Ferðamenn eyddu tveimur milljörðum í skoðunarferðir ingvar haraldsson skrifar 26. febrúar 2015 11:18 Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hér á landi var alls 7,2 milljarðar króna í janúar sem er 32,5 prósent hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. vísir/stefán Erlendir ferðamenn greiddu 2 milljarða króna fyrir skipulagðar skoðunarferðir með greiðslukortum hér á landi í janúar. Kortaveltan í þessum geira jókst um 71 prósent frá janúar í fyrra. Þetta kemur fram í gögnum sem Rannsóknarsetri verslunarinnar.Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hér á landi var alls 7,2 milljarðar króna í janúar sem er 32,5 prósent hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Kortavelta bílaleiga jókst um 50 prósent milli ára og yfir þriðjungsaukning var í veltu hótela- og gistihúsa. Þá naut menningarstarfsemi, eins og söfn og viðburðir, góðs af aukinzni kortaveltu útlendinga þar sem aukningin nam næstum 30 prósent frá janúar í fyrra. Þá jókst erlend kortavelta í verslunum um næstum 20 prósent frá janúar í fyrra. Stærstur hluti erlendrar kortaveltu í verslunum var í tollfrjálsri verslun eða sem nam 130 milljónum og jókst um fjórðung frá því í fyrra.Litlar breytingar í vetrarferðamennsku Íslendinga Ekki varð sambærileg aukning í kortaveltu íslenskra ferðamanna samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetrinu. Mældir eru þrír útgjaldaliðir íslenskrar kortaveltu, þ.e. vegna gistinga, flugferða og ýmissar ferðaþjónustu eins og skoðunarferða. Heildarveltuaukningin í janúar í þessum útgjaldaflokkum á milli ára er alls 5,3 prósent. Ef borin er saman velta íslenskra ferðamanna og erlendra á gistihúsum í janúar síðastliðnum kemur í ljós að innlend kortavelta í þessum flokki er aðeins um 9 prósent af erlendu veltunni.Ferðamenn frá Noregi greiða hæstu meðalupphæðina með greiðslukortum.vísir/rannsóknarsetur verslunarinnarFerðamenn frá Noregi og Sviss eyða mestuFerðamenn frá Noregi keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum eða 217 þúsund krónur. Hluti kortaeigenda gæti þó verið Íslendingar sem eru búsettir í Noregi og noti þarlend greiðslukort. Svisslendingar greiða næst mest með greiðslukortum eða 211 þúsund krónur að meðaltali.Meðalvelta erlendra ferðamanna var 115 þúsund krónur í janúar og dróst saman um 1,5 prósent milli ára. Greiðslukortavelta á hvern erlendan ferðamann hefur dregist saman um 10,8 prósent frá janúar 2013. Aukin útgjöld gegnum erlendar bókunarsíður eða styttri dvöl hér á landi gæti skýrt breytingarnar að mati Rannsóknarsetursins. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Erlendir ferðamenn greiddu 2 milljarða króna fyrir skipulagðar skoðunarferðir með greiðslukortum hér á landi í janúar. Kortaveltan í þessum geira jókst um 71 prósent frá janúar í fyrra. Þetta kemur fram í gögnum sem Rannsóknarsetri verslunarinnar.Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hér á landi var alls 7,2 milljarðar króna í janúar sem er 32,5 prósent hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Kortavelta bílaleiga jókst um 50 prósent milli ára og yfir þriðjungsaukning var í veltu hótela- og gistihúsa. Þá naut menningarstarfsemi, eins og söfn og viðburðir, góðs af aukinzni kortaveltu útlendinga þar sem aukningin nam næstum 30 prósent frá janúar í fyrra. Þá jókst erlend kortavelta í verslunum um næstum 20 prósent frá janúar í fyrra. Stærstur hluti erlendrar kortaveltu í verslunum var í tollfrjálsri verslun eða sem nam 130 milljónum og jókst um fjórðung frá því í fyrra.Litlar breytingar í vetrarferðamennsku Íslendinga Ekki varð sambærileg aukning í kortaveltu íslenskra ferðamanna samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetrinu. Mældir eru þrír útgjaldaliðir íslenskrar kortaveltu, þ.e. vegna gistinga, flugferða og ýmissar ferðaþjónustu eins og skoðunarferða. Heildarveltuaukningin í janúar í þessum útgjaldaflokkum á milli ára er alls 5,3 prósent. Ef borin er saman velta íslenskra ferðamanna og erlendra á gistihúsum í janúar síðastliðnum kemur í ljós að innlend kortavelta í þessum flokki er aðeins um 9 prósent af erlendu veltunni.Ferðamenn frá Noregi greiða hæstu meðalupphæðina með greiðslukortum.vísir/rannsóknarsetur verslunarinnarFerðamenn frá Noregi og Sviss eyða mestuFerðamenn frá Noregi keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum eða 217 þúsund krónur. Hluti kortaeigenda gæti þó verið Íslendingar sem eru búsettir í Noregi og noti þarlend greiðslukort. Svisslendingar greiða næst mest með greiðslukortum eða 211 þúsund krónur að meðaltali.Meðalvelta erlendra ferðamanna var 115 þúsund krónur í janúar og dróst saman um 1,5 prósent milli ára. Greiðslukortavelta á hvern erlendan ferðamann hefur dregist saman um 10,8 prósent frá janúar 2013. Aukin útgjöld gegnum erlendar bókunarsíður eða styttri dvöl hér á landi gæti skýrt breytingarnar að mati Rannsóknarsetursins.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira