
Við komum í veg fyrir gjöf á makrílnum – sagð'ann!
Hver gaf hvað?
Árið 2010 ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að úthluta uppsjávarskipum kvóta samkvæmt aflareynslu og var það ígildi kvótasetningar. Sá hluti miðað við árið í ár er rétt rúm 70%. Tveimur árum síðar eða 2012 ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að loka fyrir aðgang nýrra frystitogara í þann flokk. Slíkt var einnig ígildi kvótasetningar. Frystitogararnir hafa í dag um 20% af heildaraflanum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sat því í ríkisstjórn sem kvótasetti samtals um 90% af makríl. Þessi 90% hafa síðan getað gengið kaupum og sölum með þeim skipum sem þau eru bundin við. Nú þegar klára á þessi 10% sem standa út af heldur formaðurinn, Árni Páll Árnason, því fram að hann hafi hindrað að makríllinn væri gefinn, hvernig sem á að skilja það.
Hugmyndin með makrílfrumvarpinu var að reyna að skipta því sem eftir var með eins réttlátum hætti og við var komið og að auki leggja á sanngjarnt viðbótargjald. Árni Páll Árnason hafði ekki rænu á því að leggja sérstakt gjald á sína 90% makrílúthlutun. Það er sennilega best að hlífa formanninum við því að ræða hvað komið hefði í hlut Íslands ef aðild að ESB hefði orðið að veruleika. Þá væri réttast að tala um fórn.
Betri er ágreiningur en enginn
Íslenskur sjávarútvegur er einstakur að því leyti að hann greiðir háar upphæðir til samfélagsins á hverju ári. Með tilkomu kvótakerfisins fór af stað ferli sem skilað hefur þessum árangri. Hvergi í þeim löndum sem við berum okkur saman við er sjávarútvegur rekinn á eins hagkvæman hátt. Þessi rammíslenska stóriðja hefur verið og mun verða meginstoð efnahagslegrar farsældar landsmanna. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um hlutdeildarsetningu markíls byggist á því kerfi sem skilað hefur þjóðinni svo miklu. Um það voru þó skiptar skoðanir eins og eðlilegt getur talist. Menn eiga að hafa skiptar skoðanir á þessu máli sem og öðrum. Athygli vekur þó, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að Samfylkingin hafði eina skoðun á frumvarpi ráðherra á mánudegi (formaðurinn) þegar búið var að aðlaga frumvarpið að fullu að þeim kröfum sem settar voru fram, bæði utan þings og innan, og svo þveröfuga skoðun á þriðjudegi (varaformaðurinn). Svo geta menn velt því fyrir sér af hverju það gekk svo illa að ljúka þingstörfum. Skildi ástæðan vera sú að Samfylkingin ráði ekki við það verkefni að mynda sér skoðun á skipulagi veiða. Og betra sé að taka þetta mál í gíslingu því einhver ágreiningur sé betri en enginn.
Haraldur Einarsson, þingmaður.
Skoðun

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar

Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð
Ólafur Sigurðsson skrifar

Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga
Marta Wieczorek skrifar

Raunveruleg úrræði óskast takk!
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

(Ó)merkilegir íbúar
Örn Smárason skrifar

Vangaveltur um ábyrgð og laun
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar