Golf

Bubba enn efstur á Travelers meistaramótinu

Watson var á boltanum á öðrum hring.
Watson var á boltanum á öðrum hring. Getty
Bubba Watson heldur forystunni á Travelers meistaramótinu en eftir tvo hringi er hann á ellefu höggum undir pari eftir hring upp á 67 högg á öðrum hring.

Watson kann greinilega vel við sig á TPC River Highlands vellinum en hann vann mótið árið 2010 og það var fyrsta PGA-mótið sem hann sigraði í á ferlinum.

Carl Pettersen, Brian Harman og Brian Stuart deila öðru sætinu á níu höggum undir pari, tveimur á eftir Watson en skor þátttakenda hefur verið frábært í mótinu hingað til og niðurskurðurinn miðast við tvö högg undir pari.

Það voru þó nokkrir sterkir kylfingar sem náðu ekki niðurskurðinum, meðal annars Hunter Mahan og ungstirnið Patrick Reed.

Það verður gaman að sjá hvort að Bubba Watson höndli pressuna um helgina en hann hefur ekki leikið vel á árinu eftir að hafa sigrað á HSBC meistaramótinu síðasta haust.

Þrjiðji hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×