Erlent

Mikill viðbúnaður í Boston

Vísir/AP
Gríðarlegur viðbúnaður er nú í bandarísku borginni Boston þar sem hið árlega maraþonhlaup fer nú fram í 119 skiptið þar sem tugþúsundir taka þátt. Ástæða gæslunnar eru sú að árið 2013 voru gerð mannskæð árás á hlauparana þegar tveir bræður sprengdu öflugar sprengjur við endamarkið með þeim afleiðingum að þrír fórust og 264 særðust.

Sjá einnig: Kviðdómur finnur Tsarnaev sekan í öllum ákæruliðum

Lögreglan felldi annan árásármanninn, en hinn. Dzhokhar Tsarnaev, er nú fyrir rétti í Boston, en hann var sakfelldur á dögunum og bíður nú ákvörðunar refsingar. Hlé verður gert á málsmeðferðinni hjá Tsarnaev á meðan hlaupið fer fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×