Viðskipti innlent

Jón Karl ráðinn framkvæmdastjóri innanlandsflugvallasviðs Isavia

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Karl Ólafsson.
Jón Karl Ólafsson.
Jón Karl Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri innanlandsflugvallasviðs hjá Isavia. Í starfinu felst yfirumsjón með rekstri og þróun innanlandsflugvallakerfisins á Íslandi sem samanstendur af tólf áætlunarflugvöllum og á fjórða tug annarra flugvalla og lendingarstaða.

Í tilkynningu frá Isavia segir að Jón Karl hafi víðtæka reynslu af flugmálum, ferðaþjónustu og stjórnun fyrirtækja. „Hann hefur unnið á sviði viðskipta, sölu- og markaðsmála auk þess sem hann hefur gegnt starfi forstjóra bæði hjá Icelandair og Primera Air. Jón Karl hefur störf hjá Isavia hinn 1. október næstkomandi.“

Jón Karl Ólafsson segir að innanlandsflugvellir séu gríðarlega mikilvægir innviðir fyrir ferðaþjónustuna og nauðsynlegt almannasamgöngukerfi sem tengi landið saman. „Ég þekki það af mínum fyrri störfum bæði í flugi og ferðaþjónustu að í innanlandsflugvallakerfinu liggja mikil tækifæri sem við getum nýtt enn betur. Það er því sannarlega spennandi og ögrandi starf framundan.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×