Upprifjun: Höddi Magg afgreiddi KR með síðasta marki sínu í efstu deild Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. maí 2015 11:30 Stórleikur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta fer fram á KR-vellinum í kvöld þar sem eigast við stórveldin KR og FH. Viðureignir liðanna undanfarinn áratug eða svo hafa verið einhver besta auglýsing fyrir íslenska knattspyrnu og skemmtanagildið mikið.Sjá einnig:Hefst titilbaráttan á KR-velli? FH-ingar höfðu lengi gott tak á KR í Frostaskjólinu, en því lauk á meistara ári KR-inga árið 2011 þegar heimamenn unnu, 2-0. KR er ósigrað gegn FH í fimm síðustu leikjum í deild og bikar á KR-velli, en FH vann útileikinn gegn KR á síðustu leiktíð. Þá var spilað á gervigrasinu í Laugardal. Til upprifjunar fyrir leikinn í kvöld tökum við fyrir sigur FH í Frostaskjóli 2001. FH var þá í titilbaráttu við ÍBV og ÍA, en KR átti erfitt uppdráttar eftir að verða meistari tvö ár í röð. Jónas Grani Garðarsson kom FH yfir á 31. mínútu eftir fyrirgjöf Jóns Þorgríms Stefánssonar. Heimir Guðjónsson, núverandi þjálfari FH, tók aukaspyrnu snöggt á Jón Þorgrím en auðvitað bauð Heimir upp á utanfótar sendingu. Jónas Grani átti einnig stóran þátt í öðru marki FH sem tryggði gestunum sigurinn. Hann tók snilldarlega við boltanum inn á teiginn og var felldur af Gunnari Einarssyni. Gísli Jóhannsson, dómari, gat ekkert annað gert en dæmt vítaspyrnu. Á punktinn fór markamaskínan Hörður Magnússon sem sendi vítabanann Kristján Finnbogason í rangt horn. Hörður klúðraði dauðafæri á 13. mínútu þegar Kristján varði meistaralega frá honum af stuttu færi, en Herði brást ekki bogalistin á vítapunktinum. Þetta mark er sögulegt því það er það síðasta sem Hörður Magnússon skoraði í efstu deild. Hann átti eftir að skora þrjú mörk í fjórum leikjum fyrir ÍR í 2. deildinni tveimur árum síðar áður en hann lagði skóna á hilluna. Tryggvi Sveinn Bjarnason, sem þá var ungur varnarmaður í liði KR, minnkaði muninn á 85. mínútu eftir fyrirgjöf varamannsins Sigþórs Júlíussonar. Nær komst KR ekki. Logi Ólafsson þjálfaði FH á þessum tíma, en hann verður einmitt að lýsa leiknum í Frostaskjólinu í kvöld. Eftir leikinn, eða klukkan 22.00, eru Pepsi-mörkin svo á dagskrá en þáttarstjórnandi er auðvitað Hörður Magnússon.Viðureign KR og FH árið 2001 var í beinni útsendingu á Sýn, en allt það helsta má sjá í spilaranum hér að ofan í lýsingu Þorsteins Gunnarssonar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Íslenski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Í beinni: FH - FHL | Nýja liðið í leit að fyrsta markinu „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Sjá meira
Stórleikur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta fer fram á KR-vellinum í kvöld þar sem eigast við stórveldin KR og FH. Viðureignir liðanna undanfarinn áratug eða svo hafa verið einhver besta auglýsing fyrir íslenska knattspyrnu og skemmtanagildið mikið.Sjá einnig:Hefst titilbaráttan á KR-velli? FH-ingar höfðu lengi gott tak á KR í Frostaskjólinu, en því lauk á meistara ári KR-inga árið 2011 þegar heimamenn unnu, 2-0. KR er ósigrað gegn FH í fimm síðustu leikjum í deild og bikar á KR-velli, en FH vann útileikinn gegn KR á síðustu leiktíð. Þá var spilað á gervigrasinu í Laugardal. Til upprifjunar fyrir leikinn í kvöld tökum við fyrir sigur FH í Frostaskjóli 2001. FH var þá í titilbaráttu við ÍBV og ÍA, en KR átti erfitt uppdráttar eftir að verða meistari tvö ár í röð. Jónas Grani Garðarsson kom FH yfir á 31. mínútu eftir fyrirgjöf Jóns Þorgríms Stefánssonar. Heimir Guðjónsson, núverandi þjálfari FH, tók aukaspyrnu snöggt á Jón Þorgrím en auðvitað bauð Heimir upp á utanfótar sendingu. Jónas Grani átti einnig stóran þátt í öðru marki FH sem tryggði gestunum sigurinn. Hann tók snilldarlega við boltanum inn á teiginn og var felldur af Gunnari Einarssyni. Gísli Jóhannsson, dómari, gat ekkert annað gert en dæmt vítaspyrnu. Á punktinn fór markamaskínan Hörður Magnússon sem sendi vítabanann Kristján Finnbogason í rangt horn. Hörður klúðraði dauðafæri á 13. mínútu þegar Kristján varði meistaralega frá honum af stuttu færi, en Herði brást ekki bogalistin á vítapunktinum. Þetta mark er sögulegt því það er það síðasta sem Hörður Magnússon skoraði í efstu deild. Hann átti eftir að skora þrjú mörk í fjórum leikjum fyrir ÍR í 2. deildinni tveimur árum síðar áður en hann lagði skóna á hilluna. Tryggvi Sveinn Bjarnason, sem þá var ungur varnarmaður í liði KR, minnkaði muninn á 85. mínútu eftir fyrirgjöf varamannsins Sigþórs Júlíussonar. Nær komst KR ekki. Logi Ólafsson þjálfaði FH á þessum tíma, en hann verður einmitt að lýsa leiknum í Frostaskjólinu í kvöld. Eftir leikinn, eða klukkan 22.00, eru Pepsi-mörkin svo á dagskrá en þáttarstjórnandi er auðvitað Hörður Magnússon.Viðureign KR og FH árið 2001 var í beinni útsendingu á Sýn, en allt það helsta má sjá í spilaranum hér að ofan í lýsingu Þorsteins Gunnarssonar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Íslenski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Í beinni: FH - FHL | Nýja liðið í leit að fyrsta markinu „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Sjá meira