Hávær mótmæli yfir hátíðarræðu forsætisráðherra Bjarki Ármannsson skrifar 17. júní 2015 11:15 Um nokkur hundruð manns eru á Austurvelli. Vísir/Lillý Valgerður Á bilinu 2.500 til 3.000 manns voru samankomnir á Austurvelli í dag, margir til að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Mótmælin hófust klukkan ellefu, rétt á undan hátíðardagskrá þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti ávarp. Viðstaddir héldu á lofti rauðum mótmælaspjöldum og hrópuðu ítrekað „vanhæf ríkisstjórn“ þegar hátíðardagskrá hófst. Mátti heyra köllinn greinilega í útsendingu RÚV frá Austurvelli. Sigmundur kallaði Ísland í ræðu sinni „fyrirmynd í samfélagi þjóðanna“ og sagði lífslíkur, atvinnuleysi og kynjajafnréttindi betur á veg komið hér en í öðrum löndum. Í heildarsamhenginu hljóti Íslendingar að geta verið sammála um að Ísland sé „líklega bara mjög gott land,“ þó það geti orðið enn betra. Þá vék ráðherra einnig talinu að hundrað ára afmæli kosningarrétts kvenna á Íslandi og íslenska þjóðfánans, sem hann sagði að Íslendingar ættu að temja sér að nota meira. Yfir ræðunni allri heyrðist trommusláttur og hróp mótmælenda. Púað var á Sigmund, sérstaklega hátt þegar hann sagði að þjóðin ætti áfram að vinna að meira jafnrétti og meira lýðræði. Þó heyrðist einnig lófatak þegar ræðunni lauk en áfram heyrist duglega í mótmælendum yfir tónlistaratriðum.Frá útgöngunni úr Dómkirkjunni.Vísir/Lillý ValgerðurRíkisstjórninni gefið rauða spjaldið eftir að hafa mætt á fótboltaleik í staðinn fyrir vinnuna #austurvöllur pic.twitter.com/zohLwW8Qk2— Sigurgeir Ingi (@SigurgeirIngi) June 17, 2015 Tengdar fréttir „Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46 Birgitta Jóns „lét sér detta í hug“ að bjóða Vigdísi Hauks á mótmælin Vigdís segir þingmenn hvetja til mótmæla gegn lýðræðinu á morgun. 16. júní 2015 23:58 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
Á bilinu 2.500 til 3.000 manns voru samankomnir á Austurvelli í dag, margir til að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Mótmælin hófust klukkan ellefu, rétt á undan hátíðardagskrá þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti ávarp. Viðstaddir héldu á lofti rauðum mótmælaspjöldum og hrópuðu ítrekað „vanhæf ríkisstjórn“ þegar hátíðardagskrá hófst. Mátti heyra köllinn greinilega í útsendingu RÚV frá Austurvelli. Sigmundur kallaði Ísland í ræðu sinni „fyrirmynd í samfélagi þjóðanna“ og sagði lífslíkur, atvinnuleysi og kynjajafnréttindi betur á veg komið hér en í öðrum löndum. Í heildarsamhenginu hljóti Íslendingar að geta verið sammála um að Ísland sé „líklega bara mjög gott land,“ þó það geti orðið enn betra. Þá vék ráðherra einnig talinu að hundrað ára afmæli kosningarrétts kvenna á Íslandi og íslenska þjóðfánans, sem hann sagði að Íslendingar ættu að temja sér að nota meira. Yfir ræðunni allri heyrðist trommusláttur og hróp mótmælenda. Púað var á Sigmund, sérstaklega hátt þegar hann sagði að þjóðin ætti áfram að vinna að meira jafnrétti og meira lýðræði. Þó heyrðist einnig lófatak þegar ræðunni lauk en áfram heyrist duglega í mótmælendum yfir tónlistaratriðum.Frá útgöngunni úr Dómkirkjunni.Vísir/Lillý ValgerðurRíkisstjórninni gefið rauða spjaldið eftir að hafa mætt á fótboltaleik í staðinn fyrir vinnuna #austurvöllur pic.twitter.com/zohLwW8Qk2— Sigurgeir Ingi (@SigurgeirIngi) June 17, 2015
Tengdar fréttir „Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46 Birgitta Jóns „lét sér detta í hug“ að bjóða Vigdísi Hauks á mótmælin Vigdís segir þingmenn hvetja til mótmæla gegn lýðræðinu á morgun. 16. júní 2015 23:58 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
„Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46
Birgitta Jóns „lét sér detta í hug“ að bjóða Vigdísi Hauks á mótmælin Vigdís segir þingmenn hvetja til mótmæla gegn lýðræðinu á morgun. 16. júní 2015 23:58