Vill auka umræðuna um skaðsemi fíkniefna: „Þetta er bara eins og rúlletta“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. október 2015 21:00 Algjör sprenging hefur orðið í haldlagningu MDMA og Ecstacy efna hér á landi og segist lögregla nær aldrei hafa lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og nú. Tvær ungar konur hafa látist eftir að hafa tekið slíkar töflur á undanförnum misserum, og segir faðir einnar þeirra að mikilvægt sé að auka umræðuna um skaðsemi þessara efna.Eins og rúlletta „Við erum ekki að gæta okkar nógu mikið. Það er talað um þessi efni í rosalega léttum tón – að þau séu ekki skaðleg, hífi þig aðeins upp á djamminu, þú vakir aðeins lengur og getur djammað meira. En sagan sýnir okkur það að þó þetta sé bara eitt skipti þá getur þú lent hvoru megin sem þú vilt. Ef þú lifir það af og allt í góðu þá ertu bara heppinn. Þetta er bara eins og rúlletta,“ sagði Þorvarður Helgason, faðir Evu Maríu sem lést eftir of stóran skammt af eiturlyfinu MDMA, í Íslandi í dag í kvöld.Sjáðu einnig: Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Hún átti sér enga sögu í þessum heimi. Ég veit ekki hvort þetta hafi verið eitt eða tvö skipti, en allavega dugði þetta til að bana henni. Úr eiturefnamælingunni kom í ljós að það var margfaldur skammtur af þessu efni í líkamanum. Ef við segjum að einn skammtur hefði dugað til að drepa, þá eru þarna níu aðrir til vara.“Fjallað var um hið mikla magn MDMA sem lögregla hefur haldlagt það sem af er ári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eftirspurnin að aukast Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir algjöran viðsnúning hafa orðið frá fyrri árum, þegar magn fíkniefna hér á landi var tiltölulega lítið. Fylgst sé grannt með þessari þróun og að verið sé að rannsaka hvað það sé sem valdi. Ljóst sé þó að eftirspurnin sé að aukast. „Þetta er mun meira magn en hefur verið tekið undanfarin ár og þetta er líka mikið magn á mælikvarða Norðurlandanna, sérstaklega í töflum [...] Ef maður hugsar um magnið þá vill maður ekki trúa því að þetta sé allt til notkunar hérlendis,“ sagði Aldís. Líkur séu á að senda eigi efnin vestur um haf.Horfa má á þáttinn í heild í spilaranum hér fyrir ofan en einnig var rætt við foreldra Evu Maríu í Brestum fyrir ári síðan. Myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Enginn enn haft samband við foreldra Evu Maríu: „Væri sáttari við að vita hvað gerðist“ Eva María Þorvarðardóttir lést úr of stórum skammti af MDMA árið 2013. 20. október 2015 13:12 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Algjör sprenging hefur orðið í haldlagningu MDMA og Ecstacy efna hér á landi og segist lögregla nær aldrei hafa lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og nú. Tvær ungar konur hafa látist eftir að hafa tekið slíkar töflur á undanförnum misserum, og segir faðir einnar þeirra að mikilvægt sé að auka umræðuna um skaðsemi þessara efna.Eins og rúlletta „Við erum ekki að gæta okkar nógu mikið. Það er talað um þessi efni í rosalega léttum tón – að þau séu ekki skaðleg, hífi þig aðeins upp á djamminu, þú vakir aðeins lengur og getur djammað meira. En sagan sýnir okkur það að þó þetta sé bara eitt skipti þá getur þú lent hvoru megin sem þú vilt. Ef þú lifir það af og allt í góðu þá ertu bara heppinn. Þetta er bara eins og rúlletta,“ sagði Þorvarður Helgason, faðir Evu Maríu sem lést eftir of stóran skammt af eiturlyfinu MDMA, í Íslandi í dag í kvöld.Sjáðu einnig: Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Hún átti sér enga sögu í þessum heimi. Ég veit ekki hvort þetta hafi verið eitt eða tvö skipti, en allavega dugði þetta til að bana henni. Úr eiturefnamælingunni kom í ljós að það var margfaldur skammtur af þessu efni í líkamanum. Ef við segjum að einn skammtur hefði dugað til að drepa, þá eru þarna níu aðrir til vara.“Fjallað var um hið mikla magn MDMA sem lögregla hefur haldlagt það sem af er ári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eftirspurnin að aukast Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir algjöran viðsnúning hafa orðið frá fyrri árum, þegar magn fíkniefna hér á landi var tiltölulega lítið. Fylgst sé grannt með þessari þróun og að verið sé að rannsaka hvað það sé sem valdi. Ljóst sé þó að eftirspurnin sé að aukast. „Þetta er mun meira magn en hefur verið tekið undanfarin ár og þetta er líka mikið magn á mælikvarða Norðurlandanna, sérstaklega í töflum [...] Ef maður hugsar um magnið þá vill maður ekki trúa því að þetta sé allt til notkunar hérlendis,“ sagði Aldís. Líkur séu á að senda eigi efnin vestur um haf.Horfa má á þáttinn í heild í spilaranum hér fyrir ofan en einnig var rætt við foreldra Evu Maríu í Brestum fyrir ári síðan. Myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Enginn enn haft samband við foreldra Evu Maríu: „Væri sáttari við að vita hvað gerðist“ Eva María Þorvarðardóttir lést úr of stórum skammti af MDMA árið 2013. 20. október 2015 13:12 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Enginn enn haft samband við foreldra Evu Maríu: „Væri sáttari við að vita hvað gerðist“ Eva María Þorvarðardóttir lést úr of stórum skammti af MDMA árið 2013. 20. október 2015 13:12