Óttast lög á verkfallið Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. júní 2015 07:00 Aðstoðarmaður forstjóra segir að starfsemi spítalans hafi gengið vel um helgina, en ástandið geti ekki verið óbreytt til lengdar. fréttablaðið/ernir „Það er ekkert að gerast,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, í samtali við Fréttablaðið, aðspurður hver staðan sé í kjarasamningaviðræðunum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sleit síðla dags á föstudaginn viðræðum sínum við samninganefnd ríkisins. Ólafur segir að hjúkrunarfræðingar hafi fengið tilboð um svipaðar krónutöluhækkanir og almenni markaðurinn fékk. „Það sem hefði gerst við þennan samning er að eftir fjögur ár hefðu byrjunarlaun hjúkrunarfræðings farið úr 304 þúsund í 359 þúsund, á meðan lágmarkslaun á almenna markaðnum yrðu 300 þúsund. Hjúkrunarfræðingur myndi aldrei samþykkja slíkan samning,“ segir Ólafur. Hann ítrekar að hjúkrunarfræðingar vilji að menntun og ábyrgð þeirra séu metin til launa og að störf hjúkrunarfræðings verði eftirsóknarverð. „Af því að það er svo mikill flótti í stéttinni. Verkfall í dag verður bara venjuleg mönnun í framtíðinni ef ekki verður gert eitthvað í launamálum hjúkrunarfræðinga,“ segir Ólafur. Samkvæmt upplýsingum frá Bandalagi háskólamanna er staðan í viðræðum þeirra við ríkið svipuð og í viðræðum hjúkrunarfræðinga. Magnús Pétursson, fráfarandi ríkissáttasemjari, segist hafa átt óformleg samskipti við deiluaðila um helgina. „En ég boða ekki til fundar nema að það sé tilefni til þess,“ segir hann. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segist hræddur um að fljótlega verði farið að huga að því að setja lög á verkfallið, en það muni ekki leysa neitt vandamál. „Þú frestar kannski vandanum um einhvern tíma en hann er ennþá til staðar og ég hef heyrt það á félagsmönnum okkar að þeir munu ekki allir sætta sig við að það verði sett á okkur lög,“ segir Ólafur. Hann hafi heyrt af hjúkrunarfræðingum sem muni segja upp ef lög verði sett á verkfallið. En þar tali hver og einn hjúkrunarfræðingur fyrir sig sjálfur. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir að þrátt fyrir verkfallið hafi helgin gengið vel. En ástandið geti ekki gengið svona til lengdar. „Það gengur þokkalega að innskrifa, en mjög hægt að útskrifa. „En hann endar, þessi góði tími. Það er alveg öruggt mál,“ segir hún. Ástæðan fyrir því að innskriftir ganga betur en útskriftir er sú að það voru laus pláss á spítalanum sem hefur þó fækkað. Aftur á móti vantar aðila til að taka á móti fólkinu eftir útskrift. Heimahjúkrun tekur síður við sjúklingum vegna verkfallsins og hið sama gildir um ýmsar stofnanir. Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Það er ekkert að gerast,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, í samtali við Fréttablaðið, aðspurður hver staðan sé í kjarasamningaviðræðunum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sleit síðla dags á föstudaginn viðræðum sínum við samninganefnd ríkisins. Ólafur segir að hjúkrunarfræðingar hafi fengið tilboð um svipaðar krónutöluhækkanir og almenni markaðurinn fékk. „Það sem hefði gerst við þennan samning er að eftir fjögur ár hefðu byrjunarlaun hjúkrunarfræðings farið úr 304 þúsund í 359 þúsund, á meðan lágmarkslaun á almenna markaðnum yrðu 300 þúsund. Hjúkrunarfræðingur myndi aldrei samþykkja slíkan samning,“ segir Ólafur. Hann ítrekar að hjúkrunarfræðingar vilji að menntun og ábyrgð þeirra séu metin til launa og að störf hjúkrunarfræðings verði eftirsóknarverð. „Af því að það er svo mikill flótti í stéttinni. Verkfall í dag verður bara venjuleg mönnun í framtíðinni ef ekki verður gert eitthvað í launamálum hjúkrunarfræðinga,“ segir Ólafur. Samkvæmt upplýsingum frá Bandalagi háskólamanna er staðan í viðræðum þeirra við ríkið svipuð og í viðræðum hjúkrunarfræðinga. Magnús Pétursson, fráfarandi ríkissáttasemjari, segist hafa átt óformleg samskipti við deiluaðila um helgina. „En ég boða ekki til fundar nema að það sé tilefni til þess,“ segir hann. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segist hræddur um að fljótlega verði farið að huga að því að setja lög á verkfallið, en það muni ekki leysa neitt vandamál. „Þú frestar kannski vandanum um einhvern tíma en hann er ennþá til staðar og ég hef heyrt það á félagsmönnum okkar að þeir munu ekki allir sætta sig við að það verði sett á okkur lög,“ segir Ólafur. Hann hafi heyrt af hjúkrunarfræðingum sem muni segja upp ef lög verði sett á verkfallið. En þar tali hver og einn hjúkrunarfræðingur fyrir sig sjálfur. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir að þrátt fyrir verkfallið hafi helgin gengið vel. En ástandið geti ekki gengið svona til lengdar. „Það gengur þokkalega að innskrifa, en mjög hægt að útskrifa. „En hann endar, þessi góði tími. Það er alveg öruggt mál,“ segir hún. Ástæðan fyrir því að innskriftir ganga betur en útskriftir er sú að það voru laus pláss á spítalanum sem hefur þó fækkað. Aftur á móti vantar aðila til að taka á móti fólkinu eftir útskrift. Heimahjúkrun tekur síður við sjúklingum vegna verkfallsins og hið sama gildir um ýmsar stofnanir.
Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira