Þurfa ekki að flytja úr heimabyggð til að stunda nám Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. júní 2015 19:30 Menntamálaráðherra segir ekki rétt að nemendur komi til með að þurfa að flytja úr sinni heimabyggð til að stunda tónlistarnám. Þó sé nauðsynlegt að gera breytingar á fyrirkomulagi námsins enda standi margir tónlistarskólar frammi fyrir gjaldþroti. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, skipaði nýverið starfshóp með fulltrúum frá menntamálaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg til að útfæra breytingar á fjármögnun og skipulagi tónlistarnáms á framhaldsstigi. Námið hefur verið rekið af sveitarfélögum en ríkið hefur frá árinu 2011 veitt sérstakt kennsluframlag úr ríkissjóði á grundvelli samkomulags. „Niðurstaðan er sú og reynslan af þessu samkomulagi að til dæmis hér í Reykjavík þá standa skólarnir flestir hverjir frammi fyrir gjaldþroti. Og þetta hefur ekki reynst alveg eins og til var ætlast,” segir Illugi. Því þurfi að endurskoða kerfið og gera breytingar. Illugi segir starfshópinn nú hafa til skoðunar hvernig eigi að skipuleggja námið og hver aðkoma ríkisins yrði. „Við erum líka að skoða það í leiðinni hvort að það geti verið sniðugt, menningarlega séð og menntunarlega, að það væri einn skóli hér í Reykjavík sem að ríkið fjármagnaði. Sem væri á framhaldsstiginu og væri hugsaður fyrir þá nemendur sem ætluðu sér að leggja fyrir sig tónlist í lífinu sem atvinnumenn. Það væri skóli sem að bæði byði upp á rytmíska og klassíska deild,” segir Illugi. Þurfta ekki að flytja úr heimabyggðÍ fréttum Stöðvar 2 á sunnudaginn var talað við fimmtán ára dreng sem hefur stundað píanónám á Ísafirði í níu ár. Sagðist hann þurfa að flytja til Reykjavíkur yrðu hugmyndir Illuga um breytingar á skipulagi tónlistarnáms að veruleika. Illugi segir að tilkoma slíks tónlistarskóla í Reykjavík myndi ekki hreyfa við neinu sem er að gerast annars staðar á landinu. „Það er aldrei svo að fólk þurfi að flytja úr sinni heimabyggð til að koma til Reykjavíkur til að fara í nám, frekar en ef fólk bara vill gera það. Það er ekki hægt að banna fólki að gera það, en það á ekki að vera þannig að það sé rekið til þess. Áfram verður þetta nám í boði þar sem það er nú,” segir Illugi. Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Menntamálaráðherra segir ekki rétt að nemendur komi til með að þurfa að flytja úr sinni heimabyggð til að stunda tónlistarnám. Þó sé nauðsynlegt að gera breytingar á fyrirkomulagi námsins enda standi margir tónlistarskólar frammi fyrir gjaldþroti. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, skipaði nýverið starfshóp með fulltrúum frá menntamálaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg til að útfæra breytingar á fjármögnun og skipulagi tónlistarnáms á framhaldsstigi. Námið hefur verið rekið af sveitarfélögum en ríkið hefur frá árinu 2011 veitt sérstakt kennsluframlag úr ríkissjóði á grundvelli samkomulags. „Niðurstaðan er sú og reynslan af þessu samkomulagi að til dæmis hér í Reykjavík þá standa skólarnir flestir hverjir frammi fyrir gjaldþroti. Og þetta hefur ekki reynst alveg eins og til var ætlast,” segir Illugi. Því þurfi að endurskoða kerfið og gera breytingar. Illugi segir starfshópinn nú hafa til skoðunar hvernig eigi að skipuleggja námið og hver aðkoma ríkisins yrði. „Við erum líka að skoða það í leiðinni hvort að það geti verið sniðugt, menningarlega séð og menntunarlega, að það væri einn skóli hér í Reykjavík sem að ríkið fjármagnaði. Sem væri á framhaldsstiginu og væri hugsaður fyrir þá nemendur sem ætluðu sér að leggja fyrir sig tónlist í lífinu sem atvinnumenn. Það væri skóli sem að bæði byði upp á rytmíska og klassíska deild,” segir Illugi. Þurfta ekki að flytja úr heimabyggðÍ fréttum Stöðvar 2 á sunnudaginn var talað við fimmtán ára dreng sem hefur stundað píanónám á Ísafirði í níu ár. Sagðist hann þurfa að flytja til Reykjavíkur yrðu hugmyndir Illuga um breytingar á skipulagi tónlistarnáms að veruleika. Illugi segir að tilkoma slíks tónlistarskóla í Reykjavík myndi ekki hreyfa við neinu sem er að gerast annars staðar á landinu. „Það er aldrei svo að fólk þurfi að flytja úr sinni heimabyggð til að koma til Reykjavíkur til að fara í nám, frekar en ef fólk bara vill gera það. Það er ekki hægt að banna fólki að gera það, en það á ekki að vera þannig að það sé rekið til þess. Áfram verður þetta nám í boði þar sem það er nú,” segir Illugi.
Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira