Vill fá samræmd próf aftur Sveinn Arnarsson skrifar 17. júní 2015 06:00 Að mati skólameistara Verzlunarskóla Íslands er nemandi sem var með átta í meðaleinkunn fyrir tíu árum engu lakari námsmaður en sá sem er með níu í meðaleinkunn nú. VÍSIR/Vilhelm Meðaleinkunnir nýnema framhaldsskólanna á næsta skólaári er sú hæsta frá upphafi. Skólameistari Verzlunarskóla Íslands segir verðbólgumyndun greinilega í einkunnum nemenda úr grunnskólum landsins. „Það er greinilegt að einkunnir úr grunnskólum hafa farið stigvaxandi frá því að samræmdu prófin voru lögð af,“ segir Ingi Ólafsson, skólameistari Verzlunarskóla Íslands. Meðaleinkunn nýnema í stærðfræði árið 2004 var 7,8 á samræmdu prófunum. Áratug síðar var meðaleinkunn nýnema 9,2 í stærðfræði. Samræmd próf við lok grunnskóla hafa ekki verið haldin síðan 2008. „Við getum ekki séð að nýnemi í fyrra hafi verið betri námsmaður en fyrir áratug. Þar bendir fátt til þess að nemandi með 9,0 árið 2014 standi sig betur en nemandi með 8,0 árið 2004.“ Ingi segir mikla einkunnaverðbólgu hafa átt sér stað á síðustu árum og að engum sé greiði gerður með að veita nemanda hærri einkunn en hann á skilið. „Ég trúi því ekki að þessi verðbólga eigi aðeins við okkur í Verzlunarskólanum og þætti mér gaman að sjá hvernig þessu er háttað í öðrum skólum,“ segir Ingi.Sjá einnig: Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunnIngi Ólafsson skólameistari.Vísir/ValliAlls bárust 4.045 umsóknir um skólavist í framhaldsskólum landsins næsta vetur. 83 prósent nýnema komust inn í þann framhaldsskóla sem þeir völdu sem fyrsta val og 15 prósent nýnema komust inn í þann skóla sem þau völdu sem annað val. Tæplega eitt hundrað nýnemar fengu inni í skóla sem þeir völdu ekki sem fyrsta eða annað val. Því var þeim úthlutað öðrum skóla. Í flestum tilvikum tókst að innrita nemendur í skóla í þeirra nærumhverfi. Sá hópur sem komst ekki inn í þá skóla sem hann valdi er mun stærri en í fyrra og hefur hann stækkað um 67 prósent.Sjá einnig: Stór hluti þeirra sem sóttu um í Verzló mun ekki fá inngöngu Meðaleinkunnir þeirra sem innrituðust í fjóra vinsælustu skólana í ár eru mjög háar. 9,28 er meðaleinkunn nýnema í Verzlunarskólanum. Nýnemar MR með 9,23, 8,81 er meðaleinkunn nýnema í MH og nánast sama í Kvennaskólanum. Ingi telur eðlilegast að menn horfi aftur til þeirra tíma þegar sanngjarnt viðmið var haft að leiðarljósi við mat nemenda inn í framhaldsskóla landsins og telur vænlegt að horfa til upptöku samræmdra prófa á nýjan leik. „Svarið við því hvort ég vilji samræmdu prófin aftur er já. Að því gefnu að við eigum að taka inn nemendur byggða á einkunn. Sú staða sem upp er komin núna er eiginlega bull og vitleysa,“ segir Ingi. „Frá því þetta var opnað fyrir nemendum hefur pósthólf mitt fyllst af reiðum foreldrum vegna þess að börn með góðar einkunnir komast ekki inn hjá okkur. Við þurfum að skoða þá stöðu sem upp er komin,“ segir Ingi. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira
Meðaleinkunnir nýnema framhaldsskólanna á næsta skólaári er sú hæsta frá upphafi. Skólameistari Verzlunarskóla Íslands segir verðbólgumyndun greinilega í einkunnum nemenda úr grunnskólum landsins. „Það er greinilegt að einkunnir úr grunnskólum hafa farið stigvaxandi frá því að samræmdu prófin voru lögð af,“ segir Ingi Ólafsson, skólameistari Verzlunarskóla Íslands. Meðaleinkunn nýnema í stærðfræði árið 2004 var 7,8 á samræmdu prófunum. Áratug síðar var meðaleinkunn nýnema 9,2 í stærðfræði. Samræmd próf við lok grunnskóla hafa ekki verið haldin síðan 2008. „Við getum ekki séð að nýnemi í fyrra hafi verið betri námsmaður en fyrir áratug. Þar bendir fátt til þess að nemandi með 9,0 árið 2014 standi sig betur en nemandi með 8,0 árið 2004.“ Ingi segir mikla einkunnaverðbólgu hafa átt sér stað á síðustu árum og að engum sé greiði gerður með að veita nemanda hærri einkunn en hann á skilið. „Ég trúi því ekki að þessi verðbólga eigi aðeins við okkur í Verzlunarskólanum og þætti mér gaman að sjá hvernig þessu er háttað í öðrum skólum,“ segir Ingi.Sjá einnig: Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunnIngi Ólafsson skólameistari.Vísir/ValliAlls bárust 4.045 umsóknir um skólavist í framhaldsskólum landsins næsta vetur. 83 prósent nýnema komust inn í þann framhaldsskóla sem þeir völdu sem fyrsta val og 15 prósent nýnema komust inn í þann skóla sem þau völdu sem annað val. Tæplega eitt hundrað nýnemar fengu inni í skóla sem þeir völdu ekki sem fyrsta eða annað val. Því var þeim úthlutað öðrum skóla. Í flestum tilvikum tókst að innrita nemendur í skóla í þeirra nærumhverfi. Sá hópur sem komst ekki inn í þá skóla sem hann valdi er mun stærri en í fyrra og hefur hann stækkað um 67 prósent.Sjá einnig: Stór hluti þeirra sem sóttu um í Verzló mun ekki fá inngöngu Meðaleinkunnir þeirra sem innrituðust í fjóra vinsælustu skólana í ár eru mjög háar. 9,28 er meðaleinkunn nýnema í Verzlunarskólanum. Nýnemar MR með 9,23, 8,81 er meðaleinkunn nýnema í MH og nánast sama í Kvennaskólanum. Ingi telur eðlilegast að menn horfi aftur til þeirra tíma þegar sanngjarnt viðmið var haft að leiðarljósi við mat nemenda inn í framhaldsskóla landsins og telur vænlegt að horfa til upptöku samræmdra prófa á nýjan leik. „Svarið við því hvort ég vilji samræmdu prófin aftur er já. Að því gefnu að við eigum að taka inn nemendur byggða á einkunn. Sú staða sem upp er komin núna er eiginlega bull og vitleysa,“ segir Ingi. „Frá því þetta var opnað fyrir nemendum hefur pósthólf mitt fyllst af reiðum foreldrum vegna þess að börn með góðar einkunnir komast ekki inn hjá okkur. Við þurfum að skoða þá stöðu sem upp er komin,“ segir Ingi.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira