„Það er stígur þarna meðfram brúninni og mér skilst að þetta sé á svipuðum stað og þegar fólkið féll niður fyrir nokkrum árum,“ segir Aron en árið 2012 féllu fjórir ferðamenn niður af syllu í eyjunni.
Sjá einnig: Féllu af syllu í Dyrhólaey
Þrír þeirra slösuðust illa og einn af þeim fótbrotnaði. Björgunarsveitamenn og þyrla Landhelgisgæslunnar voru þá kölluð til vegna slyssins.
„Við sem leiðsögumenn erum vel meðvitaðir um hættuna þarna. Það er girðing á staðnum en hún nær bara ekki alla leið. Stígurinn sem alltaf er genginn liggur bara beint út þetta. Ég myndi giska á að þetta væru nokkur hundruð rúmmetrar sem fóru þarna niður,“ segir Aron en ferðamenn hafa verið að skoða svæðið í dag.
Hér að neðan má sjá færslu frá Aroni sem hann birti á Facebook-síðu sinni. Þar má sjá myndir frá vettvangi.