Stenson og Fowler efstir fyrir lokahringinn á TPC Boston 7. september 2015 11:00 Stenson fagnar frábærum erni á þriðja hring. Getty Það vantar ekki spennuna fyrir lokahringinn á Deutsche Bank meistaramótinu sem fram fer á TBC Boston vellinum ef þegar 18 holur eru óleiknar leiðir fyrrum besti kylfingur heims, Svíinn Henrik Stenson, með einu höggi. Stenson lék frábært golf á þriðja hring í gær og kom inn á 65 höggum eða sex undir pari en hann er á 14 höggum undir pari samtals. Hinn geysivinsæli Rickie Fowler er þó aðeins einu höggi á eftir Stenson á 13 undir pari en Sean Ohair og Matt Jones deila þriðja sætinu á 12 höggum undir pari. Charley Hoffman, sem leiddi mótið eftir tvo hringi, spilaði sig úr toppbaráttunni á þriðja hring sem hann lék á 76 höggum eða fimm yfir pari. Hann er þó í aðeins skárri málum en besti kylfingur heims, Rory McIlroy, en hann er meðal neðstu manna af þeim sem komust í gegn um niðurskurðinn á tveimur yfir pari. Á morgun kemur í ljós hvaða 70 kylfingar fá þátttökurétt á BMW meistaramótinu í næstu viku en þar heldur úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar áfram þar sem leikið er um marga milljarða króna í verðlaunafé.Bein útsending frá lokahringnum á TPC Boston hefst á Golfstöðinni klukkan 15:30 í dag. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það vantar ekki spennuna fyrir lokahringinn á Deutsche Bank meistaramótinu sem fram fer á TBC Boston vellinum ef þegar 18 holur eru óleiknar leiðir fyrrum besti kylfingur heims, Svíinn Henrik Stenson, með einu höggi. Stenson lék frábært golf á þriðja hring í gær og kom inn á 65 höggum eða sex undir pari en hann er á 14 höggum undir pari samtals. Hinn geysivinsæli Rickie Fowler er þó aðeins einu höggi á eftir Stenson á 13 undir pari en Sean Ohair og Matt Jones deila þriðja sætinu á 12 höggum undir pari. Charley Hoffman, sem leiddi mótið eftir tvo hringi, spilaði sig úr toppbaráttunni á þriðja hring sem hann lék á 76 höggum eða fimm yfir pari. Hann er þó í aðeins skárri málum en besti kylfingur heims, Rory McIlroy, en hann er meðal neðstu manna af þeim sem komust í gegn um niðurskurðinn á tveimur yfir pari. Á morgun kemur í ljós hvaða 70 kylfingar fá þátttökurétt á BMW meistaramótinu í næstu viku en þar heldur úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar áfram þar sem leikið er um marga milljarða króna í verðlaunafé.Bein útsending frá lokahringnum á TPC Boston hefst á Golfstöðinni klukkan 15:30 í dag.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira