Sigmundur Davíð: Lausnin fólgin í samstöðu verkalýðsfélaga Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. maí 2015 19:30 Ríkisstjórnin mun ekki kasta eldiviði á verðbólgubál með inngripi inn í kjaraviðræður sem tryggi þær krónutöluhækkanir sem verkalýðshreyfingin hefur farið fram á, heldur stuðla að áframhaldandi verðmætasköpun ef aðilar vinnumarkaðarins ná saman um skynsamlega kjarasamninga. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Áhrifa verkfalla gætir víða í samfélaginu. Uppnám er á fasteignamarkaði þar sem ekki hefur verið hægt að þinglýsa skjölum vegna verkfalls lögfræðinga hjá sýslumannsembættum, læknismeðferðir krabbameinssjúkra á Landspítalanum hafa raskast alvarlega vegna verkfalls geislafræðinga og kjötskortur er í verslunum vegna verkfalls dýralækna. Til dæmis var enginn ferskur kjúklingur í mörgum verslunum um helgina. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna var málshefjandi í sérstakri umræðu um stöðuna á vinnumarkaði á Alþingi í dag. „Er ætlunin að ríkið skili auðu í þessari deilu þótt yfir standi verkfallsaðgerðir, svo umfangsmiklar að jafnmiklar höfum við ekki séð áratugum saman sem munu bitna bæði á almenningi og atvinnulífinu?“ spurði Katrín.Ríkisstjórnin mun ekki kynda undir verðbólgubálið „Ef atvinnurekendur og launþegar semja á þann hátt að það ógni ekki efnahagslífi þjóðarinnar, ýti undir verðbólgu og vegi að velferð í landinu, þá mun ríkisstjórnin geta lagt ýmislegt þar til málanna til að auka enn á ráðstöfunartekjur fólks. En ríkisstjórnin mun ekki kasta eldiviði eða spreki á verðbólgubál ef að menn, í stað þess að nýta tækifærin sem þeir standa frammi fyrir, gera verðbólgusamninga,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra segir að verkföllin komi upp við ótrúlega óvenjulegar aðstæður og vísar þar til kaupmáttaraukningar, hagvaxtar, verðmætasköpunar, lítils ójöfnuðar og lítillar verðbólgu hér á landi.Krabbameinsmeðferðir hafa tafist vegna verkfalls geislafræðinga, það er uppnám á fasteignamarkaði og kjötskortur í verslunum. Hversu vond þarf staðan að verða svo ríkisstjórnin komi með inngrip áður en aðilar vinnumarkaðarins ná saman? „Inngrip ríkisstjórnarinnar áður en aðilar vinnumarkaðrins ná saman væri ekki til þess fallið að leysa málin því menn stæðu ennþá eftir með ógerða kjarasamninga. Hins vegar væri þá tryggt, eða nánast tryggt, að afleiðingin þegar aðilar næðu loksins saman yrði sú að verðbólgan færi á fullan skrið og menn myndu þurfa aftur að setjast að samningaborðinu við enn erfiðari aðstæður. (...) Lausnin hlýtur að felast í því að stéttarfélögin, fulltrúar launþega, nái saman þannig að þeir finni út úr málum sín á milli og finni út hvernig er hægt að skipta þessum ávinningi á sanngjarnan hátt og komi svo sameinaðir til borðsins,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali við Stöð 2.Formaður SA vísar aðgerðaleysi á bug Samtök atvinnulífsins hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi í ljósi þeirrar eldfimu stöðu sem er uppi á vinnumarkaði en Björgólfur Jóhannsson formaður samtakanna vísar þessu á bug í bréfi til aðildarfélaga SA í dag. Þar segir Björgólfur að SA hafi viðrað hugmyndir um þriggja ára kjarasamning með verulegri hækkun lágmarkstekjutryggingar svo lægstu laun dugi betur til lágmarksframfærslu. Þá hafi SA boðið verulega hlutfallshækkun launa ásamt sérstakri hækkun dagvinnulauna gegn því að samið yrði um aukinn sveigjanleika dagvinnutímabils og lækkun yfirvinnuálaga. Til samans hefðu þessar leiðir leitt til rúmlega 20% hækkunar dagvinnulauna á samningstímanum, að sögn Björgólfs. Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Formaður VR óttast lög á verkfallið Formaður Samtaka atvinnulífsins segir að verkalýðshreyfingin geti knúið „hvaða vitleysu“ í gegn í krafti verkfalla sem hún kýs að gera. 3. maí 2015 13:16 Ísland verður vandræðaland Langvarandi verkföll geta gert út af við ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Hótel og gistiheimili eru mjög viðkvæm fyrir verkfalli SGS sem hefst í vikunni. Miklar áhyggjur af langtímaáhrifum á ferðaþjónustu í landinu. 29. apríl 2015 07:00 Stefnir í 100 þúsund manna verkfall innan fárra vikna Ríkissáttasemjari segir stöðuna í kjaraviðræðunum grafalvarlega. Ef ekki semst á næstum vikum gætu um 100 þúsund manns farið í verkfall. 30. apríl 2015 20:30 „Tími yfirlýsinga er liðinn, nú þarf ríkið að grípa til aðgerða“ Stjórn BHM lýsir yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna bandalagsins við ríkið en þetta kemur fram í ályktun frá BHM. 29. apríl 2015 07:48 Vill að ríkisstjórnin greiði fyrir lausn fremur en að herða hnútinn „Ég eins og aðrir hef auðvitað þungar áhyggjur af stöðu mála á vinnumarkaði.“ 3. maí 2015 19:30 BHM skoðar leiðir til að herða verkfallsaðgerðir Fátt virðist geta afstýrt tveggja sólahringa verkfalli tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandins eftir helgina. 3. maí 2015 19:30 Viðræður komnar í strand Rúmlega 10 þúsund manns hófu verkfall á landsbyggðinni á hádegi. Jákvæður fundur í morgun en viðræður komnar í strand. 30. apríl 2015 12:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ríkisstjórnin mun ekki kasta eldiviði á verðbólgubál með inngripi inn í kjaraviðræður sem tryggi þær krónutöluhækkanir sem verkalýðshreyfingin hefur farið fram á, heldur stuðla að áframhaldandi verðmætasköpun ef aðilar vinnumarkaðarins ná saman um skynsamlega kjarasamninga. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Áhrifa verkfalla gætir víða í samfélaginu. Uppnám er á fasteignamarkaði þar sem ekki hefur verið hægt að þinglýsa skjölum vegna verkfalls lögfræðinga hjá sýslumannsembættum, læknismeðferðir krabbameinssjúkra á Landspítalanum hafa raskast alvarlega vegna verkfalls geislafræðinga og kjötskortur er í verslunum vegna verkfalls dýralækna. Til dæmis var enginn ferskur kjúklingur í mörgum verslunum um helgina. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna var málshefjandi í sérstakri umræðu um stöðuna á vinnumarkaði á Alþingi í dag. „Er ætlunin að ríkið skili auðu í þessari deilu þótt yfir standi verkfallsaðgerðir, svo umfangsmiklar að jafnmiklar höfum við ekki séð áratugum saman sem munu bitna bæði á almenningi og atvinnulífinu?“ spurði Katrín.Ríkisstjórnin mun ekki kynda undir verðbólgubálið „Ef atvinnurekendur og launþegar semja á þann hátt að það ógni ekki efnahagslífi þjóðarinnar, ýti undir verðbólgu og vegi að velferð í landinu, þá mun ríkisstjórnin geta lagt ýmislegt þar til málanna til að auka enn á ráðstöfunartekjur fólks. En ríkisstjórnin mun ekki kasta eldiviði eða spreki á verðbólgubál ef að menn, í stað þess að nýta tækifærin sem þeir standa frammi fyrir, gera verðbólgusamninga,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra segir að verkföllin komi upp við ótrúlega óvenjulegar aðstæður og vísar þar til kaupmáttaraukningar, hagvaxtar, verðmætasköpunar, lítils ójöfnuðar og lítillar verðbólgu hér á landi.Krabbameinsmeðferðir hafa tafist vegna verkfalls geislafræðinga, það er uppnám á fasteignamarkaði og kjötskortur í verslunum. Hversu vond þarf staðan að verða svo ríkisstjórnin komi með inngrip áður en aðilar vinnumarkaðarins ná saman? „Inngrip ríkisstjórnarinnar áður en aðilar vinnumarkaðrins ná saman væri ekki til þess fallið að leysa málin því menn stæðu ennþá eftir með ógerða kjarasamninga. Hins vegar væri þá tryggt, eða nánast tryggt, að afleiðingin þegar aðilar næðu loksins saman yrði sú að verðbólgan færi á fullan skrið og menn myndu þurfa aftur að setjast að samningaborðinu við enn erfiðari aðstæður. (...) Lausnin hlýtur að felast í því að stéttarfélögin, fulltrúar launþega, nái saman þannig að þeir finni út úr málum sín á milli og finni út hvernig er hægt að skipta þessum ávinningi á sanngjarnan hátt og komi svo sameinaðir til borðsins,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali við Stöð 2.Formaður SA vísar aðgerðaleysi á bug Samtök atvinnulífsins hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi í ljósi þeirrar eldfimu stöðu sem er uppi á vinnumarkaði en Björgólfur Jóhannsson formaður samtakanna vísar þessu á bug í bréfi til aðildarfélaga SA í dag. Þar segir Björgólfur að SA hafi viðrað hugmyndir um þriggja ára kjarasamning með verulegri hækkun lágmarkstekjutryggingar svo lægstu laun dugi betur til lágmarksframfærslu. Þá hafi SA boðið verulega hlutfallshækkun launa ásamt sérstakri hækkun dagvinnulauna gegn því að samið yrði um aukinn sveigjanleika dagvinnutímabils og lækkun yfirvinnuálaga. Til samans hefðu þessar leiðir leitt til rúmlega 20% hækkunar dagvinnulauna á samningstímanum, að sögn Björgólfs.
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Formaður VR óttast lög á verkfallið Formaður Samtaka atvinnulífsins segir að verkalýðshreyfingin geti knúið „hvaða vitleysu“ í gegn í krafti verkfalla sem hún kýs að gera. 3. maí 2015 13:16 Ísland verður vandræðaland Langvarandi verkföll geta gert út af við ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Hótel og gistiheimili eru mjög viðkvæm fyrir verkfalli SGS sem hefst í vikunni. Miklar áhyggjur af langtímaáhrifum á ferðaþjónustu í landinu. 29. apríl 2015 07:00 Stefnir í 100 þúsund manna verkfall innan fárra vikna Ríkissáttasemjari segir stöðuna í kjaraviðræðunum grafalvarlega. Ef ekki semst á næstum vikum gætu um 100 þúsund manns farið í verkfall. 30. apríl 2015 20:30 „Tími yfirlýsinga er liðinn, nú þarf ríkið að grípa til aðgerða“ Stjórn BHM lýsir yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna bandalagsins við ríkið en þetta kemur fram í ályktun frá BHM. 29. apríl 2015 07:48 Vill að ríkisstjórnin greiði fyrir lausn fremur en að herða hnútinn „Ég eins og aðrir hef auðvitað þungar áhyggjur af stöðu mála á vinnumarkaði.“ 3. maí 2015 19:30 BHM skoðar leiðir til að herða verkfallsaðgerðir Fátt virðist geta afstýrt tveggja sólahringa verkfalli tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandins eftir helgina. 3. maí 2015 19:30 Viðræður komnar í strand Rúmlega 10 þúsund manns hófu verkfall á landsbyggðinni á hádegi. Jákvæður fundur í morgun en viðræður komnar í strand. 30. apríl 2015 12:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Formaður VR óttast lög á verkfallið Formaður Samtaka atvinnulífsins segir að verkalýðshreyfingin geti knúið „hvaða vitleysu“ í gegn í krafti verkfalla sem hún kýs að gera. 3. maí 2015 13:16
Ísland verður vandræðaland Langvarandi verkföll geta gert út af við ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Hótel og gistiheimili eru mjög viðkvæm fyrir verkfalli SGS sem hefst í vikunni. Miklar áhyggjur af langtímaáhrifum á ferðaþjónustu í landinu. 29. apríl 2015 07:00
Stefnir í 100 þúsund manna verkfall innan fárra vikna Ríkissáttasemjari segir stöðuna í kjaraviðræðunum grafalvarlega. Ef ekki semst á næstum vikum gætu um 100 þúsund manns farið í verkfall. 30. apríl 2015 20:30
„Tími yfirlýsinga er liðinn, nú þarf ríkið að grípa til aðgerða“ Stjórn BHM lýsir yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna bandalagsins við ríkið en þetta kemur fram í ályktun frá BHM. 29. apríl 2015 07:48
Vill að ríkisstjórnin greiði fyrir lausn fremur en að herða hnútinn „Ég eins og aðrir hef auðvitað þungar áhyggjur af stöðu mála á vinnumarkaði.“ 3. maí 2015 19:30
BHM skoðar leiðir til að herða verkfallsaðgerðir Fátt virðist geta afstýrt tveggja sólahringa verkfalli tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandins eftir helgina. 3. maí 2015 19:30
Viðræður komnar í strand Rúmlega 10 þúsund manns hófu verkfall á landsbyggðinni á hádegi. Jákvæður fundur í morgun en viðræður komnar í strand. 30. apríl 2015 12:13