Hefur stefnt bardagamanni og Mjölni eftir steggjun Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. apríl 2015 22:02 Árna hefur verið stefnt vegna fótbrotsins. Vísir/Valli Lárus Óskarsson fasteignasali hefur stefnt Árna Ísakssyni bardagamanni og Mjölni eftir að hann fótbrotnaði í steggjun sem fram fór hjá Mjölni. Hann fótbrotnaði þegar hann mætti Árna í bardagahringnum. Lárus segir að fresta hafi þurft brúðkaupin vegna atviksins og að það hafi haft mikil áhrif á líf hans.Stundin fjallaði um málið í dag en í samtali við Vísi segir Lárus málið sé höfðað til viðurkenningar á miskabótaábyrgð Árna og Mjölnis. „Þetta mál sem er höfðað er viðurkenningarmál, það er að segja að það sé viðurkennt að þeir séu skaðabótaskyldir út af þessu tjóni,“ segir hann.Setti daglegt líf úr skorðum „Þetta varð valdur af því að ég þurfi að fresta brúðkaupinu mínu. Þetta hafði líka mikil áhrif á vinnuna mína og daglegt líf, eðlilega þegar búið er að setja í mann skrúfur og nagla til að tjasla saman á manni fætinum,“ segir hann. „Þetta er eitthvað sem maður þarf að lifa með dag frá degi.“ Lárus segir að atvikið hafa haft mikil áhrif. „Það er fullt af líkamlegum hreyfingum sem maður á ekki möguleika á að gera og hamlar manni í daglegu lífi,“ segir hann. Enn er ekki komið í ljós hvort Lárus hafi hlotið varanlega skaða. „Það á eftir að koma í ljós hvernig þetta grær og hvort ég geti losnað við þessar skrúfur. Ég er bara með mjög mikið af skrúfum og dóti til að halda þessu öllu saman.“Fótbrotnaði á fyrstu tveimur mínútunum Atvikið átti sér stað fljótlega eftir að komið var í Mjölnishúsið. Árni tók á móti hópnum og fór svo með Lárus inn í hringinn. „Frá því að ég stend fyrir utan þetta búr og þangað til ég ligg fótbrotinn eru ekki nema tvær mínútur. Þetta gerist ansi hratt,“ segir hann. Eftir að Lárus var kominn í gólfið hélt steggjunin áfram. „Hann spyr þá hvort þeir vilji ekki eiga á myndbandi þegar hann er að gera eitthvert hengingartak á mér. Ég ligg þarna áfram, búinn að liggja allan tímann, og hann fer á bak við mig og setur eitthvað hengingartak á mig,“ segir Lárus.Eins og hluti af þeirra starfsemi „Þegar strákarnir voru að falast eftir þessu þá sagði formaðurinn þarna að þetta væri mjög algengt, að það væri beðið um þetta. Að þeir gerðu þetta oft,“ segir Lárus sem ekki bara hefur stefnt Árna heldur bardagaklúbbnum Mjölni líka. „Það var ekki annað að sjá en að þetta væri hluti af þeirra starfsemi,“ segir hann. Lárus segir að þetta hafi verið í fyrsta og síðasta sinn sem hann stígur inn í bardagahring. Ekki náðist í Árna við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Lárus Óskarsson fasteignasali hefur stefnt Árna Ísakssyni bardagamanni og Mjölni eftir að hann fótbrotnaði í steggjun sem fram fór hjá Mjölni. Hann fótbrotnaði þegar hann mætti Árna í bardagahringnum. Lárus segir að fresta hafi þurft brúðkaupin vegna atviksins og að það hafi haft mikil áhrif á líf hans.Stundin fjallaði um málið í dag en í samtali við Vísi segir Lárus málið sé höfðað til viðurkenningar á miskabótaábyrgð Árna og Mjölnis. „Þetta mál sem er höfðað er viðurkenningarmál, það er að segja að það sé viðurkennt að þeir séu skaðabótaskyldir út af þessu tjóni,“ segir hann.Setti daglegt líf úr skorðum „Þetta varð valdur af því að ég þurfi að fresta brúðkaupinu mínu. Þetta hafði líka mikil áhrif á vinnuna mína og daglegt líf, eðlilega þegar búið er að setja í mann skrúfur og nagla til að tjasla saman á manni fætinum,“ segir hann. „Þetta er eitthvað sem maður þarf að lifa með dag frá degi.“ Lárus segir að atvikið hafa haft mikil áhrif. „Það er fullt af líkamlegum hreyfingum sem maður á ekki möguleika á að gera og hamlar manni í daglegu lífi,“ segir hann. Enn er ekki komið í ljós hvort Lárus hafi hlotið varanlega skaða. „Það á eftir að koma í ljós hvernig þetta grær og hvort ég geti losnað við þessar skrúfur. Ég er bara með mjög mikið af skrúfum og dóti til að halda þessu öllu saman.“Fótbrotnaði á fyrstu tveimur mínútunum Atvikið átti sér stað fljótlega eftir að komið var í Mjölnishúsið. Árni tók á móti hópnum og fór svo með Lárus inn í hringinn. „Frá því að ég stend fyrir utan þetta búr og þangað til ég ligg fótbrotinn eru ekki nema tvær mínútur. Þetta gerist ansi hratt,“ segir hann. Eftir að Lárus var kominn í gólfið hélt steggjunin áfram. „Hann spyr þá hvort þeir vilji ekki eiga á myndbandi þegar hann er að gera eitthvert hengingartak á mér. Ég ligg þarna áfram, búinn að liggja allan tímann, og hann fer á bak við mig og setur eitthvað hengingartak á mig,“ segir Lárus.Eins og hluti af þeirra starfsemi „Þegar strákarnir voru að falast eftir þessu þá sagði formaðurinn þarna að þetta væri mjög algengt, að það væri beðið um þetta. Að þeir gerðu þetta oft,“ segir Lárus sem ekki bara hefur stefnt Árna heldur bardagaklúbbnum Mjölni líka. „Það var ekki annað að sjá en að þetta væri hluti af þeirra starfsemi,“ segir hann. Lárus segir að þetta hafi verið í fyrsta og síðasta sinn sem hann stígur inn í bardagahring. Ekki náðist í Árna við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira