Hitar upp með vindil í kjaftinum | Sjáðu flottustu upphitunina í golfinu í dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2015 09:30 Miguel Ángel Jiménez er engum líkur. mynd/skjáskot Þeir gerast ekkert mikið meira töff í golfinu í dag en hinn 51 árs gamli Spánverji Miguel Ángel Jiménez. Þessi litríki og vel skóaði kylfingur mætti í góðum gír á æfingasvæðið á Augusta National-vellinum í gær þar sem Masters-mótið, fyrsta risamót ársins, hefst á morgun. Á meðan sumir hafa áhyggjur af því að Rory McIlroy sé orðinn of massaður því hann er svo mikið í ræktinni tekur Jiménez lífinu með ró og hitar upp í eina mínútu áður en hringur hefst. Það gerir hann líka með vindil í kjaftinum og skemmtir áhorfendum um leið, en Spánverjinn er svakalega vinsæll á meðal annarra kylfinga og golfáhugamanna. Fyrir æfingahringinn í gær tók hann sína víðfrægu upphitun sem sjá má í myndbandinu hér að neðan, en hún er kannski ástæða þess að á löngum ferli hefur hann aldrei unnið risamót né mót á PGA-mótaröðinni.Allir keppnisdagar á The Masters verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Fáðu þér áskrift hér. Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Þeir gerast ekkert mikið meira töff í golfinu í dag en hinn 51 árs gamli Spánverji Miguel Ángel Jiménez. Þessi litríki og vel skóaði kylfingur mætti í góðum gír á æfingasvæðið á Augusta National-vellinum í gær þar sem Masters-mótið, fyrsta risamót ársins, hefst á morgun. Á meðan sumir hafa áhyggjur af því að Rory McIlroy sé orðinn of massaður því hann er svo mikið í ræktinni tekur Jiménez lífinu með ró og hitar upp í eina mínútu áður en hringur hefst. Það gerir hann líka með vindil í kjaftinum og skemmtir áhorfendum um leið, en Spánverjinn er svakalega vinsæll á meðal annarra kylfinga og golfáhugamanna. Fyrir æfingahringinn í gær tók hann sína víðfrægu upphitun sem sjá má í myndbandinu hér að neðan, en hún er kannski ástæða þess að á löngum ferli hefur hann aldrei unnið risamót né mót á PGA-mótaröðinni.Allir keppnisdagar á The Masters verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Fáðu þér áskrift hér.
Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira