Vonar að stjórnvöld taki við sér eftir vitundarvakningu um kynferðisofbeldi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. júní 2015 12:00 "Það er algjörlega óviðunandi að þetta lýðræðiskerfi sem við búum í sé ekki í stakk búið að taka á svona alvarlegum mannréttindabrotum,“ segir Guðrún. vísir/daníel Fjöldi kvenna hefur leitað til Stígamóta, eftir umræðu sem hefur átt sér stað um kynferðisofbeldi undanfarna daga. Guðrún Jónsdóttir, talskona samtakanna, fagnar aukinni umræðu og vonar að hún verði til þess fallin að stjórnvöld taki við sér. Halda þurfi áfram að þrýsta á stjórnvöld því aðgerðarleysi þeirra sé óásættanlegt.Nauðsynlegt að taka málum sem þessum alvarlega „Ég held að þetta sé merki sem yfirvöld, lögregla, dómarar og saksóknari, og við öll sem komum að þessum málum verðum að taka alvarlega. Það er algjörlega óviðunandi að þetta lýðræðiskerfi sem við búum í sé ekki í stakk búið að taka á svona alvarlegum mannréttindabrotum,“ segir Guðrún. Hún segir kynferðisbrotamál felld niður í of miklum mæli, sem verði þess valdandi að konur hræðist að segja frá og kæra. „Konur treysta sér ekki til að kæra af ótal ástæðum og ef þær gera það þá eru málin í alltof miklum mæli felld niður á öllum stigum og það er algjörlega óásættanlegt. Þessi umræða núna eru viðbrögð við þessu ástandi og það verður að taka alvarlega á því."Á von á að fleiri konur leiti sér aðstoðar Hundruð kvenna hafa síðustu daga stigið fram og sagt sögu sína af kynferðisofbeldi á lokuðum Facebook-hóp og öðrum samskiptamiðlum. Um byltingu er að ræða því stór hluti þessara kvenna eru í fyrsta sinn að segja frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Guðrún segist eiga von á að fleiri konur eigi eftir að leita til samtakanna. „Það eru að bresta stórar stíflur sem stafa af því að konur sætta sig ekki lengur við að vera skilgreindar af klámvæðingu, til dæmis sem olli því að Free the nipple byltingin átti sérs tað. Það var algjörlega sjálfsprottin aðgerð og hún er það líka sú sem er að eiga sér stað á Facebook. Hún markast af því að konur neita nú að undirgangast það að það séu engar leiðir til og hafna því valdaleysi sem þær finna fyrir," segir hún og bætir við að hún geri ráð fyrir að fleiri stíflur bresti. Tengdar fréttir Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Mikil umræða á sér stað núna inn á Facebook hópnum Beauty Tips. 29. maí 2015 13:49 Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00 Fannst hún ekki eiga rétt á að kvarta Þöggunin í kjölfar þriðja kynferðisafbrotsins endaði með innlögn á geðdeild þar sem grímunni var kastað. 1. júní 2015 11:07 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Fjöldi kvenna hefur leitað til Stígamóta, eftir umræðu sem hefur átt sér stað um kynferðisofbeldi undanfarna daga. Guðrún Jónsdóttir, talskona samtakanna, fagnar aukinni umræðu og vonar að hún verði til þess fallin að stjórnvöld taki við sér. Halda þurfi áfram að þrýsta á stjórnvöld því aðgerðarleysi þeirra sé óásættanlegt.Nauðsynlegt að taka málum sem þessum alvarlega „Ég held að þetta sé merki sem yfirvöld, lögregla, dómarar og saksóknari, og við öll sem komum að þessum málum verðum að taka alvarlega. Það er algjörlega óviðunandi að þetta lýðræðiskerfi sem við búum í sé ekki í stakk búið að taka á svona alvarlegum mannréttindabrotum,“ segir Guðrún. Hún segir kynferðisbrotamál felld niður í of miklum mæli, sem verði þess valdandi að konur hræðist að segja frá og kæra. „Konur treysta sér ekki til að kæra af ótal ástæðum og ef þær gera það þá eru málin í alltof miklum mæli felld niður á öllum stigum og það er algjörlega óásættanlegt. Þessi umræða núna eru viðbrögð við þessu ástandi og það verður að taka alvarlega á því."Á von á að fleiri konur leiti sér aðstoðar Hundruð kvenna hafa síðustu daga stigið fram og sagt sögu sína af kynferðisofbeldi á lokuðum Facebook-hóp og öðrum samskiptamiðlum. Um byltingu er að ræða því stór hluti þessara kvenna eru í fyrsta sinn að segja frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Guðrún segist eiga von á að fleiri konur eigi eftir að leita til samtakanna. „Það eru að bresta stórar stíflur sem stafa af því að konur sætta sig ekki lengur við að vera skilgreindar af klámvæðingu, til dæmis sem olli því að Free the nipple byltingin átti sérs tað. Það var algjörlega sjálfsprottin aðgerð og hún er það líka sú sem er að eiga sér stað á Facebook. Hún markast af því að konur neita nú að undirgangast það að það séu engar leiðir til og hafna því valdaleysi sem þær finna fyrir," segir hún og bætir við að hún geri ráð fyrir að fleiri stíflur bresti.
Tengdar fréttir Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Mikil umræða á sér stað núna inn á Facebook hópnum Beauty Tips. 29. maí 2015 13:49 Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00 Fannst hún ekki eiga rétt á að kvarta Þöggunin í kjölfar þriðja kynferðisafbrotsins endaði með innlögn á geðdeild þar sem grímunni var kastað. 1. júní 2015 11:07 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Mikil umræða á sér stað núna inn á Facebook hópnum Beauty Tips. 29. maí 2015 13:49
Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00
Fannst hún ekki eiga rétt á að kvarta Þöggunin í kjölfar þriðja kynferðisafbrotsins endaði með innlögn á geðdeild þar sem grímunni var kastað. 1. júní 2015 11:07