Íslenskar unglingsmæður lenda í gati í kerfinu Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 20. apríl 2015 20:30 Engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Ung móðir segist upplifa sig réttindalausa og utanveltu í kerfinu. Um 150 íslenskar unglingsstúlkur eignast börn á hverju ári. Þunganir unglingsstúlkna eru í vestrænum heimi taldar hafa neikvæðar félags og efnahagslegar afleiðingar, en einhverra hluta vegna hafa þær ekki verið skilgreindar sem félagslegt vandamál hér á landi. Ólafur Grétar Gunnarsson hefur rannsakað unglingaþunganir frá aldamótum, „Við erum búin að vera með þessa sögu frá 1945, að það sé meira um unglingaþunganir hér heldur en í löndunum sem við berum okkur saman við. Samt er ekki ennþá búið að viðurkenna þetta sem vandamál. Það vantar mjög mikið uppá að þjónustan sé viðeigandi,“ segir Ólafur. Jenný Björk er fimmtán ára og á von á sínu fyrsta barni. Móðir hennar segir engin félagsleg úrræði vera í boði fyrir stúlkur sem eignast börn undir lögaldri. Þær lendi hreinlega í gati í kerfinu. „Kerfið á Íslandi tekur ekki á móti börnum sem eru að eiga börn, það er bara þannig. Mér skilst að hún fái fæðingarstyrk, afþví að hún er náttúrlega ekki í neinni vinnu og ekki neitt. En hún á ekki rétt á neinu afþví að hún er svo ung sjálf,“ segir Berglind Erlendsdóttir, móðir Jennýjar. Védís Kara þekkir þessar aðstæður af eigin raun, en hún varð ólétt 16 ára og átti ekki rétt á hefðbundu fæðingarorlofi. Hún upplifði sig réttindalausa í kerfinu. „Alltaf í hvert einasta skipti sem ég þurfti að skrifa undir einhverja pappíra gagnvart barninu þurfti pabbi minn að vera með mér svo hann gæti vottað það. Af því að ég var ekki orðin átján þá þurfti undirskriftina hans, ekki bara mína. Svo var það til dæmis með fæðingarorlofið, ég átti ekki rétt á því,“ segir Védís. Fjallað verður nánar um unglingaþunganir á Íslandi í Brestum klukkan 20.25 í kvöld. Brestir Tengdar fréttir Varð ólétt í áttunda bekk: „Þetta var bara þaggað niður“ „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir því að það séu ungar mæður á Íslandi," segir Eva Rún Hafsteinsdóttir. 18. apríl 2015 14:45 Brestir – Unglingsmæður á Íslandi Í Brestum í kvöld skyggnist Þórhildur Þorkelsdóttir inn í líf unglingsmæðra á Íslandi. 20. apríl 2015 14:39 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Ung móðir segist upplifa sig réttindalausa og utanveltu í kerfinu. Um 150 íslenskar unglingsstúlkur eignast börn á hverju ári. Þunganir unglingsstúlkna eru í vestrænum heimi taldar hafa neikvæðar félags og efnahagslegar afleiðingar, en einhverra hluta vegna hafa þær ekki verið skilgreindar sem félagslegt vandamál hér á landi. Ólafur Grétar Gunnarsson hefur rannsakað unglingaþunganir frá aldamótum, „Við erum búin að vera með þessa sögu frá 1945, að það sé meira um unglingaþunganir hér heldur en í löndunum sem við berum okkur saman við. Samt er ekki ennþá búið að viðurkenna þetta sem vandamál. Það vantar mjög mikið uppá að þjónustan sé viðeigandi,“ segir Ólafur. Jenný Björk er fimmtán ára og á von á sínu fyrsta barni. Móðir hennar segir engin félagsleg úrræði vera í boði fyrir stúlkur sem eignast börn undir lögaldri. Þær lendi hreinlega í gati í kerfinu. „Kerfið á Íslandi tekur ekki á móti börnum sem eru að eiga börn, það er bara þannig. Mér skilst að hún fái fæðingarstyrk, afþví að hún er náttúrlega ekki í neinni vinnu og ekki neitt. En hún á ekki rétt á neinu afþví að hún er svo ung sjálf,“ segir Berglind Erlendsdóttir, móðir Jennýjar. Védís Kara þekkir þessar aðstæður af eigin raun, en hún varð ólétt 16 ára og átti ekki rétt á hefðbundu fæðingarorlofi. Hún upplifði sig réttindalausa í kerfinu. „Alltaf í hvert einasta skipti sem ég þurfti að skrifa undir einhverja pappíra gagnvart barninu þurfti pabbi minn að vera með mér svo hann gæti vottað það. Af því að ég var ekki orðin átján þá þurfti undirskriftina hans, ekki bara mína. Svo var það til dæmis með fæðingarorlofið, ég átti ekki rétt á því,“ segir Védís. Fjallað verður nánar um unglingaþunganir á Íslandi í Brestum klukkan 20.25 í kvöld.
Brestir Tengdar fréttir Varð ólétt í áttunda bekk: „Þetta var bara þaggað niður“ „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir því að það séu ungar mæður á Íslandi," segir Eva Rún Hafsteinsdóttir. 18. apríl 2015 14:45 Brestir – Unglingsmæður á Íslandi Í Brestum í kvöld skyggnist Þórhildur Þorkelsdóttir inn í líf unglingsmæðra á Íslandi. 20. apríl 2015 14:39 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Varð ólétt í áttunda bekk: „Þetta var bara þaggað niður“ „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir því að það séu ungar mæður á Íslandi," segir Eva Rún Hafsteinsdóttir. 18. apríl 2015 14:45
Brestir – Unglingsmæður á Íslandi Í Brestum í kvöld skyggnist Þórhildur Þorkelsdóttir inn í líf unglingsmæðra á Íslandi. 20. apríl 2015 14:39