atvinnumennska eða sjónvarp en stundum beinar útsendingar í útvarpi þegar mikið lá við. Við vorum amatörar eins og þeir gerast bestir. Fótboltaskórnir voru með harða tá og skrúfaða takka. Það var bylting, þegar adidas skórnir komu á markaðinn. Keppniskyrturnar þurfti maður sjálfur að þvo (þeas mamma).Landsliðið fagnar miðanum á EM í leikslok á sunnudag.vísir/vilhelmEn þetta var heimur sem var skemmtilegur og lifandi og við hlustuðum stundum á laugardögum á BBC og veðjuðum á úrslit í Englandi. Þar skapaðist jarðvegurinn fyrir getraunum. Og auðvitað fjarlæga aðdáun á knattspyrnumönnum, sem maður hafði aldrei séð. Og svo hefur þetta allt þróast hægt og sígandi og við höfum eignast framúrskarandi leikmenn og maður hefur fylgst með því á undanförnum árum, hvernig þessi íþrótt hefur vaxið og í landsliðinu okkar eru flestir leikmannanna (ef ekki allir) spilandi fótbolta í útlöndum og hafa það að atvinnu. Þeir hafa verið aldir upp undir leiðsögn og forystu þúsunda manna og kvenna sem af áhuga og þrautseigju og metnaði, hafa lagt grunninn að útbreiddri þátttöku æskufólks í íþróttum. Og búið til þá sem hafa skarað fram úr. Þetta allt er löng saga og skemmtileg og þess vegna á hún rætur og samkennd og þjóðin sameinast um að gleðjast yfir þeim tímamótum, þegar íslenska landsliðið nær þeim áfanga að taka þátt í úrslitakeppni Evrópu. Raunar urðu stúlkurnar á undan okkur körlunum, sem enn og aftur segir okkur, að knattspyrna og sigrar á þeim vettvangi, er afrek hjá fámennri þjóð. En árangurinn á sunnudaginn er punkturinn yfir iið. Ávöxtur áratugauppbyggingu, eldmóðs, áhuga, sleitulausu starfi í marga áratugi. Við eigum glæsilega landsliðsmenn og fögnum þessum áfanga. En ekki gleyma að þetta hefur tekið svita og tár um langa hríð. Það er ekki tilviljun né heldur heppni, sem veldur þessum áfanga, heldur linnulaust framlag margra kynslóða, sem hafa lagt grundvöllinn að sögulegum sigri og ótrúlegum árangri.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar