Umhyggja nýtur góðs af mislukkaðri spá lögreglumanns Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júní 2015 21:26 Sigvaldi er maður orða sinna og hyggst leggja í hann á föstudagsmorgun. VÍSIR/ „Markmiðin eru fyrst og fremst tvö; Að safna mikið af peningum og hafa gaman af þessu,” segir Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sem hyggst á næstu dögum ganga rúma 370 kílómetra eftir að hafa tapað veðmáli í vor. Ferðina nýtir hann til að safna peningum fyrir Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum.Aðdragandi málsins er sá að Sigvaldi brá sér í gervi Nostradamusar í janúar síðastliðnum fyrir kosningarinnar um Íþróttamann ársins 2014. Klukkustund áður en kunngjört var að Jón Arnór Stefánsson varð fyrir valinu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna hét Sigvaldi því að hlaupa til Hofsóss myndi spá hans ekki rætast. Sigvaldi spáði því að Gylfi Þór Sigurðsson yrði íþróttamaður ársins, karlalandsliðið í fótbolta lið ársins og þjálfari Stjörnunnar í karlaknattspyrnu þjálfari ársins. Reyndar hafði Sigvaldi rétt fyrir sér í flokknum þjálfari ársins því Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, varð hlutskarpastur í kjörinu. Hins vegar var Jón Arnór sem fyrr segir kjörinn íþróttamaður ársins og karlalandsliðið í körfubolta lið ársins. „Hafi ég rangt fyrir mér skal ég hlaupa til Hofsóss næsta sumar,“ sagði Sigvaldi á Facebook-síðu sinni á sínum tíma og nú er komið að skuldadögum.Bíllinn sem mun fylgja Sigvalda á ferð hans yfir landið. Styrktarnúmerin þrjú má sjá hlið bílsins.MYND/FACEBOOKVonar að landsliðsstrákarnir hafi trú á sér Sigvaldi segist vera vel stemmdur fyrir gönguna en hann leggur af stað frá lögreglustöðinni í Keflavík klukkan níu á föstudagsmorgun. Leiðin sem hann leggur undir fót eru rétt rúmir 370 kílómetrar og hefur hann hugsað sér að þreyta gönguna á níu dögum. Þrátt fyrir að vera að eigin sögn „enginn hlaupari” segist Sigvaldi ekki kvíða því að ganga vegalengd sem nemur heilu maraþon-hlaupi á hverjum degi. „Síðastliðið hálft ár hef ég undirbúið mig með miklum og stífum æfingum í Sporthúsinu og eftir að það fór að vora hefur maður takið nokkra langa göngutúra. Svo hefur maður líka getað notað rólegar næturvaktir í vinnunni í undirbúninginn, það mætti segja að hlaupabrettið á lögreglustöðinni sé orðinn besti vinur manns,” segir Sigvaldi. Þrátt fyrir að „vera ekki búinn að kíkja í bókina nýlega“ segir Sigvaldi að peningasöfnunin gangi eins og í lygasögu. Margir hafi lýst miklum áhuga á verkefninu og látið fé af hendi rakna. Þá hafi fyrirtæki stutt dyggilega við bakið á honum, ýmist með því að útvega honum búnað til göngunnar sem og með kaupum á auglýsingum á bifreið sem kemur til með að fylgja Sigvalda alla 370 kílómetrana. Upplýsingar um Snapchat-reikning göngunnar.MYND/FACEBOOKAðspurður um hvort hann sé einhverju ragari við veðmál í dag segir hann svo ekki vera, þó svo að hann útiloki ekki að það verði komið annað hljóð í skrokkinn að göngunni liðinni. „Ég hafði einfaldlega mikla trú á Gylfa Þór og strákunum í landsliðinu á sínum tíma. Nú vona ég bara að þeir hafi trú á mér í staðinn,” segir Sigvaldi. Hann hvetur alla áhugasama til að fylgjast með á Facebook-síðu göngunnar, Umhyggju ganga Keflavík-Hofsós, þar sem nálgast má allar upplýsingar um hvernig hægt er að styðja við verkefnið. Komið hefur verið upp þremur styrktarnúmerum sem nálgast má á síðunni. Þá hefur Sigvaldi sett á laggirnar Snapchat-reikning, sem ber nafnið umhyggjugangan, þar sem fylgjast má með afdrifum hans meðan á göngunni stendur. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Markmiðin eru fyrst og fremst tvö; Að safna mikið af peningum og hafa gaman af þessu,” segir Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sem hyggst á næstu dögum ganga rúma 370 kílómetra eftir að hafa tapað veðmáli í vor. Ferðina nýtir hann til að safna peningum fyrir Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum.Aðdragandi málsins er sá að Sigvaldi brá sér í gervi Nostradamusar í janúar síðastliðnum fyrir kosningarinnar um Íþróttamann ársins 2014. Klukkustund áður en kunngjört var að Jón Arnór Stefánsson varð fyrir valinu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna hét Sigvaldi því að hlaupa til Hofsóss myndi spá hans ekki rætast. Sigvaldi spáði því að Gylfi Þór Sigurðsson yrði íþróttamaður ársins, karlalandsliðið í fótbolta lið ársins og þjálfari Stjörnunnar í karlaknattspyrnu þjálfari ársins. Reyndar hafði Sigvaldi rétt fyrir sér í flokknum þjálfari ársins því Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, varð hlutskarpastur í kjörinu. Hins vegar var Jón Arnór sem fyrr segir kjörinn íþróttamaður ársins og karlalandsliðið í körfubolta lið ársins. „Hafi ég rangt fyrir mér skal ég hlaupa til Hofsóss næsta sumar,“ sagði Sigvaldi á Facebook-síðu sinni á sínum tíma og nú er komið að skuldadögum.Bíllinn sem mun fylgja Sigvalda á ferð hans yfir landið. Styrktarnúmerin þrjú má sjá hlið bílsins.MYND/FACEBOOKVonar að landsliðsstrákarnir hafi trú á sér Sigvaldi segist vera vel stemmdur fyrir gönguna en hann leggur af stað frá lögreglustöðinni í Keflavík klukkan níu á föstudagsmorgun. Leiðin sem hann leggur undir fót eru rétt rúmir 370 kílómetrar og hefur hann hugsað sér að þreyta gönguna á níu dögum. Þrátt fyrir að vera að eigin sögn „enginn hlaupari” segist Sigvaldi ekki kvíða því að ganga vegalengd sem nemur heilu maraþon-hlaupi á hverjum degi. „Síðastliðið hálft ár hef ég undirbúið mig með miklum og stífum æfingum í Sporthúsinu og eftir að það fór að vora hefur maður takið nokkra langa göngutúra. Svo hefur maður líka getað notað rólegar næturvaktir í vinnunni í undirbúninginn, það mætti segja að hlaupabrettið á lögreglustöðinni sé orðinn besti vinur manns,” segir Sigvaldi. Þrátt fyrir að „vera ekki búinn að kíkja í bókina nýlega“ segir Sigvaldi að peningasöfnunin gangi eins og í lygasögu. Margir hafi lýst miklum áhuga á verkefninu og látið fé af hendi rakna. Þá hafi fyrirtæki stutt dyggilega við bakið á honum, ýmist með því að útvega honum búnað til göngunnar sem og með kaupum á auglýsingum á bifreið sem kemur til með að fylgja Sigvalda alla 370 kílómetrana. Upplýsingar um Snapchat-reikning göngunnar.MYND/FACEBOOKAðspurður um hvort hann sé einhverju ragari við veðmál í dag segir hann svo ekki vera, þó svo að hann útiloki ekki að það verði komið annað hljóð í skrokkinn að göngunni liðinni. „Ég hafði einfaldlega mikla trú á Gylfa Þór og strákunum í landsliðinu á sínum tíma. Nú vona ég bara að þeir hafi trú á mér í staðinn,” segir Sigvaldi. Hann hvetur alla áhugasama til að fylgjast með á Facebook-síðu göngunnar, Umhyggju ganga Keflavík-Hofsós, þar sem nálgast má allar upplýsingar um hvernig hægt er að styðja við verkefnið. Komið hefur verið upp þremur styrktarnúmerum sem nálgast má á síðunni. Þá hefur Sigvaldi sett á laggirnar Snapchat-reikning, sem ber nafnið umhyggjugangan, þar sem fylgjast má með afdrifum hans meðan á göngunni stendur.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira