Innlent

Margrét Erla Maack til liðs við Ísland í dag

Birgir Olgeirsson skrifar
Margrét Erla Maack er þaulreynd fjölmiðlakona.
Margrét Erla Maack er þaulreynd fjölmiðlakona. Vísir/GVA
Fjölmiðlakonan Margrét Erla Maack hefur verið ráðin til starfa á Stöð 2 og verður hún einn umsjónarmanna Íslands í dag. Nýlega var greint frá því að Andri Ólafsson, aðstoðarritstjóri á Fréttastofu 365, muni taka við stjórn þáttarins af Sindra Sindrasyni en að sögn Andra er von er á enn frekari breytingum á ritstjórn, efnistökum og áherslum.

Margrét Erla Maack er þaulreynd fjölmiðlakona. Hún var áður í Kastljósi RÚV og síðar í Gettu betur sem dómari og spurningahöfundur. Hún er einn stofnenda í Sirkus Íslands og kennir dans í Kramhúsinu.

„Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Margréti í þáttinn,“ segir Andri Ólafsson. „Við viljum breyta til í Íslandi í dag og mynda fjölbreyttan og reynslumiklan hóp af dagskrárgerðarfólki sem getur tekið á öllum þeim málum sem við viljum fjalla um.“

Andri segir að frekari breytingar verði kynntar innan skamms en nýtt Ísland í dag lítur dagsins ljós mánudaginn, 31. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×