Innlent

Samningafundi BHM og ríkisins lokið án árangurs

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Frá baráttufundi félagsins í Háskólabíói á síðasta ári.
Frá baráttufundi félagsins í Háskólabíói á síðasta ári. Vísir/Valli
Samningafundi Bandalags háskólamanna og ríkisins lauk rétt fyrir klukkan fjögur í Karphúsinu án þess að samkomulag næðist. Næsti fundur í deilunni verður ekki fyrr en klukkan tíu á föstudag.

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að allsherjarverkfall BHM hefjist á morgun þegar hátt í 2400 félagsmenn BHM leggja niður störf í fjórar klukkustundir. Fyrir eru ríflega 500 félagar í BHM í verkfalli. Páll Halldórsson, formaður BHM, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með fundinn í dag og að samninganefnd ríksins þurfi víðtækara umboð frá stjórnvöldum. „ Það gerðist nú lítið á þessum fundi því að ríkið er ekki komið með neitt nýtt inn þetta sem að máli skiptir það er að segja þeir eru ekkert að flytja sig frá þessu tilboði upp á 3,5%. Það þarf í raun og veru að gefa nefndinni umboð til þess að ganga lengra,“ segir Páll Halldórsson.

Hægt er að sjá hverjir leggja niður störf á morgun hér.


Tengdar fréttir

Boðað til samningafundar í dag

Starfssemi Landspítalans dróst saman um hátt í helming í gær vegna verkfalls yfir 500 félagsmanna í BHM á sjúkrastofnunum í landinu, en Ríkissáttasemjari hefur boðað til samningafundar í dag. Sömuleiðis varð veruleg röskun á starfssemi embættis sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna verkfalls lögmanna þar.

Hörkuverkföll virðast það eina í spilunum

Formaður BHM vonast til að viðsemjendurnir hjá ríkinu fari að átta sig á alvöru málsins. Verkföll eru hafin. Fundað verður í deilunni í dag og búist er við útspili af hálfu ríkisins. Formaður SGS furðar sig á skorti á samningsvilja hjá ríki og SA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×