„Ég held að mörgum myndi finnast það erfitt að kyngja ef Íslendingar yrðu að spila heimaleiki erlendis“ Birgir Olgeirsson skrifar 7. september 2015 20:09 Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir Í kjölfar árangurs íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur komið upp hávær krafa um byggingu nýs þjóðarleikvangs sem myndi taka rúmlega 20 þúsund manns í sæti og væri hægt að leika á honum allan ársins hring. Formaður Knattspyrnusambands Íslands, Geir Þorsteinsson, viðraði þessa skoðun á sunnudag og hafa ráðamenn þjóðarinnar tekið jákvætt í hana. Vísir náði tali af Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra, í kvöld og ræddi við hann um þessar hugmyndir en íþróttamál heyra undir hans ráðuneyti. Hann segist ætla að kalla eftir því að hann, fjármálaráðherra og forystusveit Knattspyrnusambands Íslands setjist niður og ræði hvað sé mögulegt í þeim efnum. „Ég hef sagt það að það sem þarf að líta til er til dæmis sú staðreynd að það er nokkuð langt síðan Laugardalsvöllur var byggður og þjóðinni hefur fjölgað talsvert frá því sá völlur leit dagsins ljós og við sjáum það að þegar landsliðið er að spila í dag og vel gengur er uppselt á leikina á nokkrum mínútum. Þannig að það eru augljóslega miklu fleiri sem vilja koma en fá tækifæri til þess. Þannig að það þarf að huga að því.“ Hann segir forsvarsmenn KSÍ einnig hafa tjáð sér að fram undan eru breytingar á mótafyrirkomulaginu hjá landsliðunum í knattspyrnu frá og með árinu 2018 sem gerir það að verkum að það verða fleiri leikir sem lenda á þeim tíma þar sem er erfitt að leika knattspyrnu á Íslandi við núverandi aðstæður. „Ég tel að það séu slík sjónarmið sem þarf að taka afstöðu til hvort hægt sé að gera breytingar á Laugardalsvellinum þannig að við getum nýtt hann betur yfir árið, hverjir kæmu að slíku, ríki, borg, KSÍ, einkaaðilar og aðrir,“ segir Illugi sem mun kalla eftir samráðsfundi til að fá upplýsingar um hvaða þýðingu þetta breytta leikjafyrirkomulag mun hafa fyrir Íslendinga. „Ég held að mörgum myndi finnast það erfitt að kyngja ef Íslendingar yrðu að spila heimaleiki erlendis.“ Tengdar fréttir Formaður KSÍ: Kominn tími á að byggja menningarhús þjóðarinnar Vígreifur Geir Þorsteinsson kallar eftir skilningi stjórnvalda svo að reisa megi nýjan, stærri þjóðarleikvang. Laugardalsvöllur sé löngu sprunginn 6. september 2015 23:01 KSÍ fær 1,7 milljarða króna frá UEFA vegna þátttöku Íslands á EM Verðlaunafé hækkar mikið á milli móta og getur KSÍ fengið enn meiri pening geri strákarnir góða hluti á EM. 7. september 2015 10:30 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Herða reglur til að „kæla aðeins niður hitann“ í Rauða þræðinum Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Sjá meira
Í kjölfar árangurs íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur komið upp hávær krafa um byggingu nýs þjóðarleikvangs sem myndi taka rúmlega 20 þúsund manns í sæti og væri hægt að leika á honum allan ársins hring. Formaður Knattspyrnusambands Íslands, Geir Þorsteinsson, viðraði þessa skoðun á sunnudag og hafa ráðamenn þjóðarinnar tekið jákvætt í hana. Vísir náði tali af Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra, í kvöld og ræddi við hann um þessar hugmyndir en íþróttamál heyra undir hans ráðuneyti. Hann segist ætla að kalla eftir því að hann, fjármálaráðherra og forystusveit Knattspyrnusambands Íslands setjist niður og ræði hvað sé mögulegt í þeim efnum. „Ég hef sagt það að það sem þarf að líta til er til dæmis sú staðreynd að það er nokkuð langt síðan Laugardalsvöllur var byggður og þjóðinni hefur fjölgað talsvert frá því sá völlur leit dagsins ljós og við sjáum það að þegar landsliðið er að spila í dag og vel gengur er uppselt á leikina á nokkrum mínútum. Þannig að það eru augljóslega miklu fleiri sem vilja koma en fá tækifæri til þess. Þannig að það þarf að huga að því.“ Hann segir forsvarsmenn KSÍ einnig hafa tjáð sér að fram undan eru breytingar á mótafyrirkomulaginu hjá landsliðunum í knattspyrnu frá og með árinu 2018 sem gerir það að verkum að það verða fleiri leikir sem lenda á þeim tíma þar sem er erfitt að leika knattspyrnu á Íslandi við núverandi aðstæður. „Ég tel að það séu slík sjónarmið sem þarf að taka afstöðu til hvort hægt sé að gera breytingar á Laugardalsvellinum þannig að við getum nýtt hann betur yfir árið, hverjir kæmu að slíku, ríki, borg, KSÍ, einkaaðilar og aðrir,“ segir Illugi sem mun kalla eftir samráðsfundi til að fá upplýsingar um hvaða þýðingu þetta breytta leikjafyrirkomulag mun hafa fyrir Íslendinga. „Ég held að mörgum myndi finnast það erfitt að kyngja ef Íslendingar yrðu að spila heimaleiki erlendis.“
Tengdar fréttir Formaður KSÍ: Kominn tími á að byggja menningarhús þjóðarinnar Vígreifur Geir Þorsteinsson kallar eftir skilningi stjórnvalda svo að reisa megi nýjan, stærri þjóðarleikvang. Laugardalsvöllur sé löngu sprunginn 6. september 2015 23:01 KSÍ fær 1,7 milljarða króna frá UEFA vegna þátttöku Íslands á EM Verðlaunafé hækkar mikið á milli móta og getur KSÍ fengið enn meiri pening geri strákarnir góða hluti á EM. 7. september 2015 10:30 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Herða reglur til að „kæla aðeins niður hitann“ í Rauða þræðinum Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Sjá meira
Formaður KSÍ: Kominn tími á að byggja menningarhús þjóðarinnar Vígreifur Geir Þorsteinsson kallar eftir skilningi stjórnvalda svo að reisa megi nýjan, stærri þjóðarleikvang. Laugardalsvöllur sé löngu sprunginn 6. september 2015 23:01
KSÍ fær 1,7 milljarða króna frá UEFA vegna þátttöku Íslands á EM Verðlaunafé hækkar mikið á milli móta og getur KSÍ fengið enn meiri pening geri strákarnir góða hluti á EM. 7. september 2015 10:30