Blóðbað íslamska ríkisins Sveinn Arnarsson skrifar 27. júní 2015 07:00 Francois Hollande lofaði slökkviliðsmann sem náði að yfirbuga hryðjuverkamanninn í ávarpi sem hann flutti eftir atburði gærdagsins. Forsetinn yfirgaf leiðtogafund ESB-ríkjanna í gær og hélt til Parísar. Fréttablaðið/EPA Röð hryðjuverka íslamskra öfgaafla reið yfir þrjár heimsálfur í gær. Höfuð fransks manns var stjaksett nærri borginni Grenoble, tugir létust á baðströnd í Túnis, moska í Kúveit var sprengd í loft upp og ráðist var á herstöð í Sómalíu. Öll þessi hryðjuverk hafa verið tengd Íslamska ríkinu á einn eða annan hátt. Íslamska ríkið hefur hvatt alla þá sem vettlingi geta valdið til að herða árásir sínar nú í heilagasta mánuði múslima, ramadan. Franska þjóðin er slegin óhug eftir atburði gærdagsins og minnast menn voðaverkanna á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo, ekki alls fyrir löngu.Föstudagsbænin Sjálfsmorðssprenging í Kúveit drap að minnsta kosti þrjátíu manns og særði á þriðja hundrað einstaklinga sem komu til föstudagsbæna í einni af stærstu moskum í austurhluta höfuðborgar Kúveit. Fréttablaðið/EPAViðbúnaðarstig var sett á hæsta stig í Frakklandi í gær eftir að maður fannst afhöfðaður og tveir særðust í árás á verksmiðju í Saint-Quentin-Fallevier, nálægt borginni Grenoble í suðausturhluta Frakklands. Höfuð mannsins var stjaksett við hlið verksmiðjunnar og arabískur texti ritaður á höfuðið. François Hollande Frakklandsforseti sagði í gær þetta vera hryðjuverkaárás og að franska þjóðin myndi ekki gefa sig óttanum á vald og nú yrði öllum ljóst að svona hegðun yrði ekki látin viðgangast. Einn maður var handtekinn grunaður um verknaðinn. Sá heitir Yacine Sali og er 35 ára. Franska leyniþjónustan taldi hann vera í slagtogi með íslömskum öfgahreyfingum. Sá myrti var yfirmaður hans. Alls létust 28 og tugir eru særðir eftir hryðjuverkaárás á baðströnd í bænum Sousse í Túnis í gær. Er þetta mannskæðasta árás í Túnis síðan 22 einstaklingar voru teknir af lífi á safni í Túnisborg þann 18. mars síðastliðinn. Meirihluti þeirra sem féllu í árás öfgamannanna voru erlendir ferðamenn, flestir Evrópubúar.Blóðbað Sólbaðsstrandarferð í bænum Sousse í Túnis endaði með ósköpum þegar á þriðja tug ferðamanna á og við ströndina voru myrtir í blóðugri árás vígamanna í gær. Fréttablaðið/EPAÖryggissveitir drápu einn mann sem grunaður er um árásina. Dró hann hríðskotariffil undan sólhlíf á ströndinni og hóf skothríð á baðgesti strandarinnar. Í fyrra komu rúmlega sex milljónir ferðamanna til Túnis og um hálf milljón manna vinnur við ferðaþjónustu í landinu. Flugfélög aflýstu í gær ferðum sínum til Túnis vegna voðaverkanna og vinna nú að því að koma ferðamönnum, sem staddir eru í Túnis, til síns heima. Yfir þrjú þúsund Túnisar hafa gengið til liðs við íslamska ríkið síðan árið 2013. Atvinnuleysi meðal ungra karlmanna og erfiðar horfur í atvinnulífi Túnisa eru taldar vera meginorsök þess. Á sama tíma voru sjíamúslimar myrtir í mosku í Kúveit þegar hryðjuverkamaður sprengdi sig í loft upp og tók 25 aðra með sér. Á þriðja hundruð manna særðust einnig í árásinni. Árásin átti sér stað á þeim tíma þegar um tvö þúsund manns komu til föstudagsbæna í austurhluta höfuðborgar Kúveit. Hryðjuverkahópur tengdur íslamska ríkinu hefur gengist við árásinni. Að minnsta kosti þrjátíu manns létu lífið í mannskæðri skotárás hryðjuverkasamtakanna Al-Shabab á herstöð í suðurhluta Sómalíu í dag. Ódæðisverkið var framið á þann hátt að bifreið var ekið að aðalhliði herstöðvarinnar þar sem hún sprakk og ruddi veginn fyrir vígamenn inn í herstöðina þar sem þeir skutu á allt sem á vegi þeirra varð. Sjónarvottar í bænum Leego sáu bifreiðar keyra um göturnar hlaðnar vopnum og líkum þeirra sem féllu í árásinni. Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Sjá meira
Röð hryðjuverka íslamskra öfgaafla reið yfir þrjár heimsálfur í gær. Höfuð fransks manns var stjaksett nærri borginni Grenoble, tugir létust á baðströnd í Túnis, moska í Kúveit var sprengd í loft upp og ráðist var á herstöð í Sómalíu. Öll þessi hryðjuverk hafa verið tengd Íslamska ríkinu á einn eða annan hátt. Íslamska ríkið hefur hvatt alla þá sem vettlingi geta valdið til að herða árásir sínar nú í heilagasta mánuði múslima, ramadan. Franska þjóðin er slegin óhug eftir atburði gærdagsins og minnast menn voðaverkanna á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo, ekki alls fyrir löngu.Föstudagsbænin Sjálfsmorðssprenging í Kúveit drap að minnsta kosti þrjátíu manns og særði á þriðja hundrað einstaklinga sem komu til föstudagsbæna í einni af stærstu moskum í austurhluta höfuðborgar Kúveit. Fréttablaðið/EPAViðbúnaðarstig var sett á hæsta stig í Frakklandi í gær eftir að maður fannst afhöfðaður og tveir særðust í árás á verksmiðju í Saint-Quentin-Fallevier, nálægt borginni Grenoble í suðausturhluta Frakklands. Höfuð mannsins var stjaksett við hlið verksmiðjunnar og arabískur texti ritaður á höfuðið. François Hollande Frakklandsforseti sagði í gær þetta vera hryðjuverkaárás og að franska þjóðin myndi ekki gefa sig óttanum á vald og nú yrði öllum ljóst að svona hegðun yrði ekki látin viðgangast. Einn maður var handtekinn grunaður um verknaðinn. Sá heitir Yacine Sali og er 35 ára. Franska leyniþjónustan taldi hann vera í slagtogi með íslömskum öfgahreyfingum. Sá myrti var yfirmaður hans. Alls létust 28 og tugir eru særðir eftir hryðjuverkaárás á baðströnd í bænum Sousse í Túnis í gær. Er þetta mannskæðasta árás í Túnis síðan 22 einstaklingar voru teknir af lífi á safni í Túnisborg þann 18. mars síðastliðinn. Meirihluti þeirra sem féllu í árás öfgamannanna voru erlendir ferðamenn, flestir Evrópubúar.Blóðbað Sólbaðsstrandarferð í bænum Sousse í Túnis endaði með ósköpum þegar á þriðja tug ferðamanna á og við ströndina voru myrtir í blóðugri árás vígamanna í gær. Fréttablaðið/EPAÖryggissveitir drápu einn mann sem grunaður er um árásina. Dró hann hríðskotariffil undan sólhlíf á ströndinni og hóf skothríð á baðgesti strandarinnar. Í fyrra komu rúmlega sex milljónir ferðamanna til Túnis og um hálf milljón manna vinnur við ferðaþjónustu í landinu. Flugfélög aflýstu í gær ferðum sínum til Túnis vegna voðaverkanna og vinna nú að því að koma ferðamönnum, sem staddir eru í Túnis, til síns heima. Yfir þrjú þúsund Túnisar hafa gengið til liðs við íslamska ríkið síðan árið 2013. Atvinnuleysi meðal ungra karlmanna og erfiðar horfur í atvinnulífi Túnisa eru taldar vera meginorsök þess. Á sama tíma voru sjíamúslimar myrtir í mosku í Kúveit þegar hryðjuverkamaður sprengdi sig í loft upp og tók 25 aðra með sér. Á þriðja hundruð manna særðust einnig í árásinni. Árásin átti sér stað á þeim tíma þegar um tvö þúsund manns komu til föstudagsbæna í austurhluta höfuðborgar Kúveit. Hryðjuverkahópur tengdur íslamska ríkinu hefur gengist við árásinni. Að minnsta kosti þrjátíu manns létu lífið í mannskæðri skotárás hryðjuverkasamtakanna Al-Shabab á herstöð í suðurhluta Sómalíu í dag. Ódæðisverkið var framið á þann hátt að bifreið var ekið að aðalhliði herstöðvarinnar þar sem hún sprakk og ruddi veginn fyrir vígamenn inn í herstöðina þar sem þeir skutu á allt sem á vegi þeirra varð. Sjónarvottar í bænum Leego sáu bifreiðar keyra um göturnar hlaðnar vopnum og líkum þeirra sem féllu í árásinni.
Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Sjá meira