Forseti þingsins telur ekki ástæðu til að meta hæfi Páls sveinn arnarsson skrifar 4. maí 2015 08:45 Frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórnun veiða á makríl er nú í meðförum atvinnuveganefndar. Miklir hagsmunir eru undir enda hafa makrílveiðar skilað hundruðum milljarða í gjaldeyristekjur. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sér ekki ástæðu til að meta hæfi Páls Jóhanns Pálssonar. Nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra um kvótasetningu veiða á makríl sem gengur inn í lögsögu Íslands gerir ráð fyrir að fyrirtæki í eigu eiginkonu Páls Jóhanns, sem áður var í eigu þingmannsins, fái makrílkvóta að verðmæti tuga milljóna króna í sinn hlut. „Mér finnst ekki tímabært að skoða hæfi þingmannsins. Hann hefur sjálfur gefið það út að hann muni ekki greiða atkvæði um frumvarpið. Þingmenn vinna oft og tíðum að frumvörpum sem hafa áhrif á persónulega hagi þeirra, svo sem um skatta og uppbyggingu á sínum heimasvæðum. Enda gilda ekki sömu hæfisreglur um þingmenn og aðra embættismenn í stjórnsýslunni,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Fyrirtækið Marver ehf., sem er að fullu í eigu eiginkonu Páls Jóhanns, fær úthlutað um 80 tonna kvóta ef frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar nær fram að ganga. Handfærabátur í eigu útgerðarinnar, Daðey GK, veiddi á síðasta ári um 170 tonn af makríl og hefur því veiðireynslu af makríl.Oddný HarðardóttirFrumvarpið er nú í meðförum atvinnuveganefndar og situr Páll Jóhann í nefndinni. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir það að þingmaðurinn skuli ekki sjálfur stíga til hliðar í þessari umræðu. „Mér fyndist hann eiga að íhuga að segja sig frá umræðum í nefndinni. Það væri skynsamlegt af honum að gera það þótt ströng lagatúlkun segi að hann sé ekki vanhæfur. Þetta er spurning um hans eigin trúverðugleika sem og trúverðugleika Framsóknarflokksins.“ Oddný gagnrýnir einnig hvernig frumvarpið veiti útgerðum aðgang að auðlindinni á silfurfati og vill að þjóðin fái meira fyrir þessa auðlind. „Með frumvarpinu er stigið stórt skref í átt til einkavæðingar auðlindar þjóðarinnar. Þarna er verið að gefa útgerðum kvóta til mjög langs tíma og afar erfitt verður fyrir sitjandi stjórnvöld að segja upp þessum samningum. Fyrir mína parta er óásættanlegt að setja svona frumvarp á dagskrá með auðlindir þjóðarinnar á meðan við höfum ekki fest í sessi auðlindaákvæði í stjórnarskrá.“ Alþingi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sér ekki ástæðu til að meta hæfi Páls Jóhanns Pálssonar. Nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra um kvótasetningu veiða á makríl sem gengur inn í lögsögu Íslands gerir ráð fyrir að fyrirtæki í eigu eiginkonu Páls Jóhanns, sem áður var í eigu þingmannsins, fái makrílkvóta að verðmæti tuga milljóna króna í sinn hlut. „Mér finnst ekki tímabært að skoða hæfi þingmannsins. Hann hefur sjálfur gefið það út að hann muni ekki greiða atkvæði um frumvarpið. Þingmenn vinna oft og tíðum að frumvörpum sem hafa áhrif á persónulega hagi þeirra, svo sem um skatta og uppbyggingu á sínum heimasvæðum. Enda gilda ekki sömu hæfisreglur um þingmenn og aðra embættismenn í stjórnsýslunni,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Fyrirtækið Marver ehf., sem er að fullu í eigu eiginkonu Páls Jóhanns, fær úthlutað um 80 tonna kvóta ef frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar nær fram að ganga. Handfærabátur í eigu útgerðarinnar, Daðey GK, veiddi á síðasta ári um 170 tonn af makríl og hefur því veiðireynslu af makríl.Oddný HarðardóttirFrumvarpið er nú í meðförum atvinnuveganefndar og situr Páll Jóhann í nefndinni. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir það að þingmaðurinn skuli ekki sjálfur stíga til hliðar í þessari umræðu. „Mér fyndist hann eiga að íhuga að segja sig frá umræðum í nefndinni. Það væri skynsamlegt af honum að gera það þótt ströng lagatúlkun segi að hann sé ekki vanhæfur. Þetta er spurning um hans eigin trúverðugleika sem og trúverðugleika Framsóknarflokksins.“ Oddný gagnrýnir einnig hvernig frumvarpið veiti útgerðum aðgang að auðlindinni á silfurfati og vill að þjóðin fái meira fyrir þessa auðlind. „Með frumvarpinu er stigið stórt skref í átt til einkavæðingar auðlindar þjóðarinnar. Þarna er verið að gefa útgerðum kvóta til mjög langs tíma og afar erfitt verður fyrir sitjandi stjórnvöld að segja upp þessum samningum. Fyrir mína parta er óásættanlegt að setja svona frumvarp á dagskrá með auðlindir þjóðarinnar á meðan við höfum ekki fest í sessi auðlindaákvæði í stjórnarskrá.“
Alþingi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira