Íslandsmeistararnir byrjuðu úrslitakeppnina á sannfærandi sigri | Úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2015 20:57 Kristen Denise McCarthy skoraði 40 stig í kvöld. Vísir/Stefán Snæfellskonur eru komnar í 1-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Grindavík eftir 22 stiga heimasigur, 66-44, í fyrsta leik sínum í titilvörninni í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Snæfellsliðið var undir eftir fyrsta leikhlutann en sigur liðsins var öruggur eftir góðan seinni hálfleik sem Hólmarar unnu með sautján stiga mun. Kristen Denise McCarthy, besti leikmaður seinni hlutans, átti frábæran leik en hún var með 40 stig og 19 fráköst í kvöld. Gunnhildur Gunnarsdóttir kom næst með 11 stig og 8 fráköst. Kristina King var með 18 stig og 11 fráköst fyrir Grindavík og Petrúnella Skúladóttir skoraði 10 stig og tók 12 fráköst. Grindavíkurliðið komst lítið áleiðis gegn Snæfellsvörninni en það hjálpaði ekki mikið að aðeins 1 af 20 þriggja stiga skotum liðsins rataði rétta leið. Snæfell skoraði sjö fyrstu stig leiksins þar af var Gunnhildur Gunnarsdóttir með fimm þeirra. Grindavíkurkonur voru þó búnar að jafna metin í 9-9 og leiddu síðan með tveimur stigum, 13-11, eftir fyrsta leikhlutann. Pálína Gunnlaugsdóttir (5) og Petrúnella Skúladóttir (4) voru með níu stig saman í leikhlutanum. Snæfellsliðið tók aftur frumkvæðið í öðrum leikhlutanum sem liðið vann 15-8 sem skilaði fimm stiga forskoti í hálfleik, 26-21. Kristen Denise McCarthy var komin með 15 stig í hálfleik en fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir átti enn eftir að skora. Snæfell vann þriðja leikhlutann 16-13 og stakk síðan af í lokaleikhlutanum sem liðið vann með fjórtán stiga mun, 24-10. Sigurinn var því aldrei í mikilli hættu í seinni hálfleiknum. Snæfell er þar með komið í 1-0 en þrjá sigra þarf til að komast í lokaúrslitin. Næsti leikur er í Grindavík á laugardaginn kemur.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Snæfell-Grindavík 66-44 (11-13, 15-8, 16-13, 24-10)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 40/19 fráköst/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 5, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 3, Hildur Sigurðardóttir 2/10 fráköst/5 stoðsendingar.Grindavík: Kristina King 18/11 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 10/12 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 7/9 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 1.Keflavík-Haukar 82-51 (18-13, 25-13, 22-7, 17-18)Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 33/14 fráköst/4 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 14/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 7, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Lovísa Falsdóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 4/8 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 3/7 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 2, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 2/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 2.Haukar: LeLe Hardy 15/6 fráköst/7 stolnir/3 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 8, María Lind Sigurðardóttir 8, Dagbjört Samúelsdóttir 7, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/8 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 2, Dýrfinna Arnardóttir 2, Þóra Kristín Jónsdóttir 2/5 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2/8 fráköst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira
Snæfellskonur eru komnar í 1-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Grindavík eftir 22 stiga heimasigur, 66-44, í fyrsta leik sínum í titilvörninni í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Snæfellsliðið var undir eftir fyrsta leikhlutann en sigur liðsins var öruggur eftir góðan seinni hálfleik sem Hólmarar unnu með sautján stiga mun. Kristen Denise McCarthy, besti leikmaður seinni hlutans, átti frábæran leik en hún var með 40 stig og 19 fráköst í kvöld. Gunnhildur Gunnarsdóttir kom næst með 11 stig og 8 fráköst. Kristina King var með 18 stig og 11 fráköst fyrir Grindavík og Petrúnella Skúladóttir skoraði 10 stig og tók 12 fráköst. Grindavíkurliðið komst lítið áleiðis gegn Snæfellsvörninni en það hjálpaði ekki mikið að aðeins 1 af 20 þriggja stiga skotum liðsins rataði rétta leið. Snæfell skoraði sjö fyrstu stig leiksins þar af var Gunnhildur Gunnarsdóttir með fimm þeirra. Grindavíkurkonur voru þó búnar að jafna metin í 9-9 og leiddu síðan með tveimur stigum, 13-11, eftir fyrsta leikhlutann. Pálína Gunnlaugsdóttir (5) og Petrúnella Skúladóttir (4) voru með níu stig saman í leikhlutanum. Snæfellsliðið tók aftur frumkvæðið í öðrum leikhlutanum sem liðið vann 15-8 sem skilaði fimm stiga forskoti í hálfleik, 26-21. Kristen Denise McCarthy var komin með 15 stig í hálfleik en fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir átti enn eftir að skora. Snæfell vann þriðja leikhlutann 16-13 og stakk síðan af í lokaleikhlutanum sem liðið vann með fjórtán stiga mun, 24-10. Sigurinn var því aldrei í mikilli hættu í seinni hálfleiknum. Snæfell er þar með komið í 1-0 en þrjá sigra þarf til að komast í lokaúrslitin. Næsti leikur er í Grindavík á laugardaginn kemur.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Snæfell-Grindavík 66-44 (11-13, 15-8, 16-13, 24-10)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 40/19 fráköst/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 5, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 3, Hildur Sigurðardóttir 2/10 fráköst/5 stoðsendingar.Grindavík: Kristina King 18/11 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 10/12 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 7/9 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 1.Keflavík-Haukar 82-51 (18-13, 25-13, 22-7, 17-18)Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 33/14 fráköst/4 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 14/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 7, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Lovísa Falsdóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 4/8 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 3/7 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 2, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 2/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 2.Haukar: LeLe Hardy 15/6 fráköst/7 stolnir/3 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 8, María Lind Sigurðardóttir 8, Dagbjört Samúelsdóttir 7, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/8 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 2, Dýrfinna Arnardóttir 2, Þóra Kristín Jónsdóttir 2/5 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2/8 fráköst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira