Ungt fólk bundið í báða skó í foreldrahúsum Heimir Már Pétursson skrifar 10. júlí 2015 20:06 Móðir sem á son á þrítugsaldri sem enn býr í heimahúsum með kærustu sinni segir algeran viðskilnað hafa átt sér stað á rúmum tveimur áratugum á milli fasteignaverðs og launa. Mikil hætta sé á að þjóðin missi ungu kynslóðina úr landi á meðan leigumarkaðurinn sé eins og vilta vestrið og húsnæðisverð í engu samhengi við laun. Stór hluti ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu er bundið í báða skó í foreldrahúsum og getur ekki flutt að heiman. Það hefur hvorki efni á að leigja né kaupa. En búast má við að útborgun í litla íbúð á höfuðborgarsvæðinu sé á bilinu fjórar til sex milljónir króna. Ef afborganir námslána bætast síðan við gengur dæmið ekki upp. Margrét Kristmannsdóttir er ein fjölmargra foreldra sem skýtur skjólshúsi yfir son og kærustu á þrítugsaldri og spyr á bloggsíðu sinni: „Hvers vegna geta börnin okkar ekki flutt að heiman?“ Nú séu tímarnir aðrir en þegar hún og hennar maður keyptu sína fyrstu 75 fermetra íbúð árið 1991 þá nýkomin úr námi. „Þá reyndist það tiltölulega auðvelt og ég fór að velta fyrir mér hvernig væri staðan ef við værum í sömu sporum í dag? Ég reiknaði það út að við hefðum ekki getað keypt húsnæði í dag eins og okkur reyndist auðvelt árið 1991. Þannig að hér hefur orðið alger viðskilnaður á milli þróunar fasteignaverðs og launa,“ segir Margrét. Þegar þau hjónin hafi fest kaup á sinni fyrstu íbúð fyrir 24 árum hafi íbúðarverðið numið 35 prósentum af heildarárslaunum þeirra hjóna. „Í dag er þetta 100 prósent. Þannig að það er ekkert skrýtið þótt unga fólkið okkar komist ekki að heiman,“ segir hún.Þannig að það er verið að mismuna kynslóðunum?„Já, ég er að velta því fyrir mér hvort þessi hagsveifla, þessi betri tími sem allir eru að tala um, sé hugsanlega misskipt milli kynslóða og hvort við séum jafnvel að skilja unga fólkið okkar eftir í dag,“ segir Margrét. Hún segir ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af þessari stöðu því ungt fólk í dag sé mjög færanlegt. „Og það veltir bara fyrir sér hvar sé best að koma sér þaki yfir höfuðið, hvar séu bestu lífsgæðin. Það er ekkert að velta fyrir sér hvort það er í Reykjavík, Kaupmannahöfn eða Osló eða hvar sem er. Þannig að ef við ætlum að vera samkeppnishæf um unga fólkið okkar verðum við að fara að girða okkur í brók,“ segir Margrét. Það sé hins vegar lítið sem bendi til betri tíðar. „Öll húsnæðisfrumvörpin eru föst í nefndum, leigumarkaðurinn er eins og vilta vestrið, vextir fara hækkandi og verðbólguhorfur slæmar. Þannig að þetta er kannski ekki akkúrat svona staða sem unga fólkið okkar er að horfa yfir mjög björtum augum,“ segir Margrét. Það verði að grípa skjótt il aðgerða til að missa unga fólkið ekki úr landi. „Ég hef stundum sagt; það vantar að einhver eins og Jóhannes í Bónus eða Pálmi í Hagkaup komi inn á fasteignamarkaðinn. Vegna þess að ég held að það sé löngu tímabært að velta fyrir sér af hverju þróun fasteignaverðs hefur orðið svona miklu hærri en hækkun launa,“ segir Margrét Kristmannsdóttir. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Móðir sem á son á þrítugsaldri sem enn býr í heimahúsum með kærustu sinni segir algeran viðskilnað hafa átt sér stað á rúmum tveimur áratugum á milli fasteignaverðs og launa. Mikil hætta sé á að þjóðin missi ungu kynslóðina úr landi á meðan leigumarkaðurinn sé eins og vilta vestrið og húsnæðisverð í engu samhengi við laun. Stór hluti ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu er bundið í báða skó í foreldrahúsum og getur ekki flutt að heiman. Það hefur hvorki efni á að leigja né kaupa. En búast má við að útborgun í litla íbúð á höfuðborgarsvæðinu sé á bilinu fjórar til sex milljónir króna. Ef afborganir námslána bætast síðan við gengur dæmið ekki upp. Margrét Kristmannsdóttir er ein fjölmargra foreldra sem skýtur skjólshúsi yfir son og kærustu á þrítugsaldri og spyr á bloggsíðu sinni: „Hvers vegna geta börnin okkar ekki flutt að heiman?“ Nú séu tímarnir aðrir en þegar hún og hennar maður keyptu sína fyrstu 75 fermetra íbúð árið 1991 þá nýkomin úr námi. „Þá reyndist það tiltölulega auðvelt og ég fór að velta fyrir mér hvernig væri staðan ef við værum í sömu sporum í dag? Ég reiknaði það út að við hefðum ekki getað keypt húsnæði í dag eins og okkur reyndist auðvelt árið 1991. Þannig að hér hefur orðið alger viðskilnaður á milli þróunar fasteignaverðs og launa,“ segir Margrét. Þegar þau hjónin hafi fest kaup á sinni fyrstu íbúð fyrir 24 árum hafi íbúðarverðið numið 35 prósentum af heildarárslaunum þeirra hjóna. „Í dag er þetta 100 prósent. Þannig að það er ekkert skrýtið þótt unga fólkið okkar komist ekki að heiman,“ segir hún.Þannig að það er verið að mismuna kynslóðunum?„Já, ég er að velta því fyrir mér hvort þessi hagsveifla, þessi betri tími sem allir eru að tala um, sé hugsanlega misskipt milli kynslóða og hvort við séum jafnvel að skilja unga fólkið okkar eftir í dag,“ segir Margrét. Hún segir ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af þessari stöðu því ungt fólk í dag sé mjög færanlegt. „Og það veltir bara fyrir sér hvar sé best að koma sér þaki yfir höfuðið, hvar séu bestu lífsgæðin. Það er ekkert að velta fyrir sér hvort það er í Reykjavík, Kaupmannahöfn eða Osló eða hvar sem er. Þannig að ef við ætlum að vera samkeppnishæf um unga fólkið okkar verðum við að fara að girða okkur í brók,“ segir Margrét. Það sé hins vegar lítið sem bendi til betri tíðar. „Öll húsnæðisfrumvörpin eru föst í nefndum, leigumarkaðurinn er eins og vilta vestrið, vextir fara hækkandi og verðbólguhorfur slæmar. Þannig að þetta er kannski ekki akkúrat svona staða sem unga fólkið okkar er að horfa yfir mjög björtum augum,“ segir Margrét. Það verði að grípa skjótt il aðgerða til að missa unga fólkið ekki úr landi. „Ég hef stundum sagt; það vantar að einhver eins og Jóhannes í Bónus eða Pálmi í Hagkaup komi inn á fasteignamarkaðinn. Vegna þess að ég held að það sé löngu tímabært að velta fyrir sér af hverju þróun fasteignaverðs hefur orðið svona miklu hærri en hækkun launa,“ segir Margrét Kristmannsdóttir.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira