Lífið

John Oliver birti nýtt dómsdagsmyndband

Atli Ísleifsson skrifar
Martin Sheen ræðir um afrek mannkyns og sýnir fyndin myndbönd í nýja dómsdagsmyndbandinu.
Martin Sheen ræðir um afrek mannkyns og sýnir fyndin myndbönd í nýja dómsdagsmyndbandinu.
Breski þáttastjórnandinn John Oliver frumsýndi í gærkvöldi nýtt dómsdagsmyndband sem hann segir að megi sýna á sjónvarpsstöðvum þegar ljóst er að endalok heimsins nálgast.

Oliver, sem stýrir þættinum Last Week Tonight, fékk leikarann Martin Sheen til liðs við sig þar sem Sheen ræðir um afrek mannkyns auk þess að sýna fyndin myndbönd.

Oliver sagðist ekki ánægður með dómsdagsmyndband CNN sem lak á netið fyrr á árinu þar sem mátti sjá bandaríska herlúðrasveit leika sálminn „Hærra, minn Guð, til þín”.

Að sögn var það Ted Turner, stofnandi CNN, sem lét útbúa myndbandið árið 1980 þegar stöðin var hleypt af stokkunum, á þeim tíma þegar kalda stríðið stóð yfir.


Tengdar fréttir

Lak dómsdagsmyndbandi CNN

Fyrrum starfsnemi á sjónvarpsstöðinni CNN hefur lekið myndbandi á netið sem hann segir sjónvarpsstöðina munu sýna við endalok heimsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.