Þjálfari FH-inga sendi bakverðinum sínum batakveðjur eftir alvarleg meiðsli á KR-vellinum í kvöld.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, staðfesti í samtali við fjölmiðla eftir leik að Jonathan Hendrickx, bakvörður FH-inga, sé mjög líklega fótbrotinn.
„Ég var að fá þau tíðindi fyrir mínútu síðan að það væru 99 prósent líkur á því að hann sé fótbrotinn,“ sagði Heimir en Hendrickx var fluttur á sjúkrahús eftir að hann var borinn af velli í kvöld.
„Það eru skelfileg tíðindi fyrir hann okkur. Hann er frábær leikmaður og vonandi verður hann fljótur að jafna sig. Við verðum að senda honum baráttukveðjur.“

