Tónlistarmaðurinn Prince ætlar að senda frá sér nýja plötu síðar á árinu. Plötuna vinnur hann með hljómsveit sinni, 3rdEyeGirl, og mun hún bera titilinn The Hit & Run Album.
Sveitin sem skipuð er þremur konum ásamt Prince, sendi frá sér sína fyrstu plötu, Plectrumelectrum, á síðasta ári. Meðlimir 3rdEyeGirl sögðu í viðtali við BBC að nýja platan yrði einkar tilraunakennd og sérstaklega fönkí. Þeir segja að á plötunni verði að finna marga svokallaða slagara.
Nákvæm útgáfudagsetning liggur ekki fyrir að svo stöddu. Prince sendi frá sér tvær plötur á síðasta ári, annars vegar Plectrumelectrum með 3rdEyeGirl og hins vegar sólóplötuna Art Official Age.

