Fordæma mótmælendur reið, sár og hneyksluð Jakob Bjarnar skrifar 17. júní 2015 20:59 Margir á Facebook eru reiðir og sárir og bölva mótmælendum á Austurvelli í dag; í sand og ösku. Ýmsir, ekki síst þeir sem eru yfirlýstir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar, hafa lýst yfir mikilli reiði og hneykslan á samfélagsmiðlum í dag vegna mótmælanna sem voru á Austurvelli; þá er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti þjóðhátíðarávarp sitt. Björn Ingi Hrafnsson útgefandi spyr hvort hinn „þögli meirihluti þjóðarinnar“ sé sammála sér þegar hann lýsir því yfir að honum þyki dapurlegt þegar „fámennur hópur skemmi fyrir með því að púa, berja í bumbur og búa til annan hávaða.“ Og biður fólk að „læka“ stöðufærslu sína á Facebook ef svo sé. Þegar þetta er ritað hafa tæplega 300 „lækað“, þeirra á meðal Brynjar Nielsson alþingismaður, Sigurður Már Jónsson upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands og alnafni hans Dómkirkjuprestur. Er sem Björn Ingi hafi tekið að sér það hlutverk að leiða þann hóp sem er afar ósáttur við mótmælin. Og víst er að ýmsir eru reiðir mótmælendum.Settu læk við þessa færsluFærsla Björns Inga er svohljóðandi í heild sinni: „Ég var eitt sinn formaður Þjóðhátíðarnefndar á Austurvelli og hér kemur tilraun til að rýna í þjóðarsálina. Mér finnst dapurlegt að forseti Íslands geti ekki lagt blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar, forsætisráðherra flutt hátíðarávarp, fjallkonan farið með ljóð og tónlistarfólk flutt þjóðsönginn á sjálfan 17. júní án þess að fámennur hópur skemmi fyrir með því að púa, berja í bumbur og búa til annan hávaða. Allir hafa rétt til að mótmæla, en það er samt staður og stund fyrir allt. Ætli hinn þögli meirihluti þjóðarinnar sé sammála mér? Ert þú sammála mér? Settu þá læk við þessa færslu. Og deildu henni jafnvel. Og fólk má segja skoðun sína hér að neðan. En engan dónaskap samt, við erum í sparifötunum á þessum degi.“Svívirtur þjóðhátíðardagurAnnar sem ekki er sáttur við mótmælin er prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hann er skorinortur á Facebook: „Hin svokölluðu mótmæli á þjóðhátíðardaginn mælast víða illa fyrir, enda eru þau afar ósmekkleg.“ Fjölmiðlamaðurinn Hallur Hallsson er dapur og reiður: „Sorgardagur Samfóista & Vgista;) á einum og sama deginum svívirtu þeir 17. júní, Jón Sigurðsson, fjallkonuna, þjóðsönginn, forsetann, fánann og þjóðina ... Hvenær er nóg nóg?“Hneykslanleg truflunRagnheiður Elín Árnadóttir ráðherra efast um tölur yfir fjölda mótmælenda, sem tíundaðar eru á mbl.is: „Nei mbl.is...það er sannarlega ekki rétt frá sagt að á milli 2500 og 3000 manns hafi sótt mótmælin á Austurvelli í morgun. Þarna mætti fólk, eins og það hefur gert í áratugi, til þess að fagna þjóðhátíðardegi Íslands og sýna landi sínu og þjóð virðingu. Það var lítill en hávær hópur sem áleit þetta stað og stund fyrir háreisti og pólitík.“ Jón Valur Jensson guðfræðingur og bloggari er reiður og hneykslaður: „Hneykslanleg truflun á þjóðhátíð Íslendinga afhjúpar enn eitt dæmi um þá óskammfeilni róttæklinga að láta tilganginn helga meðalið; en í raun eru þeir ekki með sjálfstæði í mótmælum, heldur eru þeir meiri brúður í brúðuleikhúsi auðkýfingsins Jóns Ásgeirs og vinnusvikara á Fréttastofu Rúv en þeir gera sér sjálfir grein fyrir. ––Ég óska öllum til hamingju með þjóðhátíðardaginn og sjálfstæði Íslands.“Fjandmenn þjóðarinnarOg enn einn sem nefndur er til sögunnar er sannur aðdáandi forsætisráðherra, Baldur Hermannsson, fyrrverandi framhaldsskólakennari og hann sendir svohljóðandi skilaboð til vina sinna á Facebook: „Skínandi ávarp hjá okkar unga og glæsilega þjóðarleiðtoga. Sigmundur Davíð er kletturinn í hafinu, á honum brotnar hafaldan háa, aldrei mun líða mér úr minni hve stilltur hann var, stilltur sterkur og óbifanlegur undir háreysti skrílsins sem gerði sitt ítrasta til þess að eyðileggja þjóðhátíðardaginn ... en tókst þó ekki. Og ógleymanlegur verður mér einnig hinn fagri söngur yngismeyjanna sem ekki létu skrílslætin slá sig út af laginu, þótt tæpt væri það á stundum. En íslenska þjóðin er betur sett eftir en áður: nú vitum við hvar fjandmenn þjóðarinnar halda sig. “Ég var eitt sinn formaður Þjóðhátíðarnefndar á Austurvelli og hér kemur tilraun til að rýna í þjóðarsálina. Mér finnst...Posted by Björn Ingi Hrafnsson on 17. júní 2015 Tengdar fréttir „Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46 Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ 16. júní 2015 08:42 Sjáðu stemninguna á Austurvelli í dag Hróp og köll mótmælenda settu heldur betur svip sinn á hátíðarhöldin. 17. júní 2015 14:00 Mótmæltu vanhæfri ríkisstjórn og ástandi heilbrigðiskerfisins Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa skilning á mótmælunum á Austurvelli í dag. 17. júní 2015 19:46 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Ýmsir, ekki síst þeir sem eru yfirlýstir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar, hafa lýst yfir mikilli reiði og hneykslan á samfélagsmiðlum í dag vegna mótmælanna sem voru á Austurvelli; þá er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti þjóðhátíðarávarp sitt. Björn Ingi Hrafnsson útgefandi spyr hvort hinn „þögli meirihluti þjóðarinnar“ sé sammála sér þegar hann lýsir því yfir að honum þyki dapurlegt þegar „fámennur hópur skemmi fyrir með því að púa, berja í bumbur og búa til annan hávaða.“ Og biður fólk að „læka“ stöðufærslu sína á Facebook ef svo sé. Þegar þetta er ritað hafa tæplega 300 „lækað“, þeirra á meðal Brynjar Nielsson alþingismaður, Sigurður Már Jónsson upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands og alnafni hans Dómkirkjuprestur. Er sem Björn Ingi hafi tekið að sér það hlutverk að leiða þann hóp sem er afar ósáttur við mótmælin. Og víst er að ýmsir eru reiðir mótmælendum.Settu læk við þessa færsluFærsla Björns Inga er svohljóðandi í heild sinni: „Ég var eitt sinn formaður Þjóðhátíðarnefndar á Austurvelli og hér kemur tilraun til að rýna í þjóðarsálina. Mér finnst dapurlegt að forseti Íslands geti ekki lagt blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar, forsætisráðherra flutt hátíðarávarp, fjallkonan farið með ljóð og tónlistarfólk flutt þjóðsönginn á sjálfan 17. júní án þess að fámennur hópur skemmi fyrir með því að púa, berja í bumbur og búa til annan hávaða. Allir hafa rétt til að mótmæla, en það er samt staður og stund fyrir allt. Ætli hinn þögli meirihluti þjóðarinnar sé sammála mér? Ert þú sammála mér? Settu þá læk við þessa færslu. Og deildu henni jafnvel. Og fólk má segja skoðun sína hér að neðan. En engan dónaskap samt, við erum í sparifötunum á þessum degi.“Svívirtur þjóðhátíðardagurAnnar sem ekki er sáttur við mótmælin er prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hann er skorinortur á Facebook: „Hin svokölluðu mótmæli á þjóðhátíðardaginn mælast víða illa fyrir, enda eru þau afar ósmekkleg.“ Fjölmiðlamaðurinn Hallur Hallsson er dapur og reiður: „Sorgardagur Samfóista & Vgista;) á einum og sama deginum svívirtu þeir 17. júní, Jón Sigurðsson, fjallkonuna, þjóðsönginn, forsetann, fánann og þjóðina ... Hvenær er nóg nóg?“Hneykslanleg truflunRagnheiður Elín Árnadóttir ráðherra efast um tölur yfir fjölda mótmælenda, sem tíundaðar eru á mbl.is: „Nei mbl.is...það er sannarlega ekki rétt frá sagt að á milli 2500 og 3000 manns hafi sótt mótmælin á Austurvelli í morgun. Þarna mætti fólk, eins og það hefur gert í áratugi, til þess að fagna þjóðhátíðardegi Íslands og sýna landi sínu og þjóð virðingu. Það var lítill en hávær hópur sem áleit þetta stað og stund fyrir háreisti og pólitík.“ Jón Valur Jensson guðfræðingur og bloggari er reiður og hneykslaður: „Hneykslanleg truflun á þjóðhátíð Íslendinga afhjúpar enn eitt dæmi um þá óskammfeilni róttæklinga að láta tilganginn helga meðalið; en í raun eru þeir ekki með sjálfstæði í mótmælum, heldur eru þeir meiri brúður í brúðuleikhúsi auðkýfingsins Jóns Ásgeirs og vinnusvikara á Fréttastofu Rúv en þeir gera sér sjálfir grein fyrir. ––Ég óska öllum til hamingju með þjóðhátíðardaginn og sjálfstæði Íslands.“Fjandmenn þjóðarinnarOg enn einn sem nefndur er til sögunnar er sannur aðdáandi forsætisráðherra, Baldur Hermannsson, fyrrverandi framhaldsskólakennari og hann sendir svohljóðandi skilaboð til vina sinna á Facebook: „Skínandi ávarp hjá okkar unga og glæsilega þjóðarleiðtoga. Sigmundur Davíð er kletturinn í hafinu, á honum brotnar hafaldan háa, aldrei mun líða mér úr minni hve stilltur hann var, stilltur sterkur og óbifanlegur undir háreysti skrílsins sem gerði sitt ítrasta til þess að eyðileggja þjóðhátíðardaginn ... en tókst þó ekki. Og ógleymanlegur verður mér einnig hinn fagri söngur yngismeyjanna sem ekki létu skrílslætin slá sig út af laginu, þótt tæpt væri það á stundum. En íslenska þjóðin er betur sett eftir en áður: nú vitum við hvar fjandmenn þjóðarinnar halda sig. “Ég var eitt sinn formaður Þjóðhátíðarnefndar á Austurvelli og hér kemur tilraun til að rýna í þjóðarsálina. Mér finnst...Posted by Björn Ingi Hrafnsson on 17. júní 2015
Tengdar fréttir „Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46 Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ 16. júní 2015 08:42 Sjáðu stemninguna á Austurvelli í dag Hróp og köll mótmælenda settu heldur betur svip sinn á hátíðarhöldin. 17. júní 2015 14:00 Mótmæltu vanhæfri ríkisstjórn og ástandi heilbrigðiskerfisins Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa skilning á mótmælunum á Austurvelli í dag. 17. júní 2015 19:46 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
„Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46
Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ 16. júní 2015 08:42
Sjáðu stemninguna á Austurvelli í dag Hróp og köll mótmælenda settu heldur betur svip sinn á hátíðarhöldin. 17. júní 2015 14:00
Mótmæltu vanhæfri ríkisstjórn og ástandi heilbrigðiskerfisins Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa skilning á mótmælunum á Austurvelli í dag. 17. júní 2015 19:46
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent