Birgittu verulega brugðið við skýrslu um hryðjuverkaógn Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2015 13:26 Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata gerir alvarlegar athugasemdir við skýrslu Ríkislögreglustjóra um hryðjuverkaógn á Íslandi. Af skýrslunni megi draga þá ályktun að lögreglan telji nauðsynlegt að njósna um Íslendinga eins og hana sjálfa fyrir að aðhyllast tilteknar skoðanir. Skýrsla Ríkislögreglustjóra um meinta hryðjuverkaógn á Íslandi varð opinber á föstudag í síðustu viku. Þar var m.a. fullyrt að til væri einstaklingar á Íslandi sem hefðu bæði vilja og getu til að fremja hryðjuverk á Íslandi og því þyrfti lögregla forvirkar heimildir til að fylgjast með þeim. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi skýrsluna á Alþingi í morgun og sagði að ótrúlega lítil umræða hefði farið fram um hana þá sólarhringa sem hún hefur verið opinber. Kvatti þingmaðurinn fólk til að lesa viðtal við Helga Gunnlaugsson afbrotafræðing í Morgunblaðinu í dag. „En hann fer á mjög yfirvegaðan og málefnalegan hátt yfir þessi mál og bendir á hið augljósa að það er fullkominn barnaskapur að halda því fram að við getum ekki lent í því sama eins og þær þjóðir sem við berum okkur saman við og eru okkar næstu nágrannar. Við þekkjum það út frá hinum hörmulegu atburðum í Útey og þeim atburðum sem við sáum fyrir nokkrum vikum í Danmörku að því miður getur þetta gerst,“ sagði Guðlaugur Þór Vísaði Guðlaugur Þór til þess að Hæstiréttur hefði nýverið hafnað gæsluvarðhaldsbeiðni vegna tveggja hælisleitenda þar sem annar hefði hótað að fremja voðaverk yrði honum vísað úr landi. Íslendingar yrðu að horfa til reynslu Norðurlandanna. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sagði að henni væri verulega brugðið við skýrsluna, sérstaklega vegna þeirra hópa sem skilgreindir væru vegna áhrifa af róttækni í skýrslunni og sagt að sérstök úrræði þyrfti fyrir. „Það eru semsagt anarkistar, islamistar, róttækir hægri- og vinstrimenn sem eru mögulegir ógnvaldar ríkisins. Ég tek þessu mjög alvarlega háttvirtur þingmaður. Ríkislögreglustjóri leggur semsagt til að sköpuð verði sérstök félagsleg úrræði fyrir aðila eins og t.d. mig sem er anarkisti. Fyrir einstaklinga sem verða fyrir áhrifum róttækni í landinu,“ sagði Birgitta á Alþingi í morgun. Í skýrslunni sé talað um þörf á að mynda samráðsvettvang lögreglu, félagsþjónustu og heilbrigðisyfirvalda til að miðla upplýsingum um þessa einstaklinga. „Sem kunna að ógna öryggi almennings, sem eru þá anarkistarnir og róttækir hægri- og vinstrimenn, auk þess sem lögreglan faí forvirkar rannsóknarheimildir til að njósna um okkur. Þetta eru þær aðgerðir sem embættið leggur til að ráðist verði í til að fyrirbyggja hryðjuverk hér á landi. Þetta finnst mér mjög, mjög alvarlegt háttvirtur þíngmaður Guðlaugur Þór Þórðarson. Hérna er lögreglan enn og aftur að reyna að skapa ótta. Rétt eins og í kring um Vítisenga. Hvar eru þeir núna og ógnin í kring um þá,“ spurði Birgitta Jónsdóttir. Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata gerir alvarlegar athugasemdir við skýrslu Ríkislögreglustjóra um hryðjuverkaógn á Íslandi. Af skýrslunni megi draga þá ályktun að lögreglan telji nauðsynlegt að njósna um Íslendinga eins og hana sjálfa fyrir að aðhyllast tilteknar skoðanir. Skýrsla Ríkislögreglustjóra um meinta hryðjuverkaógn á Íslandi varð opinber á föstudag í síðustu viku. Þar var m.a. fullyrt að til væri einstaklingar á Íslandi sem hefðu bæði vilja og getu til að fremja hryðjuverk á Íslandi og því þyrfti lögregla forvirkar heimildir til að fylgjast með þeim. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi skýrsluna á Alþingi í morgun og sagði að ótrúlega lítil umræða hefði farið fram um hana þá sólarhringa sem hún hefur verið opinber. Kvatti þingmaðurinn fólk til að lesa viðtal við Helga Gunnlaugsson afbrotafræðing í Morgunblaðinu í dag. „En hann fer á mjög yfirvegaðan og málefnalegan hátt yfir þessi mál og bendir á hið augljósa að það er fullkominn barnaskapur að halda því fram að við getum ekki lent í því sama eins og þær þjóðir sem við berum okkur saman við og eru okkar næstu nágrannar. Við þekkjum það út frá hinum hörmulegu atburðum í Útey og þeim atburðum sem við sáum fyrir nokkrum vikum í Danmörku að því miður getur þetta gerst,“ sagði Guðlaugur Þór Vísaði Guðlaugur Þór til þess að Hæstiréttur hefði nýverið hafnað gæsluvarðhaldsbeiðni vegna tveggja hælisleitenda þar sem annar hefði hótað að fremja voðaverk yrði honum vísað úr landi. Íslendingar yrðu að horfa til reynslu Norðurlandanna. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sagði að henni væri verulega brugðið við skýrsluna, sérstaklega vegna þeirra hópa sem skilgreindir væru vegna áhrifa af róttækni í skýrslunni og sagt að sérstök úrræði þyrfti fyrir. „Það eru semsagt anarkistar, islamistar, róttækir hægri- og vinstrimenn sem eru mögulegir ógnvaldar ríkisins. Ég tek þessu mjög alvarlega háttvirtur þingmaður. Ríkislögreglustjóri leggur semsagt til að sköpuð verði sérstök félagsleg úrræði fyrir aðila eins og t.d. mig sem er anarkisti. Fyrir einstaklinga sem verða fyrir áhrifum róttækni í landinu,“ sagði Birgitta á Alþingi í morgun. Í skýrslunni sé talað um þörf á að mynda samráðsvettvang lögreglu, félagsþjónustu og heilbrigðisyfirvalda til að miðla upplýsingum um þessa einstaklinga. „Sem kunna að ógna öryggi almennings, sem eru þá anarkistarnir og róttækir hægri- og vinstrimenn, auk þess sem lögreglan faí forvirkar rannsóknarheimildir til að njósna um okkur. Þetta eru þær aðgerðir sem embættið leggur til að ráðist verði í til að fyrirbyggja hryðjuverk hér á landi. Þetta finnst mér mjög, mjög alvarlegt háttvirtur þíngmaður Guðlaugur Þór Þórðarson. Hérna er lögreglan enn og aftur að reyna að skapa ótta. Rétt eins og í kring um Vítisenga. Hvar eru þeir núna og ógnin í kring um þá,“ spurði Birgitta Jónsdóttir.
Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent