Sjónskert stúlka kemst ekki ferða sinna: „Einangrar sig frekar en að fara í rútunni“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2015 08:00 Snæfríður segist ekki vilja fara með rútu í skólann. „Það er frekar skrýtið, ég á ekki að þurfa að fara í þessa þjónustu. Ég get alveg séð um þetta sjálf,“ segir Snæfríður. vísir/valli Snæfríður Ingadóttir er sjónskert og skilgreind sem lögblind. Foreldrar hennar eru orðnir langþreyttir á úrræða- og skilningsleysi sem Snæfríður mætir vegna fötlunarinnar. Fjölskyldan býr í Kópavogi og hefur nú ákveðið að stefna bænum vegna skorts á þjónustu. „Þegar það er mikil birta úti, snjór eða sólskin, þá er Snæfríður nánast alveg blind og getur ekki farið ferða sinna sjálf. Þá þurfum við að skutla henni í og úr skóla, í tómstundir og félagslíf. Ef hún byggi í öðru sveitarfélagi hefði hún rétt á leigubílaþjónustu eins og aðrir lögblindir. En það er ekki í boði hér í Kópavogi,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir, móðir Snæfríðar. Snæfríði hefur verið boðið að taka rútu með börnum sem eru í námsveri í skólanum, sem eru sérstök úrræði. Snæfríður gengur aftur á móti í almennan bekk enda afbragðs námsmaður. „Hún vill ekki þiggja far með rútunni. Hún myndi frekar sleppa því og einangra sig enda er erfitt fyrir unglingsstúlku á viðkvæmustu árum sínum að vera sett í hóp með börnum sem stríða við annars konar fötlun. Það þarf að sníða þjónustuna að hennar þörfum en ekki láta hana laga sig að þeirri þjónustu sem er í boði fyrir aðra. En það á alltaf að láta eitt ganga yfir alla þá sem eru fatlaðir.“Snæfríði ekki tekið eins og hún er Ragnhildur segir Kópavogsbæ ekki hafa boðið upp á neinar samræður og því hafi þau foreldrarnir ákveðið að fara hina lögbundnu leið og er málið komið í ferli. Hún segir skólasögu Snæfríðar einnig hafa oft einkennst af skilningsleysi og skorti á viðleitni. Í skólanum skorti oft svigrúm til að taka Snæfríði eins og hún er. „Skóli án aðgreiningar er fallegt á blaði en það skilar sér ekki alltaf í framkvæmd. Það er farið í ferðir án þess að hugsa um hvernig hægt sé að sníða ferðina að þörfum Snæfríðar og hefur komið fyrir að hún geti ekki farið með. Síðastliðin ár hefur Snæfríður setið í handavinnutímum og mjög oft upplifað að ekki sé komið til móts við þarfir hennar. Hún situr í landafræðitíma í heilan klukkutíma án þess að vera með því hún sér ekki á landakortið. Það eru til svo mörg dæmi sem sýna okkur að þarna vanti ákveðna viðleitni.“Gleymska eða áhugaleysi? Ragnhildur segir að samstarfið við skólastjórann hafi verið gott í gegnum tíðina en þau hafi síður mætt skilningi af hálfu kennaranna, enda séu kröfur á kennara ef til vill of miklar. Hún segir skorta fræðslu og upplýsingu um fötlun og þá sérstaklega um lögblindu, sem er afar sjaldgæf. Þjónusta sem börn með algengari fatlanir og raskanir fá henti Snæfríði engan veginn. „Einfaldar beiðnir eins og að fá námsgögn við hennar hæfi hafa oft ekki komist til skila og þetta er stanslaus barátta um grundvallaratriði. Svo fær maður þau svör frá fólki sem Snæfríður þarf að eiga í samskiptum við, alls staðar í samfélaginu, að það gleymi því stöðugt að hún sé lögblind eða það hafi ekki gert sér grein fyrir takmörkunum hennar. Maður heyrir það aftur og aftur – en er þetta gleymska eða áhugaleysi?“ Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Snæfríður Ingadóttir er sjónskert og skilgreind sem lögblind. Foreldrar hennar eru orðnir langþreyttir á úrræða- og skilningsleysi sem Snæfríður mætir vegna fötlunarinnar. Fjölskyldan býr í Kópavogi og hefur nú ákveðið að stefna bænum vegna skorts á þjónustu. „Þegar það er mikil birta úti, snjór eða sólskin, þá er Snæfríður nánast alveg blind og getur ekki farið ferða sinna sjálf. Þá þurfum við að skutla henni í og úr skóla, í tómstundir og félagslíf. Ef hún byggi í öðru sveitarfélagi hefði hún rétt á leigubílaþjónustu eins og aðrir lögblindir. En það er ekki í boði hér í Kópavogi,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir, móðir Snæfríðar. Snæfríði hefur verið boðið að taka rútu með börnum sem eru í námsveri í skólanum, sem eru sérstök úrræði. Snæfríður gengur aftur á móti í almennan bekk enda afbragðs námsmaður. „Hún vill ekki þiggja far með rútunni. Hún myndi frekar sleppa því og einangra sig enda er erfitt fyrir unglingsstúlku á viðkvæmustu árum sínum að vera sett í hóp með börnum sem stríða við annars konar fötlun. Það þarf að sníða þjónustuna að hennar þörfum en ekki láta hana laga sig að þeirri þjónustu sem er í boði fyrir aðra. En það á alltaf að láta eitt ganga yfir alla þá sem eru fatlaðir.“Snæfríði ekki tekið eins og hún er Ragnhildur segir Kópavogsbæ ekki hafa boðið upp á neinar samræður og því hafi þau foreldrarnir ákveðið að fara hina lögbundnu leið og er málið komið í ferli. Hún segir skólasögu Snæfríðar einnig hafa oft einkennst af skilningsleysi og skorti á viðleitni. Í skólanum skorti oft svigrúm til að taka Snæfríði eins og hún er. „Skóli án aðgreiningar er fallegt á blaði en það skilar sér ekki alltaf í framkvæmd. Það er farið í ferðir án þess að hugsa um hvernig hægt sé að sníða ferðina að þörfum Snæfríðar og hefur komið fyrir að hún geti ekki farið með. Síðastliðin ár hefur Snæfríður setið í handavinnutímum og mjög oft upplifað að ekki sé komið til móts við þarfir hennar. Hún situr í landafræðitíma í heilan klukkutíma án þess að vera með því hún sér ekki á landakortið. Það eru til svo mörg dæmi sem sýna okkur að þarna vanti ákveðna viðleitni.“Gleymska eða áhugaleysi? Ragnhildur segir að samstarfið við skólastjórann hafi verið gott í gegnum tíðina en þau hafi síður mætt skilningi af hálfu kennaranna, enda séu kröfur á kennara ef til vill of miklar. Hún segir skorta fræðslu og upplýsingu um fötlun og þá sérstaklega um lögblindu, sem er afar sjaldgæf. Þjónusta sem börn með algengari fatlanir og raskanir fá henti Snæfríði engan veginn. „Einfaldar beiðnir eins og að fá námsgögn við hennar hæfi hafa oft ekki komist til skila og þetta er stanslaus barátta um grundvallaratriði. Svo fær maður þau svör frá fólki sem Snæfríður þarf að eiga í samskiptum við, alls staðar í samfélaginu, að það gleymi því stöðugt að hún sé lögblind eða það hafi ekki gert sér grein fyrir takmörkunum hennar. Maður heyrir það aftur og aftur – en er þetta gleymska eða áhugaleysi?“
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“