Erlent

Stórt skref í jafnréttisbaráttunni

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Fjölmargir fögnuðu niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna.
Fjölmargir fögnuðu niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna. Vísir/Getty
Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað í gær upp dóm um að samkynja hjónabönd stangist ekki á við stjórnarskrá landsins. Með úrskurðinum verða öll ríki Bandaríkjanna skylduð til þess að gefa saman fólk af sama kyni. Það er þó búist við að einhver ríki muni andmæla niðurstöðum dómsins. Fyrir dóminn voru hjónabönd samkynja para lögleg í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna.

„Þetta er ótrúlegur áfangi og sögulegur dagur,“ segir Hilmar Hildarson Magnúsarson, formaður Samtakanna 78. „Þetta eru gríðarleg vatnaskil sem hafa átt sér stað í Bandaríkjum á ekkert svo mörgum árum. Ég vonast til þess að þetta verði til þess að efla hinsegin hreyfinguna í Bandaríkjunum og hafi áhrif víðar,“ segir Hilmar.

Fjölmargir fögnuðu dómnum, meðal annars forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, sem setti inn færslu á Twitter og sagði niðurstöðuna vera stórt skref í jafnréttisbaráttunni.

Mikil gleði Fjölmargir fögnuðu niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna. Fréttablaðið/EPA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×