Erlent

Kafbáturinn sökk líklegast árið 1916

Atli Ísleifsson skrifar
Báturinn sem kafararnir í Ocean X Team birtu myndir af fyrr í dag líkist um margt kafbátnum sem sökk árið 1916. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Báturinn sem kafararnir í Ocean X Team birtu myndir af fyrr í dag líkist um margt kafbátnum sem sökk árið 1916. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Kafbáturinn sem fannst á hafsbotni austur af Svíþjóð í síðustu viku og greint var frá fyrr í dag er líklegast rússneskur bátur sem sökk árið 1916. Dagens Nyheter greinir frá þessu.

Kafarar fundu bátinn um þremur kílómetrum austur af Svíþjóð eftir að upplýsingar bárust um hnit frá íslensku fyrirtæki. Áletrun ritað með kýrilísku letri fannst utan á bátnum.

Sænski herinn fékk gögnin og myndir í hendurnar fyrr í dag og hefur málið til rannsóknar.

Heimildarmenn Dagens Nyheter segja að ekki sé um nýlegan kafbát að ræða heldur rúmlega aldargamlan bát. Þá hafi sérfræðingum sænska hersins verið kunnugt um hvíldarstað bátsins í rúmt ár.

Heimildir blaðsins segja bátinn vera af gerðinni Som sem voru smíðaðir í Vladivostok árið 1904 og voru nýttir í Eystrasaltsflota Rússa frá árinu 1915. Þá hafi báturinn sökkið eftir að hann rakst á sænska skipið Ingermanland vorið 1916.

Báturinn sem kafararnir í Ocean X Team birtu myndir af fyrr í dag líkist um margt kafbátnum sem sökk árið 1916.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×