Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. september 2015 13:06 Hreiðar Már Sigurðsson mætir í héraðsdóm í dag. vísir/gva Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og Hreiðar í fylgd fangavarða dómsal enda situr hann inni á Kvíabryggju fyrir aðils sína að Al Thani-málinu. Hreiðari er gefið að sök að hafa dregið sér fé og að hafa farið út fyrir umboð sitt í viðskiptum Kaupþings og Marple er hann beitti sér fyrir átta milljarða króna láni til félagsins. Áður en sérstakur saksóknari hóf skýrslutöku yfir Hreiðari las hann sjálfur upp yfirlýsingu. Hann hóf hana á því að setja út á það að þeirri meginreglu um að ef sækja á mann til saka fyrir fleiri en eitt brot skuli það gert í einu máli. Á tíma stó rekstur fjögurra mála yfir samtímis á hendur Hreiðari. „Í upphafi minntist ég á hverstu röng málsmeðferð það er að saksóknara sé ekki gert að fara að lögum og ákæra öll mál sem lúta sömu rannsókn á sama tíma. Ein birtingarmynd þessa fáránleika er sú að nú er mér gert að sitja fyrir framan sama dómara og dæmdi mig í Al-Thani málinu, Símon Sigvaldason. Dómara sem dæmdi orð mín ómarktæk og telur augljóslega að ég hafi logið fyrir rétti,“ sagði Hreiðar Már meðal annars í inngangsorðum sínum.Tveir dómenda áttu syni sem störfuðu fyrir Kaupþing Einnig benti hann á að í kjölfar þess að dómur féll í Al-Thani málinu kom í ljós að sonur Árna Kolbeinssonar, eins dómaranna sem dæmdi Hreiðar Má í Hæstarétti, hefði verið með starfssamning við Kaupþing á meðan málið var tekið fyrir. Hreiðar segir að sér hafi verið kunnugt um það að Kolbeinn, sonur Árna, hafi starfað hjá Kaupþingi en ekki vitað að hann væri með samning um Kaupþing um frekari störf eftir að hann hætti sem yfirmaður lögfræðisviðs bankans. Hann segir að fleiri atriði hafi komið í ljós sem honum var ekki kunnugt um. „Er Kolbeinn lét af störfum sem yfirmaður lögfræðisviðs Kaupþings, sama Kaupþings og hafði höfðað margra milljarða skaðabótamál á hendur mér í kjölfar dóms Hæstaréttar, tók Þórarinn Þorgeirsson við starfi hans. Þorgeir faðir Þórarins er Örlygsson og sat einnig í dómi Hæstaréttar í Al-Thani málinu,“ sagði Hreiðar en hann telur að með því hafi verið brotið gegn rétti sínum til réttlátrar málsmeðferðar.Frá aðalmeðferðinni í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.vísir/gva„Af hverju var skrifstofan mín aldrei skoðuð?“ Að inngangsorðum Hreiðars loknum hófst skýrslutaka ákæruvaldsins yfir honum. Var hann fyrst spurður að því hvort hann kannaðist við að hafa gert samning um þriggja milljarða millifærslu af reikningi Kaupþings á Íslandi til dótturfélags bankans í Lúxembúrg og hann gerði það. Í yfirheyrslum árið 2011 kannaðist hann hins vegar ekki við slíkan samning. „Ég kom að fullt af samningum á þessum árum fyrir hrun sem ég man lítið eftir sé ég spurður út í þá á hundavaði. Séu gögn og upplýsingar um hann hins vegar sett fyrir framan mig þá rifjast þeir upp. Þannig virkar minnið einfaldlega,“ sagði Hreiðar. Upphæðina sagði hann ekki hafa verið stóra í rekstri Kaupþings. Umræddur samningur hefur aldrei fundist og hefur talsvert verið spurt út í hann og hvort verklagsreglum innan bankans hafi verið fylgt. Tilvísanir tengdar honum fundust hins vegar við húsleit hjá Kaupþingi í Lúxembúrg. „Þessar reglur giltu fyrir starfsmenn í afliðudeild,“ sagði Hreiðar og segir að það hafi komið fyrir að hann hafi átt viðskipti fyrir hönd bankans án þess að starfsmenn deildarinnar hafi vitað af þeim. Það hafi hann gert þegar miklir hagsmunir voru að veði. Samningana hafi hann geymt í læstri hirslu á skrifstofu sinni. „Ég skil ekki hví það var aldrei leitað þar. Þá hefðum við samninginn nákvæmlega og værum ekki að eiga þessar samræður.“Glórulaust að stela frá banka til að gjaldþrota fyrirtæki hagnist „Í þessu tilviki tengdu Marple var samningurinn gerður til að verja Kaupþing og ég þurfti ekki að verja hann sérstaklega,“ sagði Hreiðar og hækkaði róminn. „Hvaða tilgang gat ég haf annan en að bæta stöðu Kaupþings? Af hverju ætti ég að stela frá banka sem ég stýri, starfa hjá og er einn stærsti eigandi og láta einhvern þriðja aðila hagnast á því? Hvar er lógíkin bak við það? Þú getur ekki sakað fólk um þjófnað og að það sé engin ástæða þar að baki.“ Aðspurður svaraði Hreiðar því að hagsmunir Marple og Kaupþings hafi verið samtengdir. Það hafi þjónað hagsmunum Kaupþings að staða Marple væri sem best. Planið hafi verið að draga úr áhættu á rekstri Marple til að auka líkurnar á því að fyrirtækið gæti staðið í skilum við Kaupþing. „Kaupþing átti meiri gjaldreyi en það skuldaði og þarna lá enginn illur hugu að baki. Það fer enginn að stela úr banka til að gjaldþrota fyrirtæki muni hagnast. Það sem vakti fyrir okkur var að draga úr áhættu Marple með að gera þennan framvirka samning með gjaldeyrinn sem við gerðum þá.“ Skýrslutökur yfir Hreiðari halda áfram klukkan eitt. Búist er við því að aðalmeðferð í málinu teygi sig yfir í næstu viku. Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin í Marple-málinu Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. 7. september 2015 09:09 Marple-málið: Guðný, Hreiðar Már, Magnús og Skúli neituðu öll sök Ákærðu eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði þau fundin sek fyrir fjárdrátt og yfirhylmingu. 9. september 2014 15:30 Skúli fær milljarða sína ekki afhenta Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði beiðni um afléttingu kyrrsetningar eigna. 20. mars 2015 13:13 Ákærðu í Marple-máli gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi Sú háttsemi sem fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og Kaupþings í Lúxemborg er gefið að sök í nýrri ákæru vegna fjárdráttar, miðaði að því að færa um 8 milljarða króna úr sjóðum Kaupþings til félagsins Marple í eigu Skúla Þorvaldssonar án þess að lögmætar viðskiptalegar ástæður lægju þar að baki. 4. júlí 2014 18:50 Fara mest í níu ár í fangelsi Nokkur dómsmál bíða Kaupþingstoppanna sem dæmdir voru í Al Thani-málinu í liðinni viku. 16. febrúar 2015 13:50 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og Hreiðar í fylgd fangavarða dómsal enda situr hann inni á Kvíabryggju fyrir aðils sína að Al Thani-málinu. Hreiðari er gefið að sök að hafa dregið sér fé og að hafa farið út fyrir umboð sitt í viðskiptum Kaupþings og Marple er hann beitti sér fyrir átta milljarða króna láni til félagsins. Áður en sérstakur saksóknari hóf skýrslutöku yfir Hreiðari las hann sjálfur upp yfirlýsingu. Hann hóf hana á því að setja út á það að þeirri meginreglu um að ef sækja á mann til saka fyrir fleiri en eitt brot skuli það gert í einu máli. Á tíma stó rekstur fjögurra mála yfir samtímis á hendur Hreiðari. „Í upphafi minntist ég á hverstu röng málsmeðferð það er að saksóknara sé ekki gert að fara að lögum og ákæra öll mál sem lúta sömu rannsókn á sama tíma. Ein birtingarmynd þessa fáránleika er sú að nú er mér gert að sitja fyrir framan sama dómara og dæmdi mig í Al-Thani málinu, Símon Sigvaldason. Dómara sem dæmdi orð mín ómarktæk og telur augljóslega að ég hafi logið fyrir rétti,“ sagði Hreiðar Már meðal annars í inngangsorðum sínum.Tveir dómenda áttu syni sem störfuðu fyrir Kaupþing Einnig benti hann á að í kjölfar þess að dómur féll í Al-Thani málinu kom í ljós að sonur Árna Kolbeinssonar, eins dómaranna sem dæmdi Hreiðar Má í Hæstarétti, hefði verið með starfssamning við Kaupþing á meðan málið var tekið fyrir. Hreiðar segir að sér hafi verið kunnugt um það að Kolbeinn, sonur Árna, hafi starfað hjá Kaupþingi en ekki vitað að hann væri með samning um Kaupþing um frekari störf eftir að hann hætti sem yfirmaður lögfræðisviðs bankans. Hann segir að fleiri atriði hafi komið í ljós sem honum var ekki kunnugt um. „Er Kolbeinn lét af störfum sem yfirmaður lögfræðisviðs Kaupþings, sama Kaupþings og hafði höfðað margra milljarða skaðabótamál á hendur mér í kjölfar dóms Hæstaréttar, tók Þórarinn Þorgeirsson við starfi hans. Þorgeir faðir Þórarins er Örlygsson og sat einnig í dómi Hæstaréttar í Al-Thani málinu,“ sagði Hreiðar en hann telur að með því hafi verið brotið gegn rétti sínum til réttlátrar málsmeðferðar.Frá aðalmeðferðinni í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.vísir/gva„Af hverju var skrifstofan mín aldrei skoðuð?“ Að inngangsorðum Hreiðars loknum hófst skýrslutaka ákæruvaldsins yfir honum. Var hann fyrst spurður að því hvort hann kannaðist við að hafa gert samning um þriggja milljarða millifærslu af reikningi Kaupþings á Íslandi til dótturfélags bankans í Lúxembúrg og hann gerði það. Í yfirheyrslum árið 2011 kannaðist hann hins vegar ekki við slíkan samning. „Ég kom að fullt af samningum á þessum árum fyrir hrun sem ég man lítið eftir sé ég spurður út í þá á hundavaði. Séu gögn og upplýsingar um hann hins vegar sett fyrir framan mig þá rifjast þeir upp. Þannig virkar minnið einfaldlega,“ sagði Hreiðar. Upphæðina sagði hann ekki hafa verið stóra í rekstri Kaupþings. Umræddur samningur hefur aldrei fundist og hefur talsvert verið spurt út í hann og hvort verklagsreglum innan bankans hafi verið fylgt. Tilvísanir tengdar honum fundust hins vegar við húsleit hjá Kaupþingi í Lúxembúrg. „Þessar reglur giltu fyrir starfsmenn í afliðudeild,“ sagði Hreiðar og segir að það hafi komið fyrir að hann hafi átt viðskipti fyrir hönd bankans án þess að starfsmenn deildarinnar hafi vitað af þeim. Það hafi hann gert þegar miklir hagsmunir voru að veði. Samningana hafi hann geymt í læstri hirslu á skrifstofu sinni. „Ég skil ekki hví það var aldrei leitað þar. Þá hefðum við samninginn nákvæmlega og værum ekki að eiga þessar samræður.“Glórulaust að stela frá banka til að gjaldþrota fyrirtæki hagnist „Í þessu tilviki tengdu Marple var samningurinn gerður til að verja Kaupþing og ég þurfti ekki að verja hann sérstaklega,“ sagði Hreiðar og hækkaði róminn. „Hvaða tilgang gat ég haf annan en að bæta stöðu Kaupþings? Af hverju ætti ég að stela frá banka sem ég stýri, starfa hjá og er einn stærsti eigandi og láta einhvern þriðja aðila hagnast á því? Hvar er lógíkin bak við það? Þú getur ekki sakað fólk um þjófnað og að það sé engin ástæða þar að baki.“ Aðspurður svaraði Hreiðar því að hagsmunir Marple og Kaupþings hafi verið samtengdir. Það hafi þjónað hagsmunum Kaupþings að staða Marple væri sem best. Planið hafi verið að draga úr áhættu á rekstri Marple til að auka líkurnar á því að fyrirtækið gæti staðið í skilum við Kaupþing. „Kaupþing átti meiri gjaldreyi en það skuldaði og þarna lá enginn illur hugu að baki. Það fer enginn að stela úr banka til að gjaldþrota fyrirtæki muni hagnast. Það sem vakti fyrir okkur var að draga úr áhættu Marple með að gera þennan framvirka samning með gjaldeyrinn sem við gerðum þá.“ Skýrslutökur yfir Hreiðari halda áfram klukkan eitt. Búist er við því að aðalmeðferð í málinu teygi sig yfir í næstu viku.
Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin í Marple-málinu Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. 7. september 2015 09:09 Marple-málið: Guðný, Hreiðar Már, Magnús og Skúli neituðu öll sök Ákærðu eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði þau fundin sek fyrir fjárdrátt og yfirhylmingu. 9. september 2014 15:30 Skúli fær milljarða sína ekki afhenta Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði beiðni um afléttingu kyrrsetningar eigna. 20. mars 2015 13:13 Ákærðu í Marple-máli gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi Sú háttsemi sem fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og Kaupþings í Lúxemborg er gefið að sök í nýrri ákæru vegna fjárdráttar, miðaði að því að færa um 8 milljarða króna úr sjóðum Kaupþings til félagsins Marple í eigu Skúla Þorvaldssonar án þess að lögmætar viðskiptalegar ástæður lægju þar að baki. 4. júlí 2014 18:50 Fara mest í níu ár í fangelsi Nokkur dómsmál bíða Kaupþingstoppanna sem dæmdir voru í Al Thani-málinu í liðinni viku. 16. febrúar 2015 13:50 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Aðalmeðferð hafin í Marple-málinu Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. 7. september 2015 09:09
Marple-málið: Guðný, Hreiðar Már, Magnús og Skúli neituðu öll sök Ákærðu eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði þau fundin sek fyrir fjárdrátt og yfirhylmingu. 9. september 2014 15:30
Skúli fær milljarða sína ekki afhenta Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði beiðni um afléttingu kyrrsetningar eigna. 20. mars 2015 13:13
Ákærðu í Marple-máli gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi Sú háttsemi sem fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og Kaupþings í Lúxemborg er gefið að sök í nýrri ákæru vegna fjárdráttar, miðaði að því að færa um 8 milljarða króna úr sjóðum Kaupþings til félagsins Marple í eigu Skúla Þorvaldssonar án þess að lögmætar viðskiptalegar ástæður lægju þar að baki. 4. júlí 2014 18:50
Fara mest í níu ár í fangelsi Nokkur dómsmál bíða Kaupþingstoppanna sem dæmdir voru í Al Thani-málinu í liðinni viku. 16. febrúar 2015 13:50