Erlent

Breivik rekur lögmann sinn

Atli Ísleifsson skrifar
Breivik banaði 77 manns í árásum sínum í miðborg Óslóar og Útey þann 22. júlí árið 2011.
Breivik banaði 77 manns í árásum sínum í miðborg Óslóar og Útey þann 22. júlí árið 2011. Vísir/AFP
Norski hryðjuverkamaðurinn og fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hefur rekið lögmann sinn og ráðið til sín nýjan.

Verjandinn Geir Lippestad hafði starfað fyrir Breivik allt frá árinu 2011 þegar Breivik banaði 77 manns í árásum sínum í miðborg Óslóar og Útey þann 22. júlí sama ár.

Øystein Storrvik er nýr verjandi Breivik. Í samtali við Verdens Gang segir Storrvik það reynslu sína að þeir sem hljóti langa fangelsisdóma séu þeir sem einna helst hafi þörf fyrir lagalega aðstoð.

Breivik hlaut 21 árs dóm fyrir árásir sínar sem er lengsti dómur sem hefur verið kveðinn upp í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×