Erlent

Yfirbugaður af starfsmönnum bensínstöðvar

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan telur að árásarmaðurinn og annað fórnarlamb hans hafi verið skyld.
Lögreglan telur að árásarmaðurinn og annað fórnarlamb hans hafi verið skyld. Vísir/EPA
18 ára gamall maður var handtekinn af lögreglu í Þýskalandi í morgun eftir að hann skaut tvo til bana. Hann skaut úr bíl sínum nærri bænum Ansbach og myrti 82 ára gamla konu og mann á hjóli. Maðurinn flúði á bílnum og skaut á tvö menn til viðbótar í nærliggjandi þorpi. Ástæða árásarinnar er ekki ljós.

Samkvæmt BBC telur lögreglan að maðurinn og konan séu skyld.

Árásarmaðurinn keyrði svo að bensínstöð þar sem hann ógnaði starfsfólki með byssunni. Starfsmönnunum tókst þó að yfirbuga manninn og binda hann. Því næst hringdu þeir á lögregluna sem kom og handtók manninn.

Íbúar Tiefenthal eru slegnir yfir atburðarrásinni, en einungis 5.500 manns búa í bænum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×