Norrköping vann dramatískan 3-2 sigur á Helsingborg í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sundsvall tapaði á sama tíma á heimavelli.
Norrköping er enn með á fullu í baráttunni um meistaratitilinn þökk sé mark á fimmtu mínútu í uppbótartíma.
Arnór Ingvi Traustason skoraði fyrsta mark Norrköping á 24. mínútu leiksins og þannig var staðan þar til á 56. mínútu.
Arnór Smárason kom þá inná hjá Helsingborg, mínútu síðar jafnaði liðið metin og eftir 22 mínútur var Helsingborgar-liðið komið með forystuna.
Arnór Ingvi og félagar gáfust ekki upp og tryggðu sér sigur með tveimur mörkum í lokin. Sigurmarkið skoraði Andreas Johansson á fimmtu mínútu í uppbótartíma.
Þetta var fimmta mark Arnórs Ingva Traustasonar í sænsku deildinni á tímabilinu þar af annað mark hans í síðustu þremur leikjum.
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan tímann með liði Helsingborgar.
Norrköping-liðið er í 4. sæti með jafnmörg stig og AIK sem er með betri markatölu í 3. sæti. Það eru síðan aðeins tvö stig í toppliðin IFK Gautaborg og Elfsborg.
Rúnar Már Sigurjónsson og Jón Guðni Fjóluson léku allan leikinn þegar Sundsvall tapaði 1-0 á heimavelli á móti Falkenberg.
Sundsvall er í 11. sæti deildarinnar en Falkenberg er fjórum stigum neðar í töflunni þrátt fyrir sigurinn.
Arnór skoraði í dramatískum sigri í Íslendingaslag
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn



Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn

Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn



Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn

Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn