Golf

Spilað fyrir gott málefni í Grafarholti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslenska landsliðið í golfi.
Íslenska landsliðið í golfi. Mynd/Golfsambandið
Landsliðin í golfi etja í dag kappi við úrvalslið atvinnu- og áhugamanna á KPMG-mótinu sem haldið verður á Grafarholtsvelli.

Keppnisfyrirkomulaginu svipar til Ryder-keppninnar og því um liðakeppni að ræða á milli landsliðanna annars vegar og úrvalsliðsins hins vegar.

Margir af bestu atvinnukylfingum landsins taka þátt í dag, þeirra á meðal Birkir Leifur Hafþórsson (á mynd), Ólafur Björn Loftsson og Valdís Þóra Jónsdóttir.

Spilað verður fyrir gott málefni en fyrir hvern fugl í dag mun ákveðin upphæð renna til styrktar sumarbúðum í Reykjadal en þar gefst börnum og ungmennum sem þurfa sérstaka þjónustu vegna fötlunar tækifæri til að komast í sumarbúðir.

Fyrsti hópur verður ræstur út klukkan 11.00 í dag en auk þess að fylgjast með spennandi viðureignum verður hægt að taka þátt í púttkeppni og fá golfkennslu. Nánari upplýsingar á golf.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×