Kirkjur vilja halda í guðlastsákvæði í hegningarlögum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. febrúar 2015 10:55 Helgi Hrafn vill afnema ákvæði um guðlast í hegningarlögum. Vísir/Getty Images/GVA Prestur Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík, Kristinn Ásgrímsson, segir að hræsni gæti í flutningi tillögu Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata um afnám við ákvæði hegningarlaga um guðlast. Segir hann að fyrst afnema eigi refsingu við guðlasti eigi líka að afnema refsingu við því að opinberlega hæðast að, rógbera, smána eða ógna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar.Kristinn Ásgrímsson, prestur Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík.„Ef við ætlum að hafa lög sem vernda tjáningarfrelsi, verða allir að sitja við sama borð. Ef ekki má mæla gegn, „guði tíðarandans" og það er refsivert, af hverju þá að afnema lög sem hefta fólk í að lastmæla Guði skaparanum, almennu velsæmi og koma fram af virðingu,“ skrifar Kristinn í umsögn um frumvarpið.Tekur dæmi af Snorra og ÁsmundiTekur hann sem dæmi málaferli Akureyrarbæjar gegn Snorra Óskarssyni, kennara sem kenndur er við Betel. „Skoðun Akureyrarbæjar er að kennarinn hafi viðhaft meiðandi ummæli, eða að mínu mati guðlast, hins vegar ekki gegn Guði himinsins , heldur svokölluðum guði tíðarandans,“ segir hann.Snorri Óskarsson, kennari kenndur við Betel.Vísir/AuðunnÞá talar hann einnig um gagnrýni sem Ásmundur Friðriksson þingmaður sætti eftir að hann tjáði sig um bakgrunnsskoðun á múslímum. „Undirritaður þurfti að sæta slíkri bakgrunnsskoðun, (vegna stafs síns) þrátt fyrir að vera kristinn. Eiga lög að mismuna á grundvelli trúarskoðana?“ skrifar Kristinn. Í umsögninni segir hann að málefnaleg rök um íslam eða samkynhneigð séu yfirleitt flokkuð sem rasismi eða hatursumræða.Lögleiða hatursorðræðuHelgi Guðnason sendi inn umsögn fyrir hönd Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu þar sem hann mótmælir breytingunni. „Með því að afnema núgildandi lög um guðlast er verið að lögleiða hatursorðræðu. Lögin banna ekki frjálsa tjáningu skoðana, þau banna ekki gagnrýni á trúarbrögð, þau banna skrumskælingu, háð og fordómahvetjandi tjáningu,“ skrifar hann í umsögn kirkjunnar. Kirkjan leggur til að nafni laganna verði breytt eða að lögin verði felld inn í lög gegn hatursorðræðu. Kaþólska kirkjan er á móti frumvarpinu.Vísir/EinarKaþólska kirkjan leggst einnig gegn breytingunum í umsögn, sem send er fyrir hönd kirkjunnar og Péturs Bürcher Reykjavíkurbiskups. „Verði 125. gr. almennra hegningarlaga afnumin þá er í raun verið að opna á að beita megi safnaðarmeðlimi trúfélags opinberri smán þeim til háðs og minnkunar,“ segir í umsögninni. Hefðu ekki átt að birta teikningarnarÓlafur Eggertsson, formaður Berunessóknar, segir í umsögn sóknarinnar einfaldlega: „Er alfarið á móti efni frumvarpsins.“ Í greinargerð með umsögninni segir hann að mannlegt samfélag muni alltaf þurfa einhvern lagaramma sem veitir aðhald og leiðbeinir um samskipti, framkomu og margs konar grundvallarreglur, við það höfum við, sem og aðrar siðmenntaðar þjóðir búið, svo í samskiptum sem öðru. Í greinargerð frumvarpsins er meðal annars minnst á árásir hryðjuverkamanna á ritstjórnarskrifstofu satírublaðsins Charlie Hebdo í París. Ólafur virðist ekki sammála því að árásin séu rök fyrir breytingum á guðlastsákvæðinu. „Jótlandspósturinn og Charle Hebdo hefðu átt að hugsa sig tvisvar um áður en móðgandi umfjöllun þeirra um Múhameðstrú var birt,“ skrifar hann.Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Vísir/GVABiskupinn styður frumvarpiðÞjóðkirkjan styður þó breytingarnar. Í umsögn sem Agnes M. Sigurðardóttir biskup sendi inn kemur fram að á kirkjuþingi í janúar 2015 hafi verið ályktað um stuðning við breytingarnar. „Biskup Íslands telur að lagaheimildir sem setja tjáningarfrelsinu skorður með þessum hætti standist ekki nútíma viðhorf til mannréttinda og að tjáningarfrelsið sé einn af mikilvægustu hornsteinum lýðræðis og frelsis,“ segir hún. Ríkissaksóknari hefur einnig skilað inn umsögn þar sem lýst er yfir stuðningi við breytingarnar sem og Vantrú og Siðmennt, skráð lífskoðunarfélags. Alþingi Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Prestur Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík, Kristinn Ásgrímsson, segir að hræsni gæti í flutningi tillögu Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata um afnám við ákvæði hegningarlaga um guðlast. Segir hann að fyrst afnema eigi refsingu við guðlasti eigi líka að afnema refsingu við því að opinberlega hæðast að, rógbera, smána eða ógna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar.Kristinn Ásgrímsson, prestur Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík.„Ef við ætlum að hafa lög sem vernda tjáningarfrelsi, verða allir að sitja við sama borð. Ef ekki má mæla gegn, „guði tíðarandans" og það er refsivert, af hverju þá að afnema lög sem hefta fólk í að lastmæla Guði skaparanum, almennu velsæmi og koma fram af virðingu,“ skrifar Kristinn í umsögn um frumvarpið.Tekur dæmi af Snorra og ÁsmundiTekur hann sem dæmi málaferli Akureyrarbæjar gegn Snorra Óskarssyni, kennara sem kenndur er við Betel. „Skoðun Akureyrarbæjar er að kennarinn hafi viðhaft meiðandi ummæli, eða að mínu mati guðlast, hins vegar ekki gegn Guði himinsins , heldur svokölluðum guði tíðarandans,“ segir hann.Snorri Óskarsson, kennari kenndur við Betel.Vísir/AuðunnÞá talar hann einnig um gagnrýni sem Ásmundur Friðriksson þingmaður sætti eftir að hann tjáði sig um bakgrunnsskoðun á múslímum. „Undirritaður þurfti að sæta slíkri bakgrunnsskoðun, (vegna stafs síns) þrátt fyrir að vera kristinn. Eiga lög að mismuna á grundvelli trúarskoðana?“ skrifar Kristinn. Í umsögninni segir hann að málefnaleg rök um íslam eða samkynhneigð séu yfirleitt flokkuð sem rasismi eða hatursumræða.Lögleiða hatursorðræðuHelgi Guðnason sendi inn umsögn fyrir hönd Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu þar sem hann mótmælir breytingunni. „Með því að afnema núgildandi lög um guðlast er verið að lögleiða hatursorðræðu. Lögin banna ekki frjálsa tjáningu skoðana, þau banna ekki gagnrýni á trúarbrögð, þau banna skrumskælingu, háð og fordómahvetjandi tjáningu,“ skrifar hann í umsögn kirkjunnar. Kirkjan leggur til að nafni laganna verði breytt eða að lögin verði felld inn í lög gegn hatursorðræðu. Kaþólska kirkjan er á móti frumvarpinu.Vísir/EinarKaþólska kirkjan leggst einnig gegn breytingunum í umsögn, sem send er fyrir hönd kirkjunnar og Péturs Bürcher Reykjavíkurbiskups. „Verði 125. gr. almennra hegningarlaga afnumin þá er í raun verið að opna á að beita megi safnaðarmeðlimi trúfélags opinberri smán þeim til háðs og minnkunar,“ segir í umsögninni. Hefðu ekki átt að birta teikningarnarÓlafur Eggertsson, formaður Berunessóknar, segir í umsögn sóknarinnar einfaldlega: „Er alfarið á móti efni frumvarpsins.“ Í greinargerð með umsögninni segir hann að mannlegt samfélag muni alltaf þurfa einhvern lagaramma sem veitir aðhald og leiðbeinir um samskipti, framkomu og margs konar grundvallarreglur, við það höfum við, sem og aðrar siðmenntaðar þjóðir búið, svo í samskiptum sem öðru. Í greinargerð frumvarpsins er meðal annars minnst á árásir hryðjuverkamanna á ritstjórnarskrifstofu satírublaðsins Charlie Hebdo í París. Ólafur virðist ekki sammála því að árásin séu rök fyrir breytingum á guðlastsákvæðinu. „Jótlandspósturinn og Charle Hebdo hefðu átt að hugsa sig tvisvar um áður en móðgandi umfjöllun þeirra um Múhameðstrú var birt,“ skrifar hann.Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Vísir/GVABiskupinn styður frumvarpiðÞjóðkirkjan styður þó breytingarnar. Í umsögn sem Agnes M. Sigurðardóttir biskup sendi inn kemur fram að á kirkjuþingi í janúar 2015 hafi verið ályktað um stuðning við breytingarnar. „Biskup Íslands telur að lagaheimildir sem setja tjáningarfrelsinu skorður með þessum hætti standist ekki nútíma viðhorf til mannréttinda og að tjáningarfrelsið sé einn af mikilvægustu hornsteinum lýðræðis og frelsis,“ segir hún. Ríkissaksóknari hefur einnig skilað inn umsögn þar sem lýst er yfir stuðningi við breytingarnar sem og Vantrú og Siðmennt, skráð lífskoðunarfélags.
Alþingi Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent