Ekki verið rætt að taka aftur upp samræmd próf Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. júní 2015 18:48 Einkunnir þeirra sem sótt hafa um skólavist í Verslunarskólanum hafa hækkað töluvert frá því að samræmd próf að vori voru afnumin árið 2008 og velta skólastjórnendur þar fyrir sér hvort verið sé að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans. Formaður skólamálanefndar segir ekki hafa komið til umræðu að breyta fyrirkomulaginu eins og það er. Meðaleinkunn þeirra sem sóttu um skólavist í Verzló er 9,0 og meðaleinkunn þeirra sem komust inn í skólann 9,4. Einkunnir nemenda voru svo góðar að skólinn þurfti að hafna umsóknum 60 nemenda sem voru með 9,0 í meðaleiknunn eða hærra. Í frétt sem birtist á vef Verzlunarskólans í gær segir að frá því að samræmdu prófin voru aflögð hafi einkunnir hækkað mjög mikið en ef bornar eru saman einkunnir nýnema Verzlunarskólans árið 2004 við nýnema 2014 hefur orðið mikil breyting. Á töflu í fréttinni sést samanburður á einkunnadreifingu nýnema Verzlunarskólans í stærðfræði, annars vegar árið 2004 og hins vegar árið 2014. Segjast skólastjórnendur þó ekki sjá að nemendur séu betri námsmenn nú en fyrir tíu árum og spyrja því hvert stefni í þessum efnum. Guðbjörg Ragnarsdóttir, formaður skólamálanefndar, segir að flestir séu ánægðir með nýja fyrirkomulagið þar sem fleiri þættir eru metnir inn en lokapróf nemenda.„Ég held að nýji mælikvarðinn sé að mæla hvað nemendur eru búnir að vera að gera frekar en gamli mælikvarðinn gerði. Svo er bara spurningin hvað við ætlum að gera við þennan mælikvarða. Eigum við að mæla hvað nemendur hafa verið að gera og hvernig þau standa sig heildstætt eða viljum við hafa þetta eina próf? Flestir vilji ekki eitt próf sem segir svona eru hlutirnir," segir hún. Í frétt Verzlunarskólans kemur einnig fram að dæmi séu um að nemandi með einkunn upp á 9,0 og 9,5 í stærðfræði og íslensku í skólaeinkunn úr grunnskóla nái jafnvel ekki lágmarksviðmiðum í þeim greinum í Verzlunarskólanum. Guðbjörg segir að ekki hafi verið rætt innan nefndarinnar að breyta núverandi fyrirkomulagi og taka upp samræmd próf aftur. „Ég held að fyrst og fremst þurfi að koma til samtal og í kjölfarið af því að bregðast einhvern veginn við því. Ég held að það gerist ekkert á meðan við sitjum í sitthvoru horninu og ræðum ekki saman," segir Guðbjörg. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Einkunnir þeirra sem sótt hafa um skólavist í Verslunarskólanum hafa hækkað töluvert frá því að samræmd próf að vori voru afnumin árið 2008 og velta skólastjórnendur þar fyrir sér hvort verið sé að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans. Formaður skólamálanefndar segir ekki hafa komið til umræðu að breyta fyrirkomulaginu eins og það er. Meðaleinkunn þeirra sem sóttu um skólavist í Verzló er 9,0 og meðaleinkunn þeirra sem komust inn í skólann 9,4. Einkunnir nemenda voru svo góðar að skólinn þurfti að hafna umsóknum 60 nemenda sem voru með 9,0 í meðaleiknunn eða hærra. Í frétt sem birtist á vef Verzlunarskólans í gær segir að frá því að samræmdu prófin voru aflögð hafi einkunnir hækkað mjög mikið en ef bornar eru saman einkunnir nýnema Verzlunarskólans árið 2004 við nýnema 2014 hefur orðið mikil breyting. Á töflu í fréttinni sést samanburður á einkunnadreifingu nýnema Verzlunarskólans í stærðfræði, annars vegar árið 2004 og hins vegar árið 2014. Segjast skólastjórnendur þó ekki sjá að nemendur séu betri námsmenn nú en fyrir tíu árum og spyrja því hvert stefni í þessum efnum. Guðbjörg Ragnarsdóttir, formaður skólamálanefndar, segir að flestir séu ánægðir með nýja fyrirkomulagið þar sem fleiri þættir eru metnir inn en lokapróf nemenda.„Ég held að nýji mælikvarðinn sé að mæla hvað nemendur eru búnir að vera að gera frekar en gamli mælikvarðinn gerði. Svo er bara spurningin hvað við ætlum að gera við þennan mælikvarða. Eigum við að mæla hvað nemendur hafa verið að gera og hvernig þau standa sig heildstætt eða viljum við hafa þetta eina próf? Flestir vilji ekki eitt próf sem segir svona eru hlutirnir," segir hún. Í frétt Verzlunarskólans kemur einnig fram að dæmi séu um að nemandi með einkunn upp á 9,0 og 9,5 í stærðfræði og íslensku í skólaeinkunn úr grunnskóla nái jafnvel ekki lágmarksviðmiðum í þeim greinum í Verzlunarskólanum. Guðbjörg segir að ekki hafi verið rætt innan nefndarinnar að breyta núverandi fyrirkomulagi og taka upp samræmd próf aftur. „Ég held að fyrst og fremst þurfi að koma til samtal og í kjölfarið af því að bregðast einhvern veginn við því. Ég held að það gerist ekkert á meðan við sitjum í sitthvoru horninu og ræðum ekki saman," segir Guðbjörg.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira