Jack Nicklaus fór holu í höggi | Sjáðu augnablikið Kári Örn Hinriksson skrifar 8. apríl 2015 22:45 Kevin Streelman og Ethan Couch sigruðu par-3 holu keppnina. Getty Það eru margar skemmtilegar hefðir í kring um Masters mótið og ein af þeim er par-3 holu keppnin sem ávalt er haldin degi fyrir mótið sjálft. Margir þátttakendur í Masters mótinu taka þátt ásamt fyrrum sigurvegurum og öðrum þekktum nöfnum úr golfíþróttinni og stemningin í kring um mótið því oft mjög skemmtileg. Það voru þeir Camilo Villegas og Kevin Streelman sem léku best en þeir léku holurnar níu á fimm höggum undir pari. Streelman sigraði svo í bráðabana sem var afar spennandi en kylfusveinnin hans í mótinu í dag var 13 ára strákur með ólæknandi krabbamein, Ethan Couch, sem fékk ósk sína uppfyllta um að taka þátt í Masters.Tiger Woods mætti einnig til leiks en hann tekur sjaldnast þátt í keppninni. Hann gerði þó undantekningu á því í ár og mætti ásamt kærustu sinni Lindsey Vonn og börnunum sínum, Sam sem er sjö ára og Charlie sem er sex ára.Gullbjörninn fór holu í höggi Þá fékk Rory McIlroy vin sinn úr strákahljómsveitinni One Direction, Niall Horan, til þess að vera kylfusveinn fyrir sig og virtust þeir félagar skemmta sér vel. Það var þó hinn goðsagnakenndi Jack Nicklaus sem stal senunni með því að fara holu í höggi á fjórðu holu en hann lék í holli með öðrum gömlum snillingum, Ben Crenshaw og Gary Player. Nicklaus, eða „Gullbjörninn“ eins og hann er oftast kallaður sigraði á sínum tíma sex sinnum á Masters mótinu en lukkan virðist enn vera með honum á Augusta National. Það sem gerir draumahögg Nicklaus enn merkilegra er sú staðreynd að í viðtali við Scott Van Pelt, íþróttafréttamann ESPN í gær, spáði hann því að hann myndi fara holu í höggi í mótinu í dag. Masters mótið hefst svo fyrir alvöru á morgun en útsending frá Golfstöðinni hefst klukkan 19:00.Watch the #par3contest holes-in-one from @jacknicklaus, @TrevorImmelman, @Afidominguez, and @CamiloVillegasR https://t.co/dvRqkvdri5— Masters Tournament (@TheMasters) April 8, 2015 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það eru margar skemmtilegar hefðir í kring um Masters mótið og ein af þeim er par-3 holu keppnin sem ávalt er haldin degi fyrir mótið sjálft. Margir þátttakendur í Masters mótinu taka þátt ásamt fyrrum sigurvegurum og öðrum þekktum nöfnum úr golfíþróttinni og stemningin í kring um mótið því oft mjög skemmtileg. Það voru þeir Camilo Villegas og Kevin Streelman sem léku best en þeir léku holurnar níu á fimm höggum undir pari. Streelman sigraði svo í bráðabana sem var afar spennandi en kylfusveinnin hans í mótinu í dag var 13 ára strákur með ólæknandi krabbamein, Ethan Couch, sem fékk ósk sína uppfyllta um að taka þátt í Masters.Tiger Woods mætti einnig til leiks en hann tekur sjaldnast þátt í keppninni. Hann gerði þó undantekningu á því í ár og mætti ásamt kærustu sinni Lindsey Vonn og börnunum sínum, Sam sem er sjö ára og Charlie sem er sex ára.Gullbjörninn fór holu í höggi Þá fékk Rory McIlroy vin sinn úr strákahljómsveitinni One Direction, Niall Horan, til þess að vera kylfusveinn fyrir sig og virtust þeir félagar skemmta sér vel. Það var þó hinn goðsagnakenndi Jack Nicklaus sem stal senunni með því að fara holu í höggi á fjórðu holu en hann lék í holli með öðrum gömlum snillingum, Ben Crenshaw og Gary Player. Nicklaus, eða „Gullbjörninn“ eins og hann er oftast kallaður sigraði á sínum tíma sex sinnum á Masters mótinu en lukkan virðist enn vera með honum á Augusta National. Það sem gerir draumahögg Nicklaus enn merkilegra er sú staðreynd að í viðtali við Scott Van Pelt, íþróttafréttamann ESPN í gær, spáði hann því að hann myndi fara holu í höggi í mótinu í dag. Masters mótið hefst svo fyrir alvöru á morgun en útsending frá Golfstöðinni hefst klukkan 19:00.Watch the #par3contest holes-in-one from @jacknicklaus, @TrevorImmelman, @Afidominguez, and @CamiloVillegasR https://t.co/dvRqkvdri5— Masters Tournament (@TheMasters) April 8, 2015
Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira