Rickie Fowler sigraði í Boston eftir harða baráttu við Henrik Stenson 7. september 2015 22:53 Rickie Fowler hefur átt frábært tímabil í ár. Getty Það voru þeir Henrik Stenson og Rickie Fowler sem börðust um sigurinn á lokahringnum á Deutsche Bank meistaramótinu sem kláraðist í kvöld en sá síðarnefndi hafði sigur eftir æsispennandi lokaholur. Fyrir hringinn leiddi Stenson með einu höggi á Fowler en hann hélt því forskoti þangað til á 16. holu á hringnum í kvöld þegar að Stenson sló upphafshögg sitt ofan í vatnstorfæru og fékk í kjölfarið tvöfaldan skolla. Fowler tók þá forystuna og fékk síðan par á síðustu tvær holurnar til þess að sigra en þetta er annar sigur þessa vinsæla kylfings á árinu eftir að hafa borið sigur úr býtum á Players meistaramótinu í vor. Hann lék hringina fjóra á TPC Boston vellinum á samtals 15 höggum undir pari, einu betur en Stenson á 14 undir og fjórum á undan Charley Hoffman sem endaði í þriðja sæti á 11 undir pari. Fyrir sigurinn fékk Fowler rúmlega 180 milljónir króna í verðlaunafé ásamt því að hann skaust upp í þriðja sæti stigalista FedEx-úrslitakeppninar þegar aðeins tvö mót eru eftir. Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það voru þeir Henrik Stenson og Rickie Fowler sem börðust um sigurinn á lokahringnum á Deutsche Bank meistaramótinu sem kláraðist í kvöld en sá síðarnefndi hafði sigur eftir æsispennandi lokaholur. Fyrir hringinn leiddi Stenson með einu höggi á Fowler en hann hélt því forskoti þangað til á 16. holu á hringnum í kvöld þegar að Stenson sló upphafshögg sitt ofan í vatnstorfæru og fékk í kjölfarið tvöfaldan skolla. Fowler tók þá forystuna og fékk síðan par á síðustu tvær holurnar til þess að sigra en þetta er annar sigur þessa vinsæla kylfings á árinu eftir að hafa borið sigur úr býtum á Players meistaramótinu í vor. Hann lék hringina fjóra á TPC Boston vellinum á samtals 15 höggum undir pari, einu betur en Stenson á 14 undir og fjórum á undan Charley Hoffman sem endaði í þriðja sæti á 11 undir pari. Fyrir sigurinn fékk Fowler rúmlega 180 milljónir króna í verðlaunafé ásamt því að hann skaust upp í þriðja sæti stigalista FedEx-úrslitakeppninar þegar aðeins tvö mót eru eftir.
Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira