Minna á mikilvægi líffæragjafa Birgir Olgeirsson skrifar 27. júní 2015 19:05 Eygló Guðmundsdóttir og sonur hennar Benjamín Nökkvi Björnsson í Íslandi í dag. Vísir Líffæragjöf er lífsspursmál og er veikum einstaklingum bjargað á hverjum degi fyrir tilstilli þeirra. Í dag er mögulegt að skipta um nýru, lifur, hjarta, lungu og bris í fólki og getur einn líffæragjafi bjargað lífi átta einstaklinga. Sænsku samtökin Merorgandonation (MOD) vekja athygli á mikilvægi líffæragjafa á vef sínum en þar kemur fram að 700 líffæraflutningar eru framkvæmdir á hverju ári í Svíþjóð. Á sama tíma eru um 750 manns á biðlista eftir líffæragjöf þar í landi. Á vef sænsku samtakanna segir Eygló Guðmundsdóttir sögu sonar síns, Benjamíns Nökkva Björnssonar, sem lést þann 1. maí síðastliðinn á sínu tólfta aldursári. Benjamín gekkst tvívegis undir beinmergsskiptaaðgerð og var frá ársbyrjun 2014 á biðlista eftir nýjum lungum eftir að hafa greinst með lungnasjúkdóm árið 2010. Ekki tókst að finna líffæragjafa áður en Benjamín lést.Greindist með afar sjaldgæfa hvítblæðistegund Benjamín greindist með afar sjaldgæfa hvítblæðistegund aðeins níu vikna gamall. Hann losnaði við meinið átta mánaða gamall eftir beinmergsskiptaaðgerð í Svíþjóð og er fyrsta barnið hér á landi sem lifði af þessa tegund hvítblæðis. Hann greindist aftur með krabbamein vorið 2005 en tókst að vinna bug á því eftir að hafa fengið að fara í gegnum önnur beinmergsskipti sem og önnur þung og erfið meðferðarúrræði. Fyrir 10 árum var nýverið farið að bjóða uppá önnur beinmergsskipti, en þar sem það var eina von Benjamíns að eiga möguleika á að vinna bug á hvítblæðinu var ekki um neitt annað að ræða í stöðunni. Gríðarlega harðar meðferðir sem og tvenn beinmergsskipti gáfu Benjamín Nökkva 10 „aukaár“, krabbameinslausum, en að afleiðingar meðferðanna höfðu mikil áhrif á Benjamín, bæði þær sem komu skjótt í ljós sem og aðrar sem komu fram eftir lengri tíma. Það var svo árið 2010 sem Benjamín Nökkvi greindist með ólæknandi lungnasjúkdóm og framgangur sjúkdómsins varð að lokum þess valdandi að Benjamín gat ekki gengið í skóla síðustu ár ævi sinnar.Mætti erfiðleikum með bros á vör Eygló segir Benjamín hafa gengið í gegnum meira á sínum tæpu tólf árum en flestir gera á heilli ævi og þó þær væru tvær. „En hann fór í gegnum alla sína erfiðleika með bros á vör og elskaði lífið og naut þess hvern dag, hverja mínútu,“ skrifar Eygló. Hún segir vera mjög trúuð manneskja þó svo að henni líki ekki persónulega við trúarbrögð því henni finnst þau hafa lítið með kærleika að gera, flækja málin og vilja setja mannfólk í kassa eftir því hvaða trú það aðhyllist. „En Trúi, það geri ég svo sannarlega. Það er því ekki efi í huga mér að Benjamín Nökkvi valdi sjálfur að nú væri ferðalagi hans hér á Jörðinni lokið og líkt og í gegnum allt hans veikindaferli kom hann læknum og hjúkrunarfólki á óvart með því að kveðja alls ekki á þann hátt sem ferlið hefði „átt að vera“ þegar um „hefðbundið lokaferli“ sjúkdómsins Bronchiolitis Obliterians er um að ræða. Að liggja í rúminu í nokkrar vikur í viðbót og ekki getað farið á rúntinn, í Jóa Útherja, og allt hitt sem hann elskaði var bara ekki hans deild,“ skrifar Eygló. Hún segir Benjamín ekki hafa verið hrifinn af því að hafa ekki gert neitt af „viti“ um fjögur leytið föstudaginn 1. maí og fannst það ekki góð nýting á deginum. „Hann sagði við mig: „mamma, ég held nú að við verðum að fara uppeftir (upp á Barnaspítala) og ég held að við skulum ekkert reikna með því að koma heim aftur í kvöld". Það gerðum við heldur ekki,“ skrifar Eygló.Fann fyrir nærveru fjölskyldunnar Hún fékk að eiga yndislega klukkutíma með Benjamín Nökkva eftir að hann var orðinn verkjalaus og síðar án fullrar meðvitundar. „En í hvert sinn sem einhver af öllum þeim sem hann elskaði komu inn til okkar, á sjúkrastofuna, og hann heyrði raddir systkina sinna og pabba þegar þau komu til okkar, þá jókst súrefnismettunin hans sem sýndi okkur að hann heyrði sko alveg í okkur og vissi að við værum hjá honum,“ skrifar Eygló.Sagði honum frá ævintýrunum sem biðu hans í Nangijala Hún segist hafa talað lengi við hann um allt það sem hann gæti gert þegar hann kæmi til landsins Nangijala. Aðdáendur bókarinnar Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren kannast eflaust við það land en þar hittust bræðurnir Karl og Jónatan á ný eftir stutta jarðneska dvöl. Jónatan hafði hughreyst Kalla bróður sinn sem var dauðvona og sagði honum frá Nangijala, þar sem ævintýri bíða þeirra sem deyja. „Grísinn sem hann gæti loks fengið sér á svalirnar, fá að spila fótbolta og bara hlaupa um, og já, borða Chicken McNuggets í öll mál, því það má borða það í öll mál í himnaríki/Nangijala.“„Sælir eru hjartahreinir“ Hún segir Benjamín hafa verið einn af þeim Meisturum sem kunni allt það sem okkur hinum dreymir um að læra í þessu lífi: „Æðruleysi; Að njóta hvers dags (meistari var hann í núvitundinni!); Að sýna einlægan kærleika; Ekki meiða aðra, hvorki í orðum né öðrum gjörðum; Vera maður sjálfur án þess að hræðast álit annarra, og endalaust annað. Líkt og presturinn okkar sagði í jarðarförinni: „sælir eru hjartahreinir....“ Eftir að hafa ferðast með honum í heimi alvarlegra veikinda í næstum tólf ár segist hún ekki hafa fyrirhitt hugrakkari, hjartahreinni og fallegri sál en Benjamín Nökkva. „Ég lofa því að það verður "allt í lagi" með okkur öll, því þau viskuorð hrutu svo oft af vörum þínum en sáust jafnoft í augum þínum: „Mamma mín, þetta verður allt í lagi". “Sjá umfjöllun um Benjamín Nökkva í Íslandi í dag hér fyrir neðan:Fyrr í vetur varð mikil vitundarvakning hér á landi þegar kemur að líffæragjöf en embætti landlæknis opnaði líffæragjafavef í október síðastliðnum. Geta þeir sem skrá sig þar tekið afstöðu til þess hvort þeir heimila líffæragjöf við andlát, heimila líffæragjöf að hluta og tilgreini þá hvaða líffæri eru í boði, eða þá hvort þeir heimila ekki líffæragjöf. Um leið og tekin er afstaða til líffæragjafar veita þeir sem skrá sig embætti landlæknis heimild til að miðla þessum upplýsingum til heilbrigðisstarfsfólks á spítölum sem hlut eiga að máli og þannig liggja þessar upplýsingar fyrir ef andlát ber að. Þú getur skráð þig hér. Tengdar fréttir Óskar þess að fá að spila fótbolta aftur Benjamín Nökkvi er 10 ára gamall drengur sem gengið hefur í gegnum töluvert meira en flestir jafnaldrar sínir. Líf hans hefur einkennst af miklum veikindum, en þrátt fyrir það lítur hann lífið björtum augum og óskar þess að fá að spila fótbolta aftur. 28. mars 2014 10:53 „Gangandi kraftaverk“ Benjamín Nökkvi greindist með alvarlegan sjúkdóm og var honum ekki hugað líf. Þrátt fyrir þrálát veikindi alla hans ævi stendur hann sig eins og hetja og lítur lífið björtum augum. 26. febrúar 2014 21:45 Nærri 30 þurfa líffæri ár hvert Rúmlega fertug kona sem fór í tvöfalda lungnaígræðslu segir fjölda þeirra sem þurfi líffæragjöf mun meiri en fólk geri sér almennt grein fyrir. 25. apríl 2015 19:30 Fjölskylda Skarphéðins vill minnast líffæragjafa "Við vitum á eigin skinni hversu erfitt er að standa frammi fyrir því að missa nákominn og erum Skarphéðni okkar ævinlega þakklát fyrir að hafa verið búinn að taka afstöðu.“ 26. janúar 2015 10:30 Benjamín Nökkvi látinn Vakti athygli fyrir baráttu sína við mikil veikindi. 4. maí 2015 21:43 „Auðvitað ætti ætlað samþykki að vera útgangspunkturinn“ Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir Skarphéðins Andra líffæragjafa, vekur athygli á mikilvægi þess að ræða líffæragjöf. 18. apríl 2015 14:58 36 prósent fleiri líffæragjafar eftir sögu Dagnýjar Saga Dagnýjar Aspar Runólfsdóttur, sem lést einungis 21 árs, vakti mikla athygli. 19. janúar 2015 10:39 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Líffæragjöf er lífsspursmál og er veikum einstaklingum bjargað á hverjum degi fyrir tilstilli þeirra. Í dag er mögulegt að skipta um nýru, lifur, hjarta, lungu og bris í fólki og getur einn líffæragjafi bjargað lífi átta einstaklinga. Sænsku samtökin Merorgandonation (MOD) vekja athygli á mikilvægi líffæragjafa á vef sínum en þar kemur fram að 700 líffæraflutningar eru framkvæmdir á hverju ári í Svíþjóð. Á sama tíma eru um 750 manns á biðlista eftir líffæragjöf þar í landi. Á vef sænsku samtakanna segir Eygló Guðmundsdóttir sögu sonar síns, Benjamíns Nökkva Björnssonar, sem lést þann 1. maí síðastliðinn á sínu tólfta aldursári. Benjamín gekkst tvívegis undir beinmergsskiptaaðgerð og var frá ársbyrjun 2014 á biðlista eftir nýjum lungum eftir að hafa greinst með lungnasjúkdóm árið 2010. Ekki tókst að finna líffæragjafa áður en Benjamín lést.Greindist með afar sjaldgæfa hvítblæðistegund Benjamín greindist með afar sjaldgæfa hvítblæðistegund aðeins níu vikna gamall. Hann losnaði við meinið átta mánaða gamall eftir beinmergsskiptaaðgerð í Svíþjóð og er fyrsta barnið hér á landi sem lifði af þessa tegund hvítblæðis. Hann greindist aftur með krabbamein vorið 2005 en tókst að vinna bug á því eftir að hafa fengið að fara í gegnum önnur beinmergsskipti sem og önnur þung og erfið meðferðarúrræði. Fyrir 10 árum var nýverið farið að bjóða uppá önnur beinmergsskipti, en þar sem það var eina von Benjamíns að eiga möguleika á að vinna bug á hvítblæðinu var ekki um neitt annað að ræða í stöðunni. Gríðarlega harðar meðferðir sem og tvenn beinmergsskipti gáfu Benjamín Nökkva 10 „aukaár“, krabbameinslausum, en að afleiðingar meðferðanna höfðu mikil áhrif á Benjamín, bæði þær sem komu skjótt í ljós sem og aðrar sem komu fram eftir lengri tíma. Það var svo árið 2010 sem Benjamín Nökkvi greindist með ólæknandi lungnasjúkdóm og framgangur sjúkdómsins varð að lokum þess valdandi að Benjamín gat ekki gengið í skóla síðustu ár ævi sinnar.Mætti erfiðleikum með bros á vör Eygló segir Benjamín hafa gengið í gegnum meira á sínum tæpu tólf árum en flestir gera á heilli ævi og þó þær væru tvær. „En hann fór í gegnum alla sína erfiðleika með bros á vör og elskaði lífið og naut þess hvern dag, hverja mínútu,“ skrifar Eygló. Hún segir vera mjög trúuð manneskja þó svo að henni líki ekki persónulega við trúarbrögð því henni finnst þau hafa lítið með kærleika að gera, flækja málin og vilja setja mannfólk í kassa eftir því hvaða trú það aðhyllist. „En Trúi, það geri ég svo sannarlega. Það er því ekki efi í huga mér að Benjamín Nökkvi valdi sjálfur að nú væri ferðalagi hans hér á Jörðinni lokið og líkt og í gegnum allt hans veikindaferli kom hann læknum og hjúkrunarfólki á óvart með því að kveðja alls ekki á þann hátt sem ferlið hefði „átt að vera“ þegar um „hefðbundið lokaferli“ sjúkdómsins Bronchiolitis Obliterians er um að ræða. Að liggja í rúminu í nokkrar vikur í viðbót og ekki getað farið á rúntinn, í Jóa Útherja, og allt hitt sem hann elskaði var bara ekki hans deild,“ skrifar Eygló. Hún segir Benjamín ekki hafa verið hrifinn af því að hafa ekki gert neitt af „viti“ um fjögur leytið föstudaginn 1. maí og fannst það ekki góð nýting á deginum. „Hann sagði við mig: „mamma, ég held nú að við verðum að fara uppeftir (upp á Barnaspítala) og ég held að við skulum ekkert reikna með því að koma heim aftur í kvöld". Það gerðum við heldur ekki,“ skrifar Eygló.Fann fyrir nærveru fjölskyldunnar Hún fékk að eiga yndislega klukkutíma með Benjamín Nökkva eftir að hann var orðinn verkjalaus og síðar án fullrar meðvitundar. „En í hvert sinn sem einhver af öllum þeim sem hann elskaði komu inn til okkar, á sjúkrastofuna, og hann heyrði raddir systkina sinna og pabba þegar þau komu til okkar, þá jókst súrefnismettunin hans sem sýndi okkur að hann heyrði sko alveg í okkur og vissi að við værum hjá honum,“ skrifar Eygló.Sagði honum frá ævintýrunum sem biðu hans í Nangijala Hún segist hafa talað lengi við hann um allt það sem hann gæti gert þegar hann kæmi til landsins Nangijala. Aðdáendur bókarinnar Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren kannast eflaust við það land en þar hittust bræðurnir Karl og Jónatan á ný eftir stutta jarðneska dvöl. Jónatan hafði hughreyst Kalla bróður sinn sem var dauðvona og sagði honum frá Nangijala, þar sem ævintýri bíða þeirra sem deyja. „Grísinn sem hann gæti loks fengið sér á svalirnar, fá að spila fótbolta og bara hlaupa um, og já, borða Chicken McNuggets í öll mál, því það má borða það í öll mál í himnaríki/Nangijala.“„Sælir eru hjartahreinir“ Hún segir Benjamín hafa verið einn af þeim Meisturum sem kunni allt það sem okkur hinum dreymir um að læra í þessu lífi: „Æðruleysi; Að njóta hvers dags (meistari var hann í núvitundinni!); Að sýna einlægan kærleika; Ekki meiða aðra, hvorki í orðum né öðrum gjörðum; Vera maður sjálfur án þess að hræðast álit annarra, og endalaust annað. Líkt og presturinn okkar sagði í jarðarförinni: „sælir eru hjartahreinir....“ Eftir að hafa ferðast með honum í heimi alvarlegra veikinda í næstum tólf ár segist hún ekki hafa fyrirhitt hugrakkari, hjartahreinni og fallegri sál en Benjamín Nökkva. „Ég lofa því að það verður "allt í lagi" með okkur öll, því þau viskuorð hrutu svo oft af vörum þínum en sáust jafnoft í augum þínum: „Mamma mín, þetta verður allt í lagi". “Sjá umfjöllun um Benjamín Nökkva í Íslandi í dag hér fyrir neðan:Fyrr í vetur varð mikil vitundarvakning hér á landi þegar kemur að líffæragjöf en embætti landlæknis opnaði líffæragjafavef í október síðastliðnum. Geta þeir sem skrá sig þar tekið afstöðu til þess hvort þeir heimila líffæragjöf við andlát, heimila líffæragjöf að hluta og tilgreini þá hvaða líffæri eru í boði, eða þá hvort þeir heimila ekki líffæragjöf. Um leið og tekin er afstaða til líffæragjafar veita þeir sem skrá sig embætti landlæknis heimild til að miðla þessum upplýsingum til heilbrigðisstarfsfólks á spítölum sem hlut eiga að máli og þannig liggja þessar upplýsingar fyrir ef andlát ber að. Þú getur skráð þig hér.
Tengdar fréttir Óskar þess að fá að spila fótbolta aftur Benjamín Nökkvi er 10 ára gamall drengur sem gengið hefur í gegnum töluvert meira en flestir jafnaldrar sínir. Líf hans hefur einkennst af miklum veikindum, en þrátt fyrir það lítur hann lífið björtum augum og óskar þess að fá að spila fótbolta aftur. 28. mars 2014 10:53 „Gangandi kraftaverk“ Benjamín Nökkvi greindist með alvarlegan sjúkdóm og var honum ekki hugað líf. Þrátt fyrir þrálát veikindi alla hans ævi stendur hann sig eins og hetja og lítur lífið björtum augum. 26. febrúar 2014 21:45 Nærri 30 þurfa líffæri ár hvert Rúmlega fertug kona sem fór í tvöfalda lungnaígræðslu segir fjölda þeirra sem þurfi líffæragjöf mun meiri en fólk geri sér almennt grein fyrir. 25. apríl 2015 19:30 Fjölskylda Skarphéðins vill minnast líffæragjafa "Við vitum á eigin skinni hversu erfitt er að standa frammi fyrir því að missa nákominn og erum Skarphéðni okkar ævinlega þakklát fyrir að hafa verið búinn að taka afstöðu.“ 26. janúar 2015 10:30 Benjamín Nökkvi látinn Vakti athygli fyrir baráttu sína við mikil veikindi. 4. maí 2015 21:43 „Auðvitað ætti ætlað samþykki að vera útgangspunkturinn“ Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir Skarphéðins Andra líffæragjafa, vekur athygli á mikilvægi þess að ræða líffæragjöf. 18. apríl 2015 14:58 36 prósent fleiri líffæragjafar eftir sögu Dagnýjar Saga Dagnýjar Aspar Runólfsdóttur, sem lést einungis 21 árs, vakti mikla athygli. 19. janúar 2015 10:39 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Óskar þess að fá að spila fótbolta aftur Benjamín Nökkvi er 10 ára gamall drengur sem gengið hefur í gegnum töluvert meira en flestir jafnaldrar sínir. Líf hans hefur einkennst af miklum veikindum, en þrátt fyrir það lítur hann lífið björtum augum og óskar þess að fá að spila fótbolta aftur. 28. mars 2014 10:53
„Gangandi kraftaverk“ Benjamín Nökkvi greindist með alvarlegan sjúkdóm og var honum ekki hugað líf. Þrátt fyrir þrálát veikindi alla hans ævi stendur hann sig eins og hetja og lítur lífið björtum augum. 26. febrúar 2014 21:45
Nærri 30 þurfa líffæri ár hvert Rúmlega fertug kona sem fór í tvöfalda lungnaígræðslu segir fjölda þeirra sem þurfi líffæragjöf mun meiri en fólk geri sér almennt grein fyrir. 25. apríl 2015 19:30
Fjölskylda Skarphéðins vill minnast líffæragjafa "Við vitum á eigin skinni hversu erfitt er að standa frammi fyrir því að missa nákominn og erum Skarphéðni okkar ævinlega þakklát fyrir að hafa verið búinn að taka afstöðu.“ 26. janúar 2015 10:30
„Auðvitað ætti ætlað samþykki að vera útgangspunkturinn“ Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir Skarphéðins Andra líffæragjafa, vekur athygli á mikilvægi þess að ræða líffæragjöf. 18. apríl 2015 14:58
36 prósent fleiri líffæragjafar eftir sögu Dagnýjar Saga Dagnýjar Aspar Runólfsdóttur, sem lést einungis 21 árs, vakti mikla athygli. 19. janúar 2015 10:39
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent