Furious 7 gæti komist á sama stall og Titanic og Avatar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. apríl 2015 11:30 Þeir Vin Diesel og Paul Walker voru miklir vinir. Furious-myndirnar eru nú orðnar sjö talsins og sú síðasta er langvinsælust. Kvikmyndin Furious 7 hefur nú þénað um 1,2 milljarða Bandaríkjadala um allan heim, eða um 164 milljarða íslenskra króna á aðeins nítján dögum í sýningu. Þetta er í fyrsta sinn sem kvikmynd framleidd af Universal fer yfir milljarð í tekjur og er myndin á góðri leið að fara á stall með myndunum Avatar og Titanic, sem eru þær tvær myndir kvikmyndasögunnar sem hafa þénað mest. Myndin komst yfir milljarð í tekjur eftir aðeins 17 daga í sýningu. Vinsældir hennar ná þvert á landamæri. Í næstu viku gæti hún til að mynda orðið vinsælasta bandaríska mynd allra tíma í Kína, en kvikmyndin Transformers: Age of Extinction er sú sem nú er í efsta sæti. Stærstur hluti tekna sem fengist hafa af myndinni hefur komið utan Bandaríkjanna, en hún nýtur samt sem áður mikilla vinsælda heimafyrir. Eins og frægt er lést leikarinn Paul Walker við tökur á myndinni og þurftu framleiðendur hennar og handritshöfundar að gera ráðstafanir svo að hægt væri að ljúka við tökur. Bræður leikarans hlupu meðal annars í skarðið í einhverjum atriðum, en handritinu var einnig breytt vegna fráfalls Walkers sem lést í bílslysi. Bíó og sjónvarp Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin Furious 7 hefur nú þénað um 1,2 milljarða Bandaríkjadala um allan heim, eða um 164 milljarða íslenskra króna á aðeins nítján dögum í sýningu. Þetta er í fyrsta sinn sem kvikmynd framleidd af Universal fer yfir milljarð í tekjur og er myndin á góðri leið að fara á stall með myndunum Avatar og Titanic, sem eru þær tvær myndir kvikmyndasögunnar sem hafa þénað mest. Myndin komst yfir milljarð í tekjur eftir aðeins 17 daga í sýningu. Vinsældir hennar ná þvert á landamæri. Í næstu viku gæti hún til að mynda orðið vinsælasta bandaríska mynd allra tíma í Kína, en kvikmyndin Transformers: Age of Extinction er sú sem nú er í efsta sæti. Stærstur hluti tekna sem fengist hafa af myndinni hefur komið utan Bandaríkjanna, en hún nýtur samt sem áður mikilla vinsælda heimafyrir. Eins og frægt er lést leikarinn Paul Walker við tökur á myndinni og þurftu framleiðendur hennar og handritshöfundar að gera ráðstafanir svo að hægt væri að ljúka við tökur. Bræður leikarans hlupu meðal annars í skarðið í einhverjum atriðum, en handritinu var einnig breytt vegna fráfalls Walkers sem lést í bílslysi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira