Strandminjar á Íslandi: Menningarlegt stórslys að eiga sér stað Atli Ísleifsson skrifar 2. apríl 2015 14:38 Eyþór Eðvarðsson átti frumkvæði að átakinu. Vísir/Róbert Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs. Um gríðarlegt magn ómetanlegra menningarverðmæta er að ræða og munu að óbreyttu hverfa í sjóinn. Áhugahópur um strandminjar í hættu ásamt Minjastofnun mun standa fyrir ráðstefnu þann 18. apríl þar sem þessi mál verða til umræðu. Eyþór Eðvarðsson átti frumkvæði að átakinu og segir stöðuna í þessum málum vera alveg skelfilega. „Það er menningarlegt stórslys að eiga sér stað við strendurnar þar sem þær minjar sem standa næst sjónum eru að hverfa á svakalegri ferð þessa dagana og þessi árin.“ Eyþór segir að sem dæmi megi nefna að norðan við Skagaströnd þá eru um 40 prósent af um 400 skráðum strandminjum í mikilli hættu. „40 prósent til viðbótar eru einnig í hættu. Það þýðir að 80 prósent af minjum á því svæði eru að hverfa.“ Í tilkynningu segir að gríðarlega mikið af stórmerkilegum sjávarútvegsminjum séu þessi árin að hverfa í sjó allt í kringum landið. Mest séu þetta verbúðir, naust, hróf, fiskgarðar og fleira sem liggja við strendur landsins. „Þessi flokkur minja hefur litla athygli fengið og er nær ekkert rannsakaður. Með hækkandi sjávaryfirborði erum við ásamt öðrum strandþjóðum farin að glíma við meira brim og sjávarrof en áður. Í dag er ástandið hvað verst á þeim stöðum sem snúa mót vestanvindum. Sem dæmi þá var á Sæbóli á Ingjaldssandi frá landnámi mikil verstöð, sem núna er öll horfin. Það er nær allt horfið á Suðurlandi og ástandið er mjög slæmt á Norðurlandi. Á Siglunesið í Siglufirði var stór verstöð frá fyrstu tíð en þar er allt á undanhaldi. Siglunesið sjálft verður miðað við áframhaldandi sjávarrof horfið eftir um 10-15 ár.“ Ráðstefnan verður haldin á Radisson Blu (Hótel Sögu), laugardaginn 18. apríl, milli klukkan 13 og16.30. Hún ber heitið Strandminjar í hættu – lífróður. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs. Um gríðarlegt magn ómetanlegra menningarverðmæta er að ræða og munu að óbreyttu hverfa í sjóinn. Áhugahópur um strandminjar í hættu ásamt Minjastofnun mun standa fyrir ráðstefnu þann 18. apríl þar sem þessi mál verða til umræðu. Eyþór Eðvarðsson átti frumkvæði að átakinu og segir stöðuna í þessum málum vera alveg skelfilega. „Það er menningarlegt stórslys að eiga sér stað við strendurnar þar sem þær minjar sem standa næst sjónum eru að hverfa á svakalegri ferð þessa dagana og þessi árin.“ Eyþór segir að sem dæmi megi nefna að norðan við Skagaströnd þá eru um 40 prósent af um 400 skráðum strandminjum í mikilli hættu. „40 prósent til viðbótar eru einnig í hættu. Það þýðir að 80 prósent af minjum á því svæði eru að hverfa.“ Í tilkynningu segir að gríðarlega mikið af stórmerkilegum sjávarútvegsminjum séu þessi árin að hverfa í sjó allt í kringum landið. Mest séu þetta verbúðir, naust, hróf, fiskgarðar og fleira sem liggja við strendur landsins. „Þessi flokkur minja hefur litla athygli fengið og er nær ekkert rannsakaður. Með hækkandi sjávaryfirborði erum við ásamt öðrum strandþjóðum farin að glíma við meira brim og sjávarrof en áður. Í dag er ástandið hvað verst á þeim stöðum sem snúa mót vestanvindum. Sem dæmi þá var á Sæbóli á Ingjaldssandi frá landnámi mikil verstöð, sem núna er öll horfin. Það er nær allt horfið á Suðurlandi og ástandið er mjög slæmt á Norðurlandi. Á Siglunesið í Siglufirði var stór verstöð frá fyrstu tíð en þar er allt á undanhaldi. Siglunesið sjálft verður miðað við áframhaldandi sjávarrof horfið eftir um 10-15 ár.“ Ráðstefnan verður haldin á Radisson Blu (Hótel Sögu), laugardaginn 18. apríl, milli klukkan 13 og16.30. Hún ber heitið Strandminjar í hættu – lífróður.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira