Við komum í veg fyrir gjöf á makrílnum – sagð'ann! Haraldur Einarsson skrifar 10. júlí 2015 14:41 Miðvikudaginn 1. júlí fóru fram hinar svokölluðu eldhúsdagsumræður. Þær marka endalok þingstarfa fyrir sumarfrí. Umræðurnar voru eins og svo oft áður í sínum hefðbundna búningi. Talsmenn flokkanna draga fram það sem þeir telja jákvætt í sínum störfum og reyna að vekja á því athygli. Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, taldi sér það til tekna að flokkur hans hefði hindrað að makríllinn yrði gefinn. Hér hefði verið rétt fyrir formanninn að staldra örlítið við.Hver gaf hvað?Árið 2010 ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að úthluta uppsjávarskipum kvóta samkvæmt aflareynslu og var það ígildi kvótasetningar. Sá hluti miðað við árið í ár er rétt rúm 70%. Tveimur árum síðar eða 2012 ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að loka fyrir aðgang nýrra frystitogara í þann flokk. Slíkt var einnig ígildi kvótasetningar. Frystitogararnir hafa í dag um 20% af heildaraflanum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sat því í ríkisstjórn sem kvótasetti samtals um 90% af makríl. Þessi 90% hafa síðan getað gengið kaupum og sölum með þeim skipum sem þau eru bundin við. Nú þegar klára á þessi 10% sem standa út af heldur formaðurinn, Árni Páll Árnason, því fram að hann hafi hindrað að makríllinn væri gefinn, hvernig sem á að skilja það. Hugmyndin með makrílfrumvarpinu var að reyna að skipta því sem eftir var með eins réttlátum hætti og við var komið og að auki leggja á sanngjarnt viðbótargjald. Árni Páll Árnason hafði ekki rænu á því að leggja sérstakt gjald á sína 90% makrílúthlutun. Það er sennilega best að hlífa formanninum við því að ræða hvað komið hefði í hlut Íslands ef aðild að ESB hefði orðið að veruleika. Þá væri réttast að tala um fórn.Betri er ágreiningur en enginnÍslenskur sjávarútvegur er einstakur að því leyti að hann greiðir háar upphæðir til samfélagsins á hverju ári. Með tilkomu kvótakerfisins fór af stað ferli sem skilað hefur þessum árangri. Hvergi í þeim löndum sem við berum okkur saman við er sjávarútvegur rekinn á eins hagkvæman hátt. Þessi rammíslenska stóriðja hefur verið og mun verða meginstoð efnahagslegrar farsældar landsmanna. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um hlutdeildarsetningu markíls byggist á því kerfi sem skilað hefur þjóðinni svo miklu. Um það voru þó skiptar skoðanir eins og eðlilegt getur talist. Menn eiga að hafa skiptar skoðanir á þessu máli sem og öðrum. Athygli vekur þó, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að Samfylkingin hafði eina skoðun á frumvarpi ráðherra á mánudegi (formaðurinn) þegar búið var að aðlaga frumvarpið að fullu að þeim kröfum sem settar voru fram, bæði utan þings og innan, og svo þveröfuga skoðun á þriðjudegi (varaformaðurinn). Svo geta menn velt því fyrir sér af hverju það gekk svo illa að ljúka þingstörfum. Skildi ástæðan vera sú að Samfylkingin ráði ekki við það verkefni að mynda sér skoðun á skipulagi veiða. Og betra sé að taka þetta mál í gíslingu því einhver ágreiningur sé betri en enginn. Haraldur Einarsson, þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 1. júlí fóru fram hinar svokölluðu eldhúsdagsumræður. Þær marka endalok þingstarfa fyrir sumarfrí. Umræðurnar voru eins og svo oft áður í sínum hefðbundna búningi. Talsmenn flokkanna draga fram það sem þeir telja jákvætt í sínum störfum og reyna að vekja á því athygli. Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, taldi sér það til tekna að flokkur hans hefði hindrað að makríllinn yrði gefinn. Hér hefði verið rétt fyrir formanninn að staldra örlítið við.Hver gaf hvað?Árið 2010 ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að úthluta uppsjávarskipum kvóta samkvæmt aflareynslu og var það ígildi kvótasetningar. Sá hluti miðað við árið í ár er rétt rúm 70%. Tveimur árum síðar eða 2012 ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að loka fyrir aðgang nýrra frystitogara í þann flokk. Slíkt var einnig ígildi kvótasetningar. Frystitogararnir hafa í dag um 20% af heildaraflanum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sat því í ríkisstjórn sem kvótasetti samtals um 90% af makríl. Þessi 90% hafa síðan getað gengið kaupum og sölum með þeim skipum sem þau eru bundin við. Nú þegar klára á þessi 10% sem standa út af heldur formaðurinn, Árni Páll Árnason, því fram að hann hafi hindrað að makríllinn væri gefinn, hvernig sem á að skilja það. Hugmyndin með makrílfrumvarpinu var að reyna að skipta því sem eftir var með eins réttlátum hætti og við var komið og að auki leggja á sanngjarnt viðbótargjald. Árni Páll Árnason hafði ekki rænu á því að leggja sérstakt gjald á sína 90% makrílúthlutun. Það er sennilega best að hlífa formanninum við því að ræða hvað komið hefði í hlut Íslands ef aðild að ESB hefði orðið að veruleika. Þá væri réttast að tala um fórn.Betri er ágreiningur en enginnÍslenskur sjávarútvegur er einstakur að því leyti að hann greiðir háar upphæðir til samfélagsins á hverju ári. Með tilkomu kvótakerfisins fór af stað ferli sem skilað hefur þessum árangri. Hvergi í þeim löndum sem við berum okkur saman við er sjávarútvegur rekinn á eins hagkvæman hátt. Þessi rammíslenska stóriðja hefur verið og mun verða meginstoð efnahagslegrar farsældar landsmanna. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um hlutdeildarsetningu markíls byggist á því kerfi sem skilað hefur þjóðinni svo miklu. Um það voru þó skiptar skoðanir eins og eðlilegt getur talist. Menn eiga að hafa skiptar skoðanir á þessu máli sem og öðrum. Athygli vekur þó, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að Samfylkingin hafði eina skoðun á frumvarpi ráðherra á mánudegi (formaðurinn) þegar búið var að aðlaga frumvarpið að fullu að þeim kröfum sem settar voru fram, bæði utan þings og innan, og svo þveröfuga skoðun á þriðjudegi (varaformaðurinn). Svo geta menn velt því fyrir sér af hverju það gekk svo illa að ljúka þingstörfum. Skildi ástæðan vera sú að Samfylkingin ráði ekki við það verkefni að mynda sér skoðun á skipulagi veiða. Og betra sé að taka þetta mál í gíslingu því einhver ágreiningur sé betri en enginn. Haraldur Einarsson, þingmaður.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun