Þurfa ekki að flytja úr heimabyggð til að stunda nám Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. júní 2015 19:30 Menntamálaráðherra segir ekki rétt að nemendur komi til með að þurfa að flytja úr sinni heimabyggð til að stunda tónlistarnám. Þó sé nauðsynlegt að gera breytingar á fyrirkomulagi námsins enda standi margir tónlistarskólar frammi fyrir gjaldþroti. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, skipaði nýverið starfshóp með fulltrúum frá menntamálaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg til að útfæra breytingar á fjármögnun og skipulagi tónlistarnáms á framhaldsstigi. Námið hefur verið rekið af sveitarfélögum en ríkið hefur frá árinu 2011 veitt sérstakt kennsluframlag úr ríkissjóði á grundvelli samkomulags. „Niðurstaðan er sú og reynslan af þessu samkomulagi að til dæmis hér í Reykjavík þá standa skólarnir flestir hverjir frammi fyrir gjaldþroti. Og þetta hefur ekki reynst alveg eins og til var ætlast,” segir Illugi. Því þurfi að endurskoða kerfið og gera breytingar. Illugi segir starfshópinn nú hafa til skoðunar hvernig eigi að skipuleggja námið og hver aðkoma ríkisins yrði. „Við erum líka að skoða það í leiðinni hvort að það geti verið sniðugt, menningarlega séð og menntunarlega, að það væri einn skóli hér í Reykjavík sem að ríkið fjármagnaði. Sem væri á framhaldsstiginu og væri hugsaður fyrir þá nemendur sem ætluðu sér að leggja fyrir sig tónlist í lífinu sem atvinnumenn. Það væri skóli sem að bæði byði upp á rytmíska og klassíska deild,” segir Illugi. Þurfta ekki að flytja úr heimabyggðÍ fréttum Stöðvar 2 á sunnudaginn var talað við fimmtán ára dreng sem hefur stundað píanónám á Ísafirði í níu ár. Sagðist hann þurfa að flytja til Reykjavíkur yrðu hugmyndir Illuga um breytingar á skipulagi tónlistarnáms að veruleika. Illugi segir að tilkoma slíks tónlistarskóla í Reykjavík myndi ekki hreyfa við neinu sem er að gerast annars staðar á landinu. „Það er aldrei svo að fólk þurfi að flytja úr sinni heimabyggð til að koma til Reykjavíkur til að fara í nám, frekar en ef fólk bara vill gera það. Það er ekki hægt að banna fólki að gera það, en það á ekki að vera þannig að það sé rekið til þess. Áfram verður þetta nám í boði þar sem það er nú,” segir Illugi. Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Menntamálaráðherra segir ekki rétt að nemendur komi til með að þurfa að flytja úr sinni heimabyggð til að stunda tónlistarnám. Þó sé nauðsynlegt að gera breytingar á fyrirkomulagi námsins enda standi margir tónlistarskólar frammi fyrir gjaldþroti. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, skipaði nýverið starfshóp með fulltrúum frá menntamálaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg til að útfæra breytingar á fjármögnun og skipulagi tónlistarnáms á framhaldsstigi. Námið hefur verið rekið af sveitarfélögum en ríkið hefur frá árinu 2011 veitt sérstakt kennsluframlag úr ríkissjóði á grundvelli samkomulags. „Niðurstaðan er sú og reynslan af þessu samkomulagi að til dæmis hér í Reykjavík þá standa skólarnir flestir hverjir frammi fyrir gjaldþroti. Og þetta hefur ekki reynst alveg eins og til var ætlast,” segir Illugi. Því þurfi að endurskoða kerfið og gera breytingar. Illugi segir starfshópinn nú hafa til skoðunar hvernig eigi að skipuleggja námið og hver aðkoma ríkisins yrði. „Við erum líka að skoða það í leiðinni hvort að það geti verið sniðugt, menningarlega séð og menntunarlega, að það væri einn skóli hér í Reykjavík sem að ríkið fjármagnaði. Sem væri á framhaldsstiginu og væri hugsaður fyrir þá nemendur sem ætluðu sér að leggja fyrir sig tónlist í lífinu sem atvinnumenn. Það væri skóli sem að bæði byði upp á rytmíska og klassíska deild,” segir Illugi. Þurfta ekki að flytja úr heimabyggðÍ fréttum Stöðvar 2 á sunnudaginn var talað við fimmtán ára dreng sem hefur stundað píanónám á Ísafirði í níu ár. Sagðist hann þurfa að flytja til Reykjavíkur yrðu hugmyndir Illuga um breytingar á skipulagi tónlistarnáms að veruleika. Illugi segir að tilkoma slíks tónlistarskóla í Reykjavík myndi ekki hreyfa við neinu sem er að gerast annars staðar á landinu. „Það er aldrei svo að fólk þurfi að flytja úr sinni heimabyggð til að koma til Reykjavíkur til að fara í nám, frekar en ef fólk bara vill gera það. Það er ekki hægt að banna fólki að gera það, en það á ekki að vera þannig að það sé rekið til þess. Áfram verður þetta nám í boði þar sem það er nú,” segir Illugi.
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira